Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 18
18 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað ráðherra á árunum 1999–2006, sat í stjórn Landsvirkjunar árin 2007– 2011, þar af sem stjórnarformaður í eitt ár. Þá var hann varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. um fimm ára skeið. Páll mat það sem svo að með afsögn stjórnar- innar væru allar forsendur brostnar fyrir því að hann kæmi til starfa sem forstjóri stofnunarinnar og kom því aldrei til starfa. Anna Björns benti á glæpa- foringja n Íslenska fegurðardrottningin og fyrirsætan Anna Björnsdóttir komst í alheimsfréttirnar þegar hún ljóstraði upp um dvalarstað glæpaforingjans James „Whitey“ Bulger. Hann hafði verð á flótta undan lögreglunni í 16 ár. Það var fréttamiðillinn Boston Globe sem fyrst greindi frá nafni ís- lensku fyrirsætunnar og í kjölfarið var jafnvel óttast um líf hennar. Anna og eiginmaður hennar, Halldór Guðmundsson, hafa síðustu ár dvalið meirihluta ársins á Santa Monica, í næsta nágrenni við heim- ili Bulgers. Anna áttaði sig ekki því hver hann var fyrr en hún sá hann eftirlýstan á erlendri sjónvarpsstöð þegar hún var stödd á Íslandi. Fyrir að ljóstra upp um Bulger fékk Anna tvær milljónir dollara, eða um 235 milljónir íslenskra króna. Einelti á Alþingi n Þingmenn lýstu andrúmsloftinu á Alþingi og inni í þingflokkunum sem „sjúklegu ástandi“ og sögðu að þar væri „eineltismenning“ sem væri „með ólíkindum“. Rætt var við nokkra þingmenn um vinnuum- hverfið á þinginu og í þingflokk- unum. Þeir voru sammála um að framkoma gagnvart einstaka þing- mönnum í þeirra eigin þingflokkum mætti ekki flokka sem neitt annað en einelti. Einn þingmaður orðaði það þannig: „Það er bara ein skoð- un leyfileg.“ Þeir sem væru á öðru máli en formaður eða þingflokks- formaður væru kerfisbundið teknir og einangraðir frá innsta starfi þing- flokksins og þar með ákvarðanatöku. Settir út í kuldann. Alvarlegt einelti í Garði n Margrét Eysteinsdóttir greindi frá alvarlegu einelti sem dóttir henn- ar, Sigríður Eydís Gísladóttir, mátti þola í Garði. Þegar Sigríður var 11 ára reyndi hún að svipta sig lífi og í kjölfarið skipti hún um skóla. 13,3 prósent nemenda við Gerðaskóla í Garði sögðust verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði og var það töluvert hærra en á landsvísu. Að mati skólanefndar Gerðaskóla voru eineltismál og líðan nemenda með öllu ólíðandi. Pétur Brynjars- son skólastjóri sagði einelti ekki vandamál í skólanum. Honum var sagt upp störfum í desember. Banaslys í Fagradal n Alvarlegt bílslys varð á veginum um Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, með þeim afleiðing- um að Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, 17 ára frá Eskifirði, lét lífið. Bíll sem Henný ók lenti framan á vöruflutn- ingabifreið sem kom úr gagnstæðri átt, en mikil hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. Vinkona hennar komst lífs af. Þekktur poppari flæktur í fíkni- efnamál n Tveir íslenskir karlmenn voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að langstærsta fíkni- efnamáli sem kom upp á árinu. DV greindi frá því að annar mannanna, sem er 54 ára og nýorð- inn afi, væri landsþekktur poppari. Hann hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Fíkniefnin, tugir kílóa af kóka- íni, amfetamíni, e-töflum og sterum fundust í gámi merktum innflutn- ingsfyrirtæki í Reykjavík