Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 22
Ár uppgjörs og rannsókna Landsbanka rassía saksóknara Janúar n Embætti sér- staks saksóknara fór í heilmikla rassíu vegna rannsóknar á Landsbankan- um um miðjan janúar. Til rann- sóknar var mark- aðsmisnotkun bankans með hlutabréf í bankanum sjálfum á árunum fyrir efnahags- hrunið. Margir af æðstu yfirmönnum bankans voru yfirheyrðir, meðal annars Sigurjón Árnason bankastjóri, Halldór J. Kristjánsson, hinn banka- stjórinn, og nokkrir af framkvæmda- stjórum bankans, meðal annars Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson. Embætti saksóknara hefur farið í slíkar rassíur vegna rannsóknar á markaðsmisnotkun í öllum bönk- unum. Í tilkynningu frá embættinu kom fram: „Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráð- stafanir á fjármunum bankans og brot á lögum um verðbréfaviðskipti.“ Sérstakur saksóknari er enn að rannsaka málefni Landsbankans en ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna markaðsmisnotkunar ís- lensku bankanna á árunum fyrir hrun. Lögreglan á eftir Hannesi Febrúar n Í febrúar greindi DV frá því að efnahags- brotadeild ríkis- lögreglustjóra væri á hælun- um á Hannesi Smárasyni, fyrr- verandi stjórnarformanni og for- stjóra FL Group, vegna dularfullrar 3 milljarða króna millifærslu af reikn- ingi FL Group í Landsbankanum í apríl 2005. Millifærslan átti sér stað án vitneskju þáverandi forstjóra FL Group, Sigurðar Helgasonar, verðandi forstjóra félagsins, Ragnhildar Geirs- dóttur, sem og stjórnar félagsins. Blaðið greindi frá því að einungis örfáum dögum áður en millifærsl- an átti sér stað hefði Hannes beðið undirmann sinn hjá FL Group, Einar Sigurðsson, að stofna reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem var notaður til að leggja peningana inn á. Upphæðin nam á að giska um helmingi þeirrar innistæðu sem var á reikningi FL Group í Landsbank- anum á þessum tíma. Reikningur FL Group í Lúxemborg virðist því hafa verið stofnaður í þeim eina tilgangi að taka við umræddum fjármunum og bar stofnun hans brátt að. Millifærslan til Lúxemborgar hefur verið til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá 2009. Talið er að millifærslan geti flokkast sem fjárdráttur og þar með brot á auðgunarbrotakafla hegn- ingarlaga en FL Group var almenn- ingshlutafélag á þeim tíma sem hún átti sér stað. Nýju blóði var hleypt í rannsóknina árið 2010 þegar nýtt vitni gaf sig fram við efnahagsbrota- deildina og gaf vitnisburð sem hjálp- aði embættinu að ná betur utan um málið. Hannes Smárason býr sem kunnugt er í Barcelona á Spáni um þessar mundir en þar áður bjó hann í London. Blekkingar og afskriftir Pálma Febrúar og mars n Pálmi Haralds- son, kenndur við Fons, var í um- ræðunni um mánaðamótin febrúar/mars. Þá greindi DV frá því að rúm- lega 48 millj- arða króna lán Landsbanka Íslands til eignar- haldsfélagsins Styttu í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 hefði verið ákvarðað nákvæmlega út frá skuldum eignarhaldsfélagsins Fons við bankann. Í viðskiptunum seldi Fons, sem var í eigu Pálma Haralds- sonar fjárfestis, tæplega 30 prósenta eignarhlut í bresku matvöruversl- anakeðjunni Iceland til Styttu, sem var í eigu Stoða og þriggja lykilstarfs- manna Iceland-keðjunnar, Malcolms Walker, Andrews Pritchard og Tarsems Dhaliwal, fyrir tæpa áttatíu milljarða króna. Um 50 milljarðar komu frá Landsbankanum. Eftirstöðvarnar af láninu fyrir Iceland komu frá Glitni. Tilgangur viðskiptanna og verðmat á Iceland-keðjunni virðist meðal annars hafa verið að búa þannig um hnútana að eignarhaldsfélagið Fons og tengd félög í eigu Pálma Haralds- sonar gætu greitt upp skuldir sínar við Landsbankann og Glitni. DV hafði heimildir sínar fyrir þessum viðskiptum upp úr tölvupóstum frá starfsmönnum Landsbankans og fleiri aðila. Þessi tíðindi voru þvert á það hvernig viðskiptin voru kynnt í fjölmiðlum um miðjan ágúst 2008. Inntakið í fréttum af sölunni þá var á þá leið að Fons hefði hagnast um 75 milljarða króna á því að selja hluta- bréfin í Iceland-keðjunni. Pálmi kom þá fram í fjölmiðlum og sagði: „Þetta er sennilega Íslandsmet í hagnaði.