Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 28

Ægir - 01.04.2013, Page 28
28 Héðni hugleikin en hann vildi kaupa 200 plastkassa frá fyrir- tækinu Strömberg í Noregi og setja í steisinn á Héðni árið 1962. Hann sótti um styrk til að gera þessa tilraun með kassana en Fiskimálasjóður hafnaði umsókninni. Taldi „of mikla vinnu felast í kassavæð- ingunni.“ Seinna var svo stofnað til nefndar um málið, sem hét Kassavæðingarnefnd. Þarna segir Jón Ármann hafa verið að verki Sverrir Júlíus- son og Björn Jónsson, áhrifa- menn, „en ekki svo mjög framsýnir um betri meðferð á afla og auknum verðmætum. Fáum árum seinna keyptum við 200 plasttunnur frá Aust- ur-Þýskalandi fyrir milligöngu Arnars Erlendssonar. Við vild- um salta síld í þær. Það kom kolsvart nei frá Síldarútvegs- nefnd. Engin fordæmi voru fyrir því að salta síld í plast- tunnur. Trétunnur þóttu það eina sem var nothæft við síld- arsöltunina. Þetta mál komst í blöðin og mikil skömm þótti fyrir Síldarútvegsnefnd síðar að hafna þessu. Menn sem unnu við síldarsöltun mundu glögglega eftir risastöflum af tómum trétunnum og öllu umstanginu við útvötnun. Þeir sem sáu trétunnurnar sem eina kostinn við þessa verkun héldu því fram að síldin þyrfti að „anda“ og það gerði trétunnan, en alls ekki plasttunnan. Löngu seinna varð svo Síldarútvegsnefnd að gefa sig og þeir sem til þekkja vita það að síld og hrogn eru söltuð með afburða árangri í plasttunnum og hefur verið íslenskum síldarútvegi engan veginn til tjóns.“ Síldveiðar við Svalbarða Í lok samtalsins rifjar Jón Ár- mann upp síldveiðar á Héðni við Svalbarða. „Árið 1968 fór- um við á miðin norður og vestur af Svalbarða enda var norsk-íslenska síldin hætt að veiðast á Íslandsmiðum eins og áður segir. Það voru nokkrir tugir íslenskra skipa sem fóru á þessi norðlægu mið. Merkilegast þótti mér að sjá rússnesku smáskipin sem voru um 250 til 300 tonn að stærð. Vegna klunnalegs lags á þeim kölluðu menn þau „hrúta“. Með þeim í för voru gríðarlega stór móðurskip. Þessi skip voru augljóslega mjög vanbúin að flestu leyti og gekk þeim illa á þessum veiðum. Um borð hjá okkur var maður sem var sérfræðingur í meðferð og varðveislu á síld, efnafræðingur að mennt og hét Jóhann Guðmundsson. Hann var bróðir verkalýðs- leiðtogans Guðmundar „Jaka“. Við vorum með nokk- ur hundruð tunnur til að salta í og ég minnist þess að við áttum þá eitt stærsta kast sem sögur höfðu þá farið af. Kast- ið var vel yfir 800 tonn. Við fylltum Héðinn og umtalsvert magn fór um borð í Óskar Halldórsson og slatti í tvö önnur skip. Þarna sýndi sig vel hvað dælingin var gott tæki. Ekki þrengdi neitt sérstaklega að síldinni þannig að hún dræp- ist og sykki á bólakaf og við yrðum þá að bjarga skipinu með því að skera nótina. Við dældum því síldinni sem var lifandi í nótinni létt upp í skip og þannig losaði hún sig við rauðátuna. Þetta tryggði gæði hráefnisins bæði til sölt- unnar og með sjókælingu. Þessi ferð tókst mjög vel. Þökk sé sjókælingunni þá var síldin góð til söltunnar eftir fimm daga siglingu frá mið- unum. Ég hafði meðferðis í túrinn á Svalbarðarmiðin 16 mm kvikmyndvél og myndaði mikið. Öll veiðin og vinnslan um borð sem ég myndaði er nú komin á safn og hefur meðal annars verið sýnd í Ríkissjónvarpinu. Áhrifin frá þessum veiðum á miðunum við Svalbarða urðu þau að skipin sem not- uð voru við síldveiðar urðu stærri og sjókæling var sett um borð í þau. Svona gátum við verið til fyrirmyndar hér á landi en ég er hræddur um að þetta sé flestum gleymt í dag. Við vorum með nýtt öflugt asdick-tæki um borð í Héðni. Langdrægni þess var allt að 3.000 metrum og geisli frá því gat fylgt síldinni frá yfir- borði og niður 90 gráður. Þetta tæki gerði okkur kleift í fyrsta sinn að fylgjast með hreyfingum síldarinnar frá yf- irborði og að botni eða það djúpt sem síldin kafaði. Það kom í ljós að síldin fer að minnsta kosti 200 metra í einni lotu. Þetta var þá algjör- lega óþekkt þó menn vissu að hún kafaði mjög djúpt. Þetta getur hún vegna þess að sundmagi hennar er „klof- inn“, tekur ekki loft í sig eins og t.d. hjá karfanum, ufsa og þorski. Síldin flýtur því ekki við yfirborðið þegar hún drepst eins og flestir aðrir fiskar gera.“ Æ G I S V I Ð T A L I Ð Jón Ármann ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Ágústu Guðmundsdóttur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.