sem mað- urinn starfaði hjá. Gámurinn kom hingað til lands með gámaflutninga- skipi frá Hollandi. Hinn maðurinn er á fimmtugs- aldri og hafði áður fengið dóma fyrir fíkniefnamisferli. Málið er enn í rannsókn. Nóvember Biskup tilkynnti afsögn sína n Karl Sigurbjörnsson biskup til- kynnti við upphaf kirkju- þings þann 12. nóvember að hann hygðist láta af embætti næsta sumar eftir fimm- tán ára setu í biskupsstól. Karl sagði að hann hefði notið mikillar gæfu í starfi en að liðið ár hefði verið sárs- aukafullt og átakamikið í kirkjunni. Það væri rétt að nýr biskup tæki við næsta sumar. Dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn dreng á hafi úti n Fjórir menn voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára pilti í hér- aðsdómi. Brotin áttu sér stað um borð í skipi í sumar en drengurinn var þar á veiðum með föður sínum. Mennirnir voru ákærðir fyrir kyn- ferðislega áreitni með lostugu athæfi og að hafa þannig sært blygðunar- kennd drengsins. Meintar falskar minningar n Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar fyrrverandi bisk- ups og bróðir Guð- rúnar Ebbu sem sakaði föður sinn um kynferðislega misnotk- un í bókinni Ekki líta undan sem kom út í haust, kom fram í Kastljósi og sagði að frásögn systur sinnar stæðist ekki. Áður hafði Skúli sent frá sér yfirlýsingu ásamt móður þeirra, Ebbu Sigurðardóttur, og systur sinni, Sigríði, þar sem sagði að þau könn- uðust ekki við það að andrúmsloftið sem lýst væri í bókinni hefði verið á heimilinu. Skúli sagði jafnframt að systir hans væri sannfærð um orð sín og lygi engu. Því teldi hann að þarna væri um falskar minningar að ræða. Lindex-æðið n Sænska verslanakeðjan Lindex opnaði verslun í Smáralind og sann- kallað æði greip um sig. 12.000 versl- unarglaðir Íslendingar tæmdu versl- unina og þurfti í kjölfarið að loka henni í nokkra daga þangað til nýjar vörur bárust til landsins. Opnun Lindex á Íslandi var sú langstærsta í sögu keðjunnar. Unglingsstúlka lést í bílslysi n Hörmulegt bílslys varð á Siglufirði þar sem þrjár unglingsstúlkur urðu fyrir bíl með þeim afleiðingum að ein þeirra, Elva Ýr Óskarsdóttir, lést. Hún var 13 ára. Önnur stúlka hlaut alvarleg beinbrot en sú þriðja slapp með minniháttar áverka. Jónas Jónasson lést n Útvarpsmað- urinn ástsæli Jónas Jónas- son lést eftir stutta baráttu við lifrarkrabba- mein. Jónas starf- aði við Ríkisútvarpið frá árinu 1948 og allt þar til í haust. Hann gegndi meðal annars starfi dagskrár- og fréttaþular og leikstýrði fjölmörgum útvarpsleikritum. Þá skrifaði hann sögur fyrir börn, leikrit og sönglög. Jónas sagði í viðtali í DV skömmu áður en hann lést að hann óttaðist ekki dauðann. Gillz og kærasta kærð fyrir nauðgun n 18 ára stúlka leitaði til neyðarmót- töku og kærði síðan par fyrir nauðg- un. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz eða Gillznegger, staðfesti að um hann væri að ræða þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist saklaus af þessum ásökunum. Sakaði hann stúlkuna um að hafa sent á sig handrukkara til að kúga af sér fé og sagðist hafa falið lögmönnum sínum að kæra stúlkuna fyrir falskar sakargiftir. