Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 8

Ægir - 01.04.2013, Page 8
8 S J Ó M A N N A D A G U R I N N Hátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein öflugasta sjó- mannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin há- tíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvík- ingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti sé fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi en hátíðin fer fram 31. maí til 2. júní næstkomandi. Valinn skemmtikraftur í hverju rúmi! Dagskráin verður, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, upp- lýsingafulltrúa Grindavíkur- bæjar, mjög fjölbreytt og glæsileg. Líkast til hefur hún aldrei verið glæsilegri. „Við verðum með landslið skemmtikrafta. Hátíðin hefst með skemmtilegum tónleik- um með Magga Eiríks og KK og þá verður hljómsveitin Skálmöld einnig með tónleika þetta kvöld. Bubbi Morthens verður með tónleika, Páll Óskar verður á bryggjuball- inu ásamt Rokkabillýbandi Matta Matt þar sem Helgi Björns verður sérlegur gestur. Skítamórall verður með ball, svo eitthvað sé nefnt. Sem fyrr leggjum við upp úr fjöl- breyttri fjölskyldudagskrá alla helgina sem nær hámarki á sunnudeginum, sjálfum sjó- mannadeginum. Það besta við þessa bæjarhátíð okkar Grindvíkinga að mínu mati er hversu margir koma að henni og bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilegra viðburði til heiðurs íslenska sjómannin- um og fjölskyldu hans,“ segir Þorsteinn . Sjómanna- og vélstjórafé- lag Grindavíkur kemur mynd- arlega að hátíðinni, sérstak- lega á sjómannadeginum sjálfum þar sem verða heið- ursviðurkenningar og kapp- róður og margt fleira. Fimmta árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síð- an verður litaskrúðganga á föstudagskvöldinu úr hverf- unum fjórum að hátíðarsvæð- inu við Kvikuna þar sem verður hefðbundið bryggju- ball. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í há- tíðarhöldunum. Margt fyrir börnin Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskrár- atriði, s.s. dorgveiðikeppni sem nýtur mikilla vinsælda, Brúðubíllinn sívinsæli, Sjóarinn verður síkátur í Grindavík „Þú skalt í sjóinn, góði!“ Þeir hlífa ekki hvorir öðrum, sjómennirnir í Grindavík.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.