Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 22

Ægir - 01.04.2013, Page 22
22 „Ég minnist voranna fyrir stríð og allra vorverkanna, sem við systkinin tókum þátt í með foreldrum okkar. Eftirminnilegt er þegar við tókum þátt í að verka sundmaga með foreldrum mín- um. Pabbi skar þá og mamma hreinsaði úr fersku vatni. Síðan settum við sundmagana á girðingu og þurrkuðum. Þetta var talsvert verk og þurfti að gæta vel að því að ekki rigndi á þá. Að þurrki loknum voru þeir settir í hveitipoka og farið með til kaup- mannsins. Þessi verkun lagðist af í stríðinu og hefur ekki verið tekin upp aftur,“ segir Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingis- maður, sem byrjaði fjórtán ára gamall að róa með föður sínum á Húavík. Hann rifjar í Ægisviðtali upp lífið við sjávarsíðuna, síld- veiðar og ýmis eftirminnileg atvik. Sprek á sandi - Jóns Ármann Héðinsson rifjar upp æskuna við sjávarsíðuna á Húsavík, sjómennsku og síldarárin Viðtal: Jón Már Halldórsson Jón Ármann Héðinsson fór með föður sínum fyrsta róðurinn 10 ára gamall á árabátnum Hreifi. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.