Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 118 Um höfundinn Kristín Svavarsdóttir (f. 1959) hefur verið formað- ur Hins íslenska náttúru- fræðifélags frá 2002. Hún lauk doktorsprófi í plöntu- vistfræði frá Lincoln- háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín er sérfræðingur í vistfræði hjá Landgræðslu ríkisins. Póstfang höfundar Kristín Svavarsdóttir Landgræðsla ríkisins Keldnaholti IS-112 Reykjavík kristin.svavarsdottir@land.is til Náttúrufræðistofu Kópavogs til að ritstýra Náttúrufræðingnum. Félagsbréfið kom út aðeins einu sinni á árinu. Það var sent öllum félagsmönnum heim til að tryggja að boð um aðalfund væri löglegt. Heimasíða HÍN hefur verið nýtt m.a. fyrir tilkynningar um fræðslu- fundi. Félagar og aðrir hafa nýtt sér síðuna til að senda fyrirspurnir til stjórnar og nýir félagar hafa skráð sig í gegnum síðuna. Fræðslufundir Fræðsluerindi félagsins voru haldin síðasta mánudag hvers mánaðar yfir veturinn, á tímabilinu septemb- er–apríl að desember undanskildum, kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju (Nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands). Sjö erindi voru flutt á árinu og samtals mættu 370 manns, eða 53 að með- altali á hvern fund. Esther Ruth Guðmundsdóttir sá um skipulagn- ingu og framkvæmd fundanna. Erindi ársins voru: Janúar: Dr. Magnús Jóhannsson líffræðingur hélt erindi um verkefni sem hann hefur unnið á Grænlandi ásamt heimafólki undanfarin ár: Uppblástur og landgræðsla á Græn- landi. Fundargestir voru 24. Febrúar: Dr. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur hélt erindi um rann- sóknir sínar á fálkum: Af fálkum. Fundargestir voru 94. Mars: Dr. Guðmundur A. Guð- mundsson fuglafræðingur hélt erindi um farfugla sem koma til Ís- lands og hættu á að fuglaflensa ber- ist til landsins með þeim: Vorboðar og vágestir. Fundargestir voru 61. Apríl: Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur hélt erindi um rann- sóknir sínar á atferli íslenska hests- ins: Rannsóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum. Fundargestir voru 50. September: Dr. Skúli Skúlason líffræðingur hélt erindi um líf- fræðilegan fjölbreytileika: Ný sýn á líffræðilegan fjölbreytileika. Fundar- gestir voru 40. Október: Trausti Jónsson veður- fræðingur hélt erindi um veður- farsbreytingar: Veðurfarsbreytingar – hækkun hita eða eitthvað meira? Fundargestir voru 61. Nóvember: Sigríður Kristinsdóttir líffræðingur hélt erindi um þjóðgarða í sjó: Þjóðgarðar í sjó. Fundargestir voru 40. Náttúruminjasafn Árið 2006 komst hreyfing á mál Náttúruminjasafns Íslands eftir að nefnd á vegum menntamálaráð- herra, sem starfað hafði frá árinu 2002, lauk störfum. Á vorþingi 2006 lagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra fram frumvarp um safnið en málið komst ekki lengra en í menntamálanefnd fyrir þinglok. Haustið 2006 var frumvarpið lítið breytt lagt fram á ný og fór 1. umræða fram á Alþingi 13. nóvember 2006. Í kjölfarið var málinu vísað til menntamálanefndar. Nefndin óskaði eftir umsögn félags- ins um frumvarpið í báðum tilfellum. Vegna þess hve frumvarpið breyttist lítið frá því að það var lagt fram vís- aði umsögn stjórnar HÍN í nóvember 2006 til umsagnarinnar frá maí 2006. Umsagnir stjórnar félagsins má finna á heimasíðu félagsins (www.hin. is/pdf/Natturuminjasafn_688mal_ umsogn_HIN.pdf). Í lok desember skrifaði Hilmar J. Malmquist, ritari HÍN, grein í Morgunblaðið um Nátt- úruminjasafn og má nálgast greinina á heimasíðu félagsins (http://hin. is/pdf/Natturuminjasafn_Islands_ hjm_Morgunbl.pdf). Annað Náttúrufræðingurinn í grunn- og framhaldsskóla landsins Í tilefni af opnun endurbættrar heimasíðu félagsins seint á árinu 2005 sendi stjórn félagsins í byrjun ársins 2006 tilboð til allra grunn- og framhaldsskóla. Tilboðið fól í sér að skólar gætu fengið eldri árganga Náttúrufræðingsins að gjöf gegn því að þeir greiddu sjálfir sending- arkostnað. Tilboðið þáðu 99 skólar um allt land. Um það leyti sem verið var að taka til pakkana tilnefndi ríkisstjórnin Surtsey til skráningar á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna og því ákvað stjórn HÍN að bæta við gjöfina bók Sturlu Friðriks- sonar um Surtsey, sem félagið gaf út ásamt Surtseyjarfélaginu árið 1994. Stjórn félagsins telur mikilvægt að ungt námsfólk hafi góðan aðgang að Náttúrufræðingnum. Lager Hins íslenska náttúrufræðifélags Félagið hefur haft aðstöðu í geymslum Náttúrufræðistofnunar Íslands til að geyma bókakost félags- ins og eldri árganga Náttúrufræð- ingsins. Í byrjun ársins flutti lag- erinn milli geymslna hjá stofnuninni. Við það tækifæri var farið í gegnum lagerinn og hann endurtalinn og skipulagður. Stjórnarmenn unnu verkið. Geymslupláss HÍN hjá NÍ er ómetanlegt framlag til félagsins af hálfu Náttúrufræðistofnunar. Stefnumót við Hjörleif sjötugan Laugardaginn 25. mars 2006 var haldið málþing til heiðurs Hjörleifi Guttormssyni, náttúrufræðingi og fyrrverandi ráðherra, sem varð sjötugur fyrr um veturinn. HÍN var meðal ellefu útivistar- og nátt- úruverndarsamtaka sem stóðu að málþinginu en þau vildu með því sýna Hjörleifi þakklæti fyrir starf hans við að kynna náttúru Íslands. Málþingið fór fram í sal Ferðafélags Íslands og var vel sótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.