Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 27

Ægir - 01.04.2013, Page 27
27 minnilegast frá þessum tíma var hversu mikil síld var á þessum slóðum, svo mjög að pabbi hafði reknet með eða kastnet til að ná í hafsíldina í beitu. Um miðjan ágúst 1944 kom mjög mikið af síld inn á Skjálfandaflóa og voru þá margir tugir skipa að veiðum þar og út með Tjörnesi. Síldin óð um allan sjó. Við fórum þá á Friðþjófi út í Barminn, sem svo var kallaður og var skammt norður af Lundey. Við vorum sex í áhöfn með tvo árabáta. Einn daginn náð- um við með kastneti í magn sem jafngilti 44 tunnum af hafsíld. Það er algjörlega einsdæmi að ná slíkum afla í kastnet. Greina varð úr net- inu um borð í Friðþjófi.“ Hinsta sigling Andeyjar Árið 1946 réði Jón Ármann sig um borð í m/s Andey EA frá Hrísey sem Hreinn Páls- son gerði út á síld. Hann var settur sem „frammimaður“ eða forræðari í bakborðsbát- inn. Þá voru tveir bátar not- aðir. „Að snurpa á þessum bát- um var hrein þrælavinna þar sem allir urðu að taka á eins og hver gat. Fyrst að róa af öllu afli nótina út og snurpa hana svo saman á höndum. Maður spítti hreinlega blóði í lokin af ofpíningu. Sumarmánuðina 1947 var ég einnig á Andeynni sem þá var leigð til eftirlits með síld- veiðum fyrir öllu Norðurlandi og vorum við að stugga við erlendum skipum. Skipherr- ann var þá Magnús Björnsson yngri og var Eyjólfur Haf- steinn 1. stýrimaður. Í lok út- gerðarinnar þann 20. septem- ber lentum við í ofsaveðri norðaustur af Ólafsfirði. Upp úr miðnætti kom nokkur leki í ljós. Var veðrið þá algjör- lega snarvitlaust og stórsjór skall á skipinu. Hringt var í Landhelgisgæsluna og ástand- inu lýst. Boð komu frá henni um að við ættum að sigla inn í Eyjafjörð og ná til Akureyr- ar. Stefnan var sett þangað en ekki minnkaði lekinn við það að við komumst í lygnan sjó í firðinum. Ég var við stýrið alla leiðina og svo fór að ákveðið var að renna And- eynni upp í fjöru við Höetp- f n ersbryggjuna. Þar lauk merkri sögu skipsins.“ „Farðu í land og bjargaðu þér!“ Stúdent varð Jón Ármann frá frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1949. Þá var sára- litla vinnu að fá um gjörvallt Norðurland. Vegna kunnings- skapar við Sigurð Benedikts- sonar frá Húsavík, sem þá var í forsvari fyrir skipadeildinni hjá SÍS, fékk hann háseta- pláss á Hvassafelli, sem skráð var frá Akureyri. „Ég var þar um borð í samfellt 26 mán- uði. Þetta var mjög skemmti- legur og einkar fróðlegur tími. Við fórum víða og þjón- uðum SÍS virkilega vel um allt land. Það út af fyrir sig er efni í sérstakan kafla í Ís- landssögunni og vantar að greina þar frá. Seint um haustið 1951 ákvað ég að fara í land, þar sem veruleg sjóveiki hrjáði mig meira og minna allan tímann. Guðmundur Karl, læknir á Akureyri sagði ein- faldlega eftir nokkra rann- sókn á mér að „ef þú vilt halda áfram og drepa þig, vertu þá lengur á sjónum. Farðu ella strax í land og bjargaðu þér.“ Hann var van- ur að tala hreint út og þetta varð „vendipunktur“ í mínu lífi. Ég innritaðist í viðskipta- fræði við Háskólann og lauk prófi í janúarlok 1955.“ Í útgerð á Húsavík Eftir háskólanám lá leið Jóns Ármanns í síldarútgerð en hann stóð að stofnun og stýrði útgerðarfyrirtækinu Hreifa hf. á Húsavík sem gerði út Héðinn ÞH 57 á síld- veiðar. Skipið kom nýtt til Húsavíkur árið 1966. Síldveiðarnar fóru fram víða fyrir Norðurlandi. Jón Ármann segir að þær hafi færst hægt og bítandi austur með frá Húnaflóanum og austur um Skagafjörðinn, Haganesvíkina og á Grímseyj- arsundið, Skjálfandaflóa, út með Tjörnesinu og austur af Sléttunni. „Þegar fór að líða á miðjan 7. áratuginum fóru veiðarnar aðallega fram djúpt norður frá Langanesi og í áttina að Jan Mayen og loks vestur af Svalbarða rétt áður en síldin hvarf árið 1968. Þaðan var fimm sólarhringa sigling beint í suður til Raufarhafnar. Á fyrri hluta 7. áratugarins voru einnig síldarleysisár á Ís- landsmiðum og fór þá síld- veiðiflotinn á veiðar í Norður- sjónum og vestur af Skot- landi. Þetta bjargaði gersam- lega um 50-55 skipum og þjóðarbúinu á þessum árum. Þessi tími var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Öll síldin var kassalögð og bann- að var að veiða beint til bræðslu. Íslenskir útgerðar- menn stóðu vel undir þessum kröfum og voru þá með best útbúnu skipin til síldveiða. Danir tóku okkur vel og bæ- irnir Hirsthals og Skagen nutu góðs af veiðum íslensku skip- anna. Víðar var þó landað. Við lærðum þá vel hvers virði er að fara vel með fenginn hlut.“ Meðferð á afla er Jóni Sjómenn til hamingju með daginn hedinn.is Æ G I S V I Ð T A L I Ð Héðinshús á Húsavík, æskuheimili Jóns Ármanns.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.