Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2013, Side 14

Ægir - 01.04.2013, Side 14
14 Fyrirverandi skipsfélagar á varðskipinu Óðni og vildarvinir varðskipsins hittast reglulega um borð í skipinu í svokölluðu Óðinskaffi, fá sér kaffi og kökur og rifja upp liðna tíma. Óðinn er sem kunnugt er orð- inn safn við Grandagarð þar sem gestir og gangandi geta komið og séð með eigin aug- um þetta sögufræga skip sem tók þátt í öllum landhelgis- stríðunum vegna útfærslu í 12 mílur, 50 mílur og 200 mílur. Varðskipið Óðinn hefur á vissan hátt orðið tákn fyrir sigur Íslendinga í sögulegum átökum. Skipið tók þátt í þremur þorskastríðum þar sem yfirráðin yfir landhelg- inni voru í húfi og Bretar, sem lengi höfðu ráðið heims- höfunum, sendu herskip á vettvang til að gera að engu ákvarðanir sem þjóðin hafði sameinast um. Saga Óðins er því þjóðarsaga og hluti af heimssögunni, skýrt dæmi um það hvernig litlar þjóðir náðu að sigrast á ofurefli og breyttu um leið ásýnd verald- arinnar. Áhafnir Óðins á þessum tíma voru sannkall- aðar þjóðhetjur á þessum tíma, okkar menn. Óðinn kom til landsins 1960 og fór síðustu ferðina til Bretlands árið 2006, þá sem hluti af fylgdarliði forseta Íslands. Til- gangur ferðarinnar var að minnast íslenskra og breskra sjómanna sem létust eða var komið til bjargar við strendur Íslands og björgunarmanna þeirra. Hrikalegasta ferð Óðins fyrr og síðar er líklega björg- unarleiðangur í Ísafjarðar- djúpi í febrúar 1968 en þá gekk mikið fárviðri yfir land- ið. Tvö skip sukku í Djúpinu vegna ísingar og eitt hraktist á land. Togararnir Ross Cleveland og Nott County höfðu leitað vars undir Grænuhlíð. Ross Cleveland fórst og aðeins einn skipverji komst af, Harry Eddom. Hann rak inn á Seyðisfjörð og fannst þar. Notts County strandaði á Snæfjallaströnd en þar var unnið mikið björgun- arafrek þegar stýrimennirnir Sigurjón Hannesson og Pálmi Hlöðversson sóttu áhöfn breska togarans á gúmmíbát. Í þessu veðri fórst báturinn Heiðrún frá Bolungarvík þeg- ar reynt var að sigla bátnum til Ísafjarðar í þessu aftaka- veðri. Guðmundur Kjartansson var um árabil bátsmaður og háseti á Óðni. S A G A N Litið inn í Óðinskaffi Hópurinn sem mættur var til skrafs í borðsal Óðins þann 22. maí sl. hvert er þitt hlutverk? Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is - snjallar lausnir Wise sérhær sig í viðskiptalausnum, sem einfalda þér þitt hlutverk. Wise - snjallar lausnir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.