Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 4
E ignarhaldsfélag sem stofn- að var utan um vatnsverk- smiðju Kanadamannsins Ottos Spork á Rifi á Snæ- fellsnesi hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið heitir Iceland Glacier Products ehf. og var stofnað árið 2007. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Skiptastjóri er Sigurður I. Halldórsson. Fyrirtækið ætlaði að flytja út íslenskt vatn með svipuðum hætti og Jón Ólafsson ger- ir í verksmiðju sinni í Ölfusi. Fyrirtækið gerði samning við Snæfellsbæ árið 2007 um að það fengi aðgang að vatnsuppsprettum undir Snæfellsjökli til 95 ára. Í kjöl- farið hófust framkvæmdir við 7.000 fermetra verksmiðjuhús við Kól- umbusarbryggju á Rifi sem aldrei var fullklárað. Samningi Snæfellsbæj- ar við fyrirtæki Sporks var rift í fyrra vegna þess að fyrirtæki hans hafði ekki staðið við ákvæði hans. Samkvæmt ársreikningi félagsins tapaði það tæplega 120 milljónum króna árið 2009 og nærri 300 millj- ónum króna árið 2008. Eignir félags- ins voru metnar á rúman milljarð króna í ársreikningi fyrir 2009, þar af var verksmiðjuhúsið metið á rúmar 700 milljónir króna. Skuldir félagsins námu rúmum 300 milljónum króna og voru að mestu við hluthafa félags- ins. Í eigu aflandssjóða Hluthafar þessa íslenska eignar- haldsfélags eru fimm fjárfestingar- sjóðir sem staðsettir eru í skatta- skjólum víðs vegar um heiminn. Meðal annars er um að ræða sjóðina Opportunities Fund í Kanada, vog- unarsjóðinn Hybrid 2 Hedge Fund og Global Water Fund á Cayman-eyj- um, Riambel í Lúxemborg og Hermi- tage í Sviss. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu dularfulla verkefni Ottos Spork á Ís- landi og hefur íslenskum fjölmiðl- um reynst erfitt að ná í hann frá því greint var frá þessari fjárfestingu hans. Enginn íslenskur fjölmiðill hefur náð tali af Spork svo vitað sé. Hann var þó skráður til heimilis hér á landi, nánar tiltekið í Mosfellsbæ. Inn í umræðuna um vatnsfyrirtæki Ottos Spork á liðnum árum spilaði umræða um rannsóknir kanadískra eftirlitsaðila á meintum efnahags- brotum hans, meðal annars fjársvik- um. Rannsóknin teygði sig til Íslands Sú rannsókn teygði anga sína meðal annars til Íslands, líkt og greint var frá í DV í mars 2009, en þá staðfesti Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, að kanadíska fjármálaeftir- litið hefði haft samband við hann vegna rannsóknarinnar á viðskipt- um Ottos Spork. Snæfellsbær lagði meðal annars fimm kílómetra leiðslu að verksmiðjusvæðinu á Rifi sem átti að flytja vatnið til átöppunar í verk- smiðju Sporks og greiddi fyrirtækið 108 milljónir króna í gatnagerðar- gjöld. Samvinna bæjarins við Spork var því nokkuð náin. Í viðtali við Vísi í nóvember 2008 sagði Kristinn að ekki stæði til annað hjá eigendum verksmiðjunnar. „Ég held ég geti sagt með vissu að þeg- ar þeir gerðu sínar áætlanir þá stóð gengisvísitalan í 115 en er nú í vel yfir 200 stigum. Þeir eru að koma með fjármagn inn í landið og því er það mjög hagstætt fyrir þá að halda hratt áfram.“ Framkvæmdin fór þó út um þúfur á endanum. Snæfellsbær hefur hins vegar gert 62 ára samning við annan aðila, breska fjárfestingarsjóðinn Moon- raker, um átöppun á vatni á Rifi. Það fyrirtæki mun reisa aðra vatnsverk- smiðju á Rifi, þar sem ekki samdist um kaup á húsi Iceland Glacier Pro- ducts, og mun Snæfellsbær eignast 10 prósenta hlut í íslensku eignar- haldsfélagi sem stofnað verður utan um reksturinn. Eignuðust hlut í aflandsfélagi Samningur Snæfellsbæjar við fyrir- tæki Sporks þótti nokkurt hneyksli þegar málið komst upp árið 2009. Í samningi bæjarins við félagið kom meðal annars fram að Snæfellsbær eignaðist milljón hluti í eignarhalds- félaginu Iceland Glacier Products S.A sem skráð var í Lúxemborg þeg- ar bæjarstjórnin samþykkti einka- réttarsamninginn á vatnslindunum til næstu níutíu og fimm ára. Krist- inn Jónasson skrifaði undir þennan samning ásamt Otto Spork. Þetta félag sem Snæfellsbær eign- aðist hlut í með samningnum var til rannsóknar hjá yfirvöldum í Kanada vegna meintra efnahagsbrota Ottos Spork. Um það bil 240 fjárfestar þar í landi voru ósáttir við Spork vegna þess að þeir höfðu lagt fé inn í þetta félag hans sem þeir töpuðu. Yfirvöld í Kanada frystu eignir þessa sjóðs og unnu að því að reyna að komast yfir eignir sem honum tengdust, meðal annars í Lúxemborg, á Cayman-eyj- um og á Íslandi. 4 Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað Rannsóknin leiddi að Felli n Sérstakur saksóknari skoðar viðskipti Giftar með Kaupþingsbréf M álefni Fjárfestingarfélagsins Fells sem stýrt var af Kaup- félagi Skagfirðinga hafa kom- ið til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara vegna rannsókna embættisins á hlutabréfakaupum Fjárfestingarfélagsins Giftar í Kaup- þingi, samkvæmt heimildum DV. Embætti sérstaks saksóknara hefur rannsakað meinta markaðsmisnotkun Kaupþings með hlutabréf í bankanum sjálfum. Gift var einn af þeim aðilum sem keypti hlutabréf í bankanum af Kaupþingi fyrir hrunið. Líkt og DV hefur greint frá var hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fells aukið um rúmlega 11 milljarða króna árið 2006. Félagið var dótturfélag Gift- ar, félags sem stofnað var með eign- um Samvinnutrygginga árið 2007, og Kaupfélags Skagfirðinga. Þess- ir fjármunir hurfu svo út úr félaginu í flóknum viðskiptasnúningum og lentu að hluta að minnsta kosti inni í Kaup- félagi Skagfirðinga. Á sama tíma og þetta gerðist afskrifaði eitt af dóttur- félögum Giftar 5,4 milljarða króna kröfu sem félagið átti án þess að útskýrt væri af hverju í ársreikningi félagsins. Sigurjón Rúnar Rafnsson hefur ekki svarað skilaboðum DV um að hringja í blaðið en hann var stjórnarmaður Fells. Þá neitar fyrrverandi stjórnarfor- maður Giftar, Guðsteinn Einarsson, að upplýsa af hverju hlutafé Fells var auk- ið, hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru. Engin svör liggja því fyrir um hvaðan þessir peningar komu eða hvert þeir fóru. Staðan er því sú að málefni Fells hafa komið upp á yfirborðið hjá sér- stökum saksóknara sem hluti af rann- sókn embættisins á markaðsmisnotk- un innan íslenska bankakerfisins. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvort og þá hvernig embætti sérstaks saksókn- ara muni rannsaka málefni Fells nán- ar. ingi@dv.is „Þeir eru að koma með fjármagn inn í landið og því er það mjög hagstætt fyrir þá að halda hratt áfram. n Dularfullt fyrirtæki Ottos Spork tekið til gjaldþrotaskipta n Í eigu vogunarsjóða í skatta- skjólum n Snæfellsbær seldi Spork vatnsréttindi til 95 ára og eignaðist hlut í fyrirtæki hans VatnsVerksmiðja sporks gjaldþrota Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Orðið gjaldþrota Ásbjörn Óttarsson, Kristinn Jónasson, Otto Spork, Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona Ottos og Sverrir Pálmarsson, talsmaður fyrirtækisins, sjást hér á verksmiðjusvæðinu árið 2009. Peningarnir hurfu með fléttum Árið 2006 var hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fells aukið um rúma 11 milljarða króna. Fastur í dýru stæði Lesandi DV hafði samband við blaðið og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann var á Vesturgötunni í Reykjavík en var svo óheppinn að bíllinn hans sat fastur í snjóskafli. Hann hafði lagt bílnum í gjaldskylt stæði og var því í nokkrum vanda. Hann sagðist hafa haft samband við Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um þetta en fékk þau svör að allir bílar sem ekki er greitt fyrir í stæði fái sektarmiða venju sam- kvæmt. „Ég hringdi í Bílastæða- sjóð Reykjavíkur og ræddi við yfir- mann þar á bæ sem sýndi málinu alls engan skilning og tjáði mér að allir sem eru fastir í bílastæðum sínum í miðbænum í dag og greiða ekki fyrir hverja einustu mínútu verði sektaðir,“ sagði hann og var afar ósáttur. Milljón of lág laun „Ég segi oft að ég sé sá bankamað- ur á Íslandi sem er með lægst laun fyrir unna stund. Því það að vera bankastjóri Landsbankans er tals- vert mikil vinna,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbank- ans, í viðtalsþættinum Klinkið  á Vísi. Steinþór er til að mynda að- eins með einn þriðja af launum bankastjóra Arion banka á mán- uði. Hann sagðist sjálfur hafa ver- ið með mun hærri laun hjá Acta- vis áður en hann tók við stöðu bankastjóra hjá ríkisbankanum. Hann sagðist hafa trúað því að launin myndu hækka í lok árs 2010 en staðan sé sú að Landsbankinn heyri nú einn banka undir kjara- ráð. „Þetta er mjög óeðlilegt. Þetta er skrýtið að ríkið fer fram og skap- ar sér einhverja sérstöðu, að það sé ekki sama lagaumhverfi fyrir alla viðskiptabankana,“ sagði Steinþór sem sagðist vera með rúma milljón á mánuði, þegar allt væri talið. „Ég held að það séu of lág laun.“ Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is TILBOÐ Hugræn teygjuleikfimi ásamt heilsumeðferð Hópa- og einkatímar • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • jafnvægi fyrir líkama og sál • o.fl. Leiðbeinandi: Qing TAI CHI INNIFALIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.