“ Ekkert var rætt um það þá að eitt af markmiðum viðskiptanna hefði verið að grynnka á skuldum Fons við Glitni og Landsbankann. Viðskiptin með Iceland-bréfin voru því kynnt á þann hátt að þau hefðu verið á hreinum viðskiptalegum for- sendum. Gögnin í málinu sýndu hins vegar fram á annað. DV greindi einnig frá því að Landsbanki Íslands hefði afskrifað um 800 milljónir króna af skuldum Ferðaskrifstofu Íslands, sem er í eigu Pálma, í ársbyrjun 2010. Ferðaskrif- stofan á og rekur ferðaskrifstofu- rnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi keypti Ferðaskrif- stofu Íslands í byrjun janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir íslenska efnahagshrunið og skömmu eftir að hann hafði keypt Iceland Express út úr Fons – nokkuð ljóst lá fyrir á þess- um tíma að Fons yrði gjaldþrota. Þegar greint var frá kaupunum á Ferðaskrifstofu Íslands í fjölmiðlum kom fram að nokkur hundruð millj- ónir króna yrðu lagðar inn í rekstur- inn auk þess sem skuldir þess yrðu yfirteknar. Reksturinn hafði verið erfiður hjá þáverandi eiganda félags- ins, eignarhaldsfélaginu Saxbygg og tengdum aðilum, en skuldir félags- ins námu rúmum tveimur millj- örðum króna í árslok 2008. Félagið stóð því frammi fyrir óhjákvæmi- legu gjaldþroti þegar Pálmi kom að rekstrinum. Kaupverðið á félaginu var ekki gefið upp á sínum tíma. Subbulegt Sigurplastsmál Mars n Í mars greindi DV frá endur- skoðendaskýrslu Ernst & Young um starfsemi iðnfyrirtækis- ins Sigurplasts í Mosfellsbæ. Grunur leikur á að margs konar lögbrot, allt frá skattalagabrotum, skilasvikum og umboðssvikum til fjárdráttar hafi átt sér stað í rekstri fyrirtækisins frá 2007 og þar til fyrir- tækið var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. Félagið skuldaði Arion banka þá um 1.100 milljónir króna. Grunur beinist að því að þáverandi stjórnendur og eigendur Sigurplasts, Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, hafi rýrt eignir fyrirtækis- ins með ólögmætum hætti áður en félagið var gefið upp til gjaldþrota- skipta að beiðni Arion banka. Málið snýst meðal annars um að Sigurður stofnaði sambærilegt fyrirtæki og Sigurplast, Viðarsúlu ehf., árið 2009 sem hann lét eiga í umtalsverðum viðskiptum við Sigurplast. Þessi við- skipti voru í langflestum tilfellum sérstaklega óhagstæð fyrir Sigurplast og komu sér því illa fyrir fyrirtækið og kröfuhafa þess, meðal annars Ar- ion banka. Meðal þess sem er nefnt í skýrslunni er að Sigurplast hafi keypt vörur af K.B. Umbúðum með 300 prósenta álagningu. Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, sendi efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra kæru vegna málsins, líkt og segir í bréfi sem hann skrifaði til Ernst & Young. „Komi í ljós að bein viðskipti hafi ekki átt sér stað á milli félaganna er óskað rannsóknar á því hvort óeðli- leg skörun hafi orðið í rekstri þessara Stóð í ströngu Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir stóð í ströngu á árinu, líkt og öll árin eftir hrun. Málaferli Glitnis gegn honum voru ofarlega á baugi auk Baugsmálsins og rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum tengdum honum og Glitni. Þá greindi DV frá því að félög honum tengd hefðu verið stærstu skuldarar Byrs. n Annáll uppgjörsins við efnahagshrunið 22 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.