Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 21
85 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags George P. Bidder (1863–1954) (10. mynd). Hann nam dýrafræði í Cam- bridge, með aðaláherslu á svampa, og var tíður gestur á rannsókna- stöðvunum í Plymouth og Napólí, þar sem hann kynntist Dohrn yngri vel. Þótt rannsóknir hans á svömpum hafi verið mikilvægar þá spratt mikilvægasta framlag hans til líffræðinnar af áhuga hans á að auka veg greinarinnar og þeirri viðskiptareynslu sem hann aflaði sér sem framkvæmdastjóri (1897–1915) og síðar stjórnarfor- maður (1915–1919) Cannock Chase Colliery Company. Eins og greint verður frá í greininni notaði Bidder þessa reynslu „af heilum hug til þess að auka veg líffræðinnar“.25 Þrátt fyrir talsverða andstöðu heima fyrir aðstoðaði Bidder Dohrn eftir fremsta megni við að endurheimta stöðina og höfðu þeir loks árangur árið 1924.26,27 Í kjölfar stríðsins var rannsókna- stöðin í Plymouth líka í mikilli kreppu. Um miðjan mars árið 1919 gerði Bidder forstjóra stöðvarinnar, Edgar J. Allen (1866–1942) (11. mynd), grein fyrir því að hann hefði upplýst W.B. Hardy (1864–1934), sem var prófessor í lífeðlisfræði við háskól- ann í Cambridge og ritari stjórnar Konunglega félagsins (1915–1925), um fjárhagskreppu MBA. Síðar í mánuðinum átti Konunglega félagið að veita bresku ríkisstjórninni ráð- gjöf um mögulegan stuðning við rannsóknastöðina í Napólí. Með það í huga leitaði Hardy ráða hjá Bidder um þarfir stöðvarinnar. Bidder mælti með því að ríkisstjórnin sýndi örlæti: Hugsanlega 3000 pund á ári (Hardy var á því að við ættum að gefa meira). En ég sagði: „Ég vil að við sýnum Napólí örlæti, en ekki ef það þýðir að við verðum að svelta Plymouth.“ Hann svaraði þungur á brún: „Við ætlum ekki að svelta Plymouth. Plymouth kemur til greina samhliða Napólí og við munum mæla með báðum.“28 Það sem vakti fyrir Bidder með því að mæla með stuðningi við Napólí, var að opna stöðina á ný fyrir breska dýrafræðinga, sér- staklega lífeðlisfræðiaðstöðuna. Til- raunir Bidders og Hardys til að afla fjárhagsstuðnings frá bresku ríkisstjórninni báru hins vegar ekki árangur. Eins og Bidder gerði ítölskum vini sínum grein fyrir, var ástæða þessa Þjóðverjaandúðin sem ríkti í Bretlandi eftir stríðið. Sú sjálfstæða skoðun var hins vegar einnig uppi „að ef við gerum Plymouth að úrvals rannsóknastöð þörfnumst við ekki Napólí“. Bidder var ekki hlynntur þessu sjónarmiði. Hann hafði reynt allt sem hann gat til þess að styðja rannsóknastöð- ina í Plymouth, en Bidder „var á því að hún gæti aldrei áorkað því sem Napólí hefur gefið okkur“. En eins og hann tjáði vini sínum fólst „mikilvægasta atriðið í því að ógerlegt mun reynast að afla fjár- stuðnings fyrir Napólí frá breska ríkinu“.29 Af þessum sökum ákvað Bidder síðla aprílmánaðar árið 1919 að leggja það til við stjórn rannsókna- stöðvarinnar í Plymouth, sem hann átti sæti í, að byggð yrði lífeðlis- fræðideild við stöðina. Hann hugðist leggja 500 pund til verksins, auk láns að sömu fjárhæð. Í lok mánaðar- ins var tillaga Bidders samþykkt á fundi stjórnarinnar.30 Var strax hafist handa við byggingu húsnæðis fyrir lífeðlisfræðideildina, en mun meira fjármagn þurfti til þess að áætlun Bidders yrði að veruleika. Rekstur stöðvarinnar var við það að stöðv- ast vegna fjárskorts og uppbygging nýju aðstöðunnar jók enn á vandann. Ákvað stjórnin því að leita á náðir Þróunarsjóðsins, sem var stofnaður árið 1909 til þess að auka veg líf- og landbúnaðarrannsókna í Bretlandi.31 Rannsóknastöðin hafði frá árinu 1912 fengið lítinn árlegan styrk úr sjóðnum, en til þess að lífeðlisfræðiáætlunin næði fram að ganga varð þessi árlegi styrkur að aukast til mikilla muna. Með þetta í huga sendi MBA erindi til sjóðsins í upphafi ársins 1920 og var í kjölfarið sett á laggirnar nefnd, undir forystu Hardys, sem meta átti tillögur félagsins. Nefndin skilaði jákvæðri niðurstöðu til sjóðsins sem varð til þess að í júní 1920 sendi MBA inn formlega umsókn þar sem farið var fram á fjármagn til þess að gera félaginu kleift að ljúka við nýju bygg- inguna, ráða vísindamenn til starfa við lífeðlisfræðideildina og kaupa hafrannsóknaskip. Í umsókninni var lögð áhersla á að náin tengsl væru á 11. mynd. Edgar J. Allen (1866– 1942), breskur dýrafræðingur. 10. mynd. George P. Bidder (1863– 1954), breskur dýrafræðingur. 12. mynd. Julian Huxley (1887– 1975), breskur dýrafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.