Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2013, Side 57

Ægir - 01.04.2013, Side 57
57 hélt kynningu á WiseFish og staðlaðri tengingu Innova frá Marel, sem vakti mikla lukku og frekari áhuga ráðamanna nefndarinnar á að skoða þær lausnir nánar fyrir nokkur af stærstu sjávarútvegsfyrirtækj- unum í Nýja Sjálandi. Í fram- haldi af heimsókninni er von á auknum viðskiptum og frekari samstarfi Wise við nýsjálensk fyrirtæki í sjávarút- vegi. „Það eru spennandi tímar framundan hvað varðar út- flutning á íslensku hugviti og tækni þar sem erlend fyrir- tæki horfa í auknu mæli á góða nýtingu og aukna verð- mætasköpun í íslenskum sjávarútvegi sem hefur náðst með notkun hugbúnaðar- lausna á borð við WiseFish,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðs- sviðs Wise. Meðal núverandi við- skiptavina í Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sem nýta sér WiseFish lausnir fyrir sjávarútveginn í dag má nefna Sealord, Sanford, Ocean Trawlers, Ocean Blue, Jensens Tuna, Ngai Tahu, Alaskan Leaderer, Sapner, P. James & sons og fleiri. Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna um árabil og þjónustar fjölda fyr- irtækja innanlands sem utan. Fyrirtækið er söluaðili Micro- soft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýs- ingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleið- ingu hugbúnaðar ásamt öfl- ugri og persónulegri þjón- ustu. Wise hefur sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði fjármála, verslunar, sérfræði- þjónustu, sveitarfélaga, sjáv- arútvegs og flutninga. Kerfi Wise eru í notkun hjá mörg- um af stærri fyrirtækjum landsins. Hjá fyrirtækinu starfa sér- fræðingar með víðtæka þekk- ingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn. Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise. Þ J Ó N U S T A Ný útgáfa af WiseFish er væntanleg á markaðinn á komandi hausti. Hugbúnaðurinn WiseFish tekur til allra sviða í framleiðslu sjávarafurða.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.