Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 23
Annáll 23Áramótablað 30. desember 2011 Ár uppgjörs og rannsókna tveggja félaga, m.a. með hliðsjón af hjálagðri kæru sem send hefur verið ríkislögreglustjóra vegna meints fjár­ dráttar og annarra brota í rekstri Sigurplasts ehf.“ Jón Snorri Snorrason stefndi blaða­ manni og ritstjórum DV fyrir meið­ yrði vegna þessarar umfjöllunar en niðurstaða í málaferlunum liggur ekki fyrir. Björgólfur Thor, Spánarmútur og ríkisskattstjóri Apríl n DV greindi frá því í apríl að Björgólfur Thor Björgólfsson fjár­ festir hefði yfir­ tekið einkahluta­ félagið Hersi – ráðgjöf og þjónustu, sem áður var í eigu nánustu samstarfsmanna hans og afskrifað 70 milljóna kröfu sem hann átti á félagið. Þetta gerðist á seinni hluta síðasta árs. Einkahlutafélagið Hersir var eigandi að 1 prósents hlut í eignarhaldsfélaginu Samson, móð­ urfélagi Landsbankans, á árunum 2005–2007. Samhliða skuldaafskrift­ inni og yfirtöku Björgólfs Thors á fé­ laginu hefur embætti ríkisskattstjóra löggilt skilanefnd yfir Hersi að kröfu Björgólfs Thors sem ætlar að slíta fé­ laginu. Félagið slapp því við að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kom fram í gögnum frá Lánstrausti um starfsemi Hersis sem DV hefur undir höndum, meðal annars tölvupóst­ um á milli starfsmanna skilanefndar Hersis og starfsmanns ríkisskatt­ stjóra. Kaup Hersis á eignarhlutnum í Samson gerðu það að verkum að Björgólfur Thor átti óbeinan eignar­ hlut í Landsbanka Íslands sem nam 19,88 prósentum í lok árs 2005 en ekki rúmlega 20 prósentum, líkt og hann hefði gert ef Hersir hefði ekki keypt umræddan hlut í Samson. Kaup Hersis gerðu það því að verk­ um að Björgólfur Thor Björgólfsson var ekki skilgreindur sem tengdur aðili í Landsbankanum og gátu lánveit­ ingar til hans því numið meiru en sem nam 25 prósentum af eiginfjár­ grunni bankans. Embætti ríkisskattstjóra samþykkti þó aðeins með semingi að löggilda skilanefndina vegna þess hver nú­ verandi eigandi Hersis er, Björgólf- ur Thor Björgólfsson. Fyrri eigendur Hersis voru Þorvaldur Björnsson, Þór Kristjánsson, Tómas Ottó Hans- son, Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, en allir voru þeir nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors á árunum fyrir hrunið. „Ég verð enn að segja að ég skil ekki