Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 41
105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og tannkrabba, sem heldur sig á
meira dýpi í Atlantshafinu norð-
austanverðu, hefur verið lýst hér að
framan. Einnig hefur verið sagt frá
nýjum fundarstöðum klettakrabba
við Vesturland en hann á rætur
sínar að rekja til austurstrandar
Norður-Ameríku. Fjórða tegundin,
C. borealis Stimpson, 1859, finnst
einnig í Norðaustur-Atlantshafi á
svipuðum slóðum og klettakrabbi,
m.a. á Miklabanka og við strendur
Nýja-Englands.
Töskukrabbinn sem veiddist suð-
ur af Grindavík fékkst þar sem veiðar
og rannsóknir hafa verið stundaðar
um langa hríð. Það má því álykta að
tegundin sé sjaldgæf við Ísland eða
nýkomin, enda nær þekkt útbreiðsla
tegundarinnar fram að þessu aðeins
til Færeyja, þar sem búsetan hefur
að vísu verið talin fremur strjál en
þó vaxandi hin síðari ár.
Á undanförnum árum hefur
hitastig sjávar hér við land verið
óvenju hátt og ætla má að breytt
skilyrði sjávar hafi haft áhrif á bú-
svæði tegundarinnar. Töskukrabbi
á sér sviflæg lirfustig í 1–2 mán-
uði þannig að hann getur borist
langt frá klakstöðvum sínum með
straumum eða með kjölvatni skipa.
Breytingar á útbreiðslu krabbans
geta því gerst á tiltölulega skömm-
um tíma, eins og góð dæmi eru
um hérlendis á öðrum nýbúum
krabbadýra svo sem sandrækju
(Crangon crangon) frá Evrópu og
klettakrabba frá Norður-Ameríku
auk nytjafiska eins og ýsu (Melano-
grammus aeglefinus) og skötusels
(Lophius piscatorius). Ef hátt hitastig
sjávar reynist viðvarandi verður
forvitnilegt að fylgjast með því
hvort og þá á hversu löngum
tíma tegundin nær að tímgast hér
við land og hvort útbreiðslusvæði
hennar muni stækka.
Hvað tannkrabbann varðar feng-
ust bæði eintökin á nokkuð svip-
uðum slóðum og dýpi austur af
Vestmannaeyjum. Enda þótt út-
breiðslusvæði hans sé víðáttumikið,
eins og töskukrabba, virðist þétt-
leiki mjög lítill og beinar nytjar
því ólíklegar. Mögulega heldur
hann sig einna mest í landgrunns-
köntum í Norðaustur-Atlantshafi
og krabbarnir þannig flækingar á
grynnra vatn.
Líklegast má rekja útbreiðslu
klettakrabba til kjölvatns skipa
vegna tíðra skipakoma til Faxa-
flóahafna en útbreiðslusvæðið
innst í sunnanverðum Breiðafirði
verður tæplega skýrt með þeim
hætti. Fundur þessa krabba er m.a.
áhugaverður í ljósi þess að um
verðmæta nytjategund er að ræða
og íslensk strandsvæði eru, að því
séð verður, með hagstæðum um-
hverfisskilyrðum fyrir frekari vöxt
og viðgang tegundarinnar.
Að endingu er umhugsunarvert
að ekki er vitað um fundarstaði
töskukrabba eða tannkrabba við
Ísland frá því um eða upp úr 1960,
þ.e. undir lok hlýsjávartímabils,
þrátt fyrir víðtækar veiðar við suður-
strönd landsins allar götur síðan.
Summary
Recent findings of three species
of the genus Cancer off the
south and west coasts of Iceland
Firstly, one European edible crab (Cancer
pagurus Linnaeus 1758) caught by a gill-
net boat at a depth of 80 m in December
2004 off Grindavík, Southwest Iceland,
represents the first definite record of
Cancer pagurus in Icelandic waters. It
was a male measuring 170 mm in cara-
pace breadth.
Secondly, two toothed rock crabs
(Cancer bellianus Johnson 1861) were
caught at 95 and 119 m, respectively, by
gillnet boats east of Vestmannaeyjar,
South Iceland, in September 2005. Both
were males, measuring 182 and 193 mm,
respectively, in carapace breadth. One
specimen of this species had been previ-
ously recorded off Southeast Iceland in
1959, when Dr. I. Gordon (British
Museum, Natural History) identified it
from a photograph sent by Dr. F.
Guðmundsson.
Finally, the North-American Atlantic
rock crab (Cancer irroratus Say 1817) is a
new inhabitant to Icelandic waters and
has been found at several locations on
the west coast in the years 2006–2008. In
view of C. pagurus and C. irroratus close-
ly resembling one another, the authors
have included a simplified identifica-
tion key of the three cancerid species
concerned.
The authors discuss the findings, as
well as the geographical distribution of
the three species, the likelihood of their
presence in relatively cold Icelandic wa-
ters and a possible change that may
have happened in local faunal assem-
blage in recent years due to higher sea
temperatures and global warming. The
new records of edible crabs in the south
and west coasts of Iceland show an ex-
pansion of their distribution from
Europe and North-America respectively.