Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 9
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þrílitna blendingar skáru sig úr en sá munur sem kom fram á fjalldrapa og ilmbjörk var ekki marktækur. Umræða Stærð frjókornanna Í þessari rannsókn var meðalþver- mál fjalldrapafrjókorns 20,4 µm og ilmbjarkarfrjókorns 24,2 µm. Ef þær tölur eru bornar saman við aðrar mælingar4,9,10 á frjókornum þessara tegunda kemur í ljós að ilmbjark- arfrjókornin eru mjög nálægt því sem oftast hefur mælst en fjall- drapafrjókornin eru stærri en sam- bærilegar mælingar hafa áður sýnt (5. mynd). Við viljum ekki leggja mikla áherslu á beinan samanburð milli mismunandi rannsókna vegna þess að munur á meðferð frjókorn- anna getur haft áhrif á stærð þeirra. Hins vegar er óhætt að bera saman stærð frjókorna mismunandi teg- unda sem fengið hafa sömu meðferð í hverri rannsókn. Ef reiknað er hlutfall meðalþvermáls ilmbjark- arfrjókorna og fjalldrapafrjókorna í hverri rannsókn um sig kemur í ljós að stærðarmunurinn hefur mælst á bilinu 20–50%. Í rannsókninni sem hér er sagt frá var þessi munur aðeins 19%, eða lægri en í flestum öðrum rannsóknum eins og einnig má lesa úr 5. mynd. Ástæðan fyrir því að minni mun- ur er á frjókornum tegundanna í þessari rannsókn en mörgum öðrum gæti tengst aðferðinni sem notuð var til þess að greina trén til tegunda. Þegar tré og runnar eru valin eftir útliti til þess að nota þau í rannsóknum verður að forðast einstaklinga með blandað útlit. Ef ekki er hægt að segja með fullri vissu hvort runni er fjalldrapi eða ilmbjörk þá er hann ónothæfur í rannsóknina. Með því að láta litn- ingafjölda skera úr um tegund er hægt að nota hvaða einstakling sem er. Í rannsókn okkar voru því margar plöntur sem höfðu blandað útlit. Ægir Þór Þórsson11 hefur unn- ið kvarða fyrir útlit birkiplantna þar sem einkunnir eru gefnar fyrir vaxt- arlag og lögun laufblaða. Á þeim kvarða fær dæmigerður fjalldrapi einkunnina 0 en dæmigerð ilmbjörk einkunnina 13. Í rannsókninni sem hér er sagt frá var meðaleinkunn tvílitna fjalldrapaplantna 1,0 en fer- litna ilmbjarka 7,6. Erfðablöndun er líklega ástæða þess að meðalein- kunnir eru hærri fyrir fjalldrapa og lægri fyrir birki en búast mætti við. Erfðablöndun (e. introgression) getur fært eiginleika milli tegund- anna með tegundablöndun11 og bakvíxlun þegar blendingar æxlast við einstaklinga af annarri hvorri foreldrategundinni. Dýpt frjópípugatsins er einkenni sem einnig hefur verið notað til þess að aðgreina frjókorn ilmbjarkar og fjalldrapa í sýnum úr mó eða vatna- seti. Hlutfallslega hafa ilmbjarkar- frjókornin meiri og þykkari umgjörð um hvert frjópípugat og með því að reikna hlutfallið milli þvermáls og gats (D/P) fæst vísbending um það hvort frjókorn er frá fjalldrapa eða ilmbjörk.9 Í okkar niðurstöðum er D/P-hlutfall vissulega mismunandi hjá tegundahópum en skörunin er hlutfallslega meiri en skörun þver- málsins (3. mynd c). Frjókorn blendinganna Sérstakur gaumur var gefinn að frjókornum blendinganna. Einhvern 0.00 0.05 0.10 0.15 0.20 0.25 0.30 0.35 0.40 0.45 0.50 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 H lu tfa ll vermál ( m) 5. mynd. Stærðardreifing birkifrjókorna úr nokkrum eldri rannsóknum4,9,10 borin saman við stærðardreifingu birkifrjókorna í þessari rannsókn. Fjalldrapafrjókorn eru sýnd með rauðum lit en ilmbjarkarfrjókorn með grænum. Ferlar úr þessari rannsókn eru dregnir með breiðum línum, fjalldrapi rauður, ilmbjörk græn og blendingar bláir. – Size frequency distribution of Betula pollen from various papers4,9,10 compared to the present study. Pollen of B. nana is shown in red and B. pubescens in green. Curves from the present study are in heavy lines; diploid B. nana in red, tetraploid B. pubescens in green and triploid hybrids in blue. 0.00 0.02 0.04 0.06 0.08 0.10 0.12 0.14 0.16 0.18 Fjalldrapi Blendingar Ilmbjörk H lu tf a ll a f ö llu m f rj ó k o rn u m skemmd vansköpuð 4. mynd. Hlutfall afbrigðilegra frjókorna eftir litnunarhópum. – Proportion of abnormal pollen according to ploidy groups.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.