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni en óvíst er hvort ákæra verði gefin út. Sýningum á þáttaröð upp úr bókum Egils var slegið á frest og sala á nýjustu bókinni var dræm fyrir jólin. Á Sogn fyrir að bana unnustu n Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Axel Jóhannsson til vistunar á rétt- argeðdeildinni Sogni fyrir að hafa banað unnustu sinni og barnsmóð- ur, Þóru Elínu Þorvaldsdóttur. Desember Myndbirting Pressunnar n Þann 7. desember birti vefmið- illinn Pressan mynd af stúlkunni sem kærði Gillz og kærustu hans fyrir nauðgun. Svart strik var sett yfir augu stúlkunnar en hún þekktist að öðru leyti. Myndin sýndi stúlkuna kyssa kærustu Egils á skemmtistað fyrr um kvöldið en Pressan var harð- lega gagnrýnd fyrir myndbirtinguna þar sem málið snýst um nauðgun og tilgangurinn með myndbirtingunni var óljós. Auglýsendur tóku auglýs- ingar út af miðlinum en ritstjórinn baðst ítrekað afsökunar á myndbirt- ingunni. Óli Þórðar úr Ríó tríó lést n Einn ástsæl- asti tónlistar- maður þjóðar- innar, Ólafur Þórðarson, lést á Grensásdeild Landspítala þann 4. desember. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð, veitti föð- ur sínum alvarlega áverka í árás í nóvember í fyrra. Fyrir það var hann dæmdur í 14 ára fangelsi. Ólafur komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. Ólafur Þórðarson fæddist á Akur- eyri árið 1949. Hann átti að baki langan og glæstan feril með hinum ýmsu hljómsveitum. Frægastur er hann líklega fyrir að hafa spilað um árabil með Ríó tríói en hann spilaði einnig með hljómsveitum á borð við Kuran Swing og South River Band, svo dæmi séu tekin. Ragna og Ella Dís fluttu til London n Í desember fékk Ragna Erlends- dóttir, móðir Ellu Dísar, tilkynningu um að til stæði að bera fjölskylduna út úr húsnæði sínu vegna vangold- innar leigu. Málinu var þó frestað fram á nýtt ár. Barnavernd stöðvaði Rögnu um miðjan desember á Kefla- víkurflugvelli þegar hún var á leið úr landi með Ellu Dís því barnalækn- ar töldu hana of veika til að fljúga. Ragna lét læknana ekki stoppa sig og tveimur dögum fyrir jól flaug hún með alla fjölskylduna til London og kveðst vera flutt úr landi. Njósnir Grétars Rafns n Dómur féll í skilnaðarmáli Grétars Rafns og Manuelu í Bret- landi. Manuela fór fram á fjörutíu prósent ef tekjum Grétars en niðurstaðan varð sú að Grétari var gert að greiða henni rúmlega einn þriðja af laun- um sínum mánaðarlega svo lengi sem hún giftist ekki aftur eða fengi fasta atvinnu. Þá kom á daginn að lögfræðingar Grétars Rafns fengu einkaspæjara til að fylgjast með ferðum Manuelu. Tilgangurinn með njósnunum var að staðfesta að hún væri þegar komin í sambúð og ætti því ekki að fá mikið af sameigin- legum eignum og launum Grétars Rafns. Manuela hugðist því kæra Grétar Rafn fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins en féll frá þeim áform- um eftir umfjöllun um málið í fjöl- miðlum. Hrottalegt hundsdráp á Þingeyri n Íbúar á Þingeyri voru slegnir óhug og mikil reiði greip um sig í þorpinu eftir að hundshræ fannst á floti í höfninni. Hundurinn var bundinn við tvö bílhjól á BMW-felgum sem fest höfðu verið með reipi í háls- ól hans. Þá höfðu lappir hundsins verið bundnar saman og virðist því einhver hafa drekkt dýrinu að yfir- lögðu ráði. Grunur beindist að ákveðnum einstaklingum en þegar lögregla ætlaði að hafa hendur í hári þeirra greip hún í tómt. Svo virtist sem þeir hefðu yfirgefið þorpið. Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán–fim 8.00–18.00 föst 8.00–18.30 ÞVOTTAHÚS Ein elsta starfandi efnalaug hér á landi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.