Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 25

Ægir - 01.04.2013, Page 25
25 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík - Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 85 51 0 2/ 12 fær í flestan sjó Þjónustum allar tegundir af skipskistum og sjúkrakössum í farartæki af öllu tagi. Mætum á staðinn ef þess er óskað. Snögg og góð þjónusta. Komdu við í næstu Lyfju og fáðu nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 555 2306. meira notaðar en stígvel á árabátunum. Ég man að pabbi var oft með svartleita leðurhúfu sem ættuð var frá Leirhöfn. Karlarnir héldu nið- ur í miðfjöruna en þar voru árbátarnir uppi í sandinum. Strigi var strengdur yfir bát- inn. Ef snjór hafði fallið um nóttina var hann burstaður vel af og striginn vafinn upp í stranga og settur vel upp í fjöruna. Síðan voru bjóðin sótt á hjólbörum. Þau sett varlega í bátinn, 3-4 bjóð. Búkkarnir teknir frá. Hlunn- arnir voru gerðir úr hrefnu- beinum, fjögur eða fimm stykki. Það var því létt verk að renna árabátnum á flot. Pabbi hélt í hnífilinn og tveir sem voru með fóru um borð. Árar voru settar út og róið í myrkrinu fyrir bryggjusporð- inn og stefnan tekin á Kald- baksskerin, eða miðsandinn. Ef andvari eða flapur var á frá landi voru segl sett upp sem létti á róðrinum. Ef svalt var í veðri hélt róðurinn hita á mönnum. Oft var farið vel framan við skerin og byrjað að leggja nokkurn veginn Nöfina í Saltvíkurbæinn, með stefnu á Múlöldina inn á Sandi. Þegar grunnt er lagt, var venjulega ekki legið yfir lengur en um tvo tíma. Áhöfnin svipaðist einnig eftir sel eða hnísu. Sæist svartfugl var reynt að skjóta hann. Fuglinn var þó aldrei skotinn ef komið var vel fram í maí. Pabbi hafði þá venju að skjóta hann ekki á varptíma. Nú er komið að drættin- um. Það fór eftir fallinu á straumnum hvort byrjað var til grunns eða á djúpenda. Línuhjólið var vel fest á borð- stokkinn. Þar voru sér holur fyrir járnteina. Pabbi dró venjulega línuna. Við hlið hans var góður goggur en sjaldan þarf að gogga nema það sé stór þorskur. Hann Jón Ármann Héðinsson, fyrrum sjómaður, útgerðarmaður og alþingismaður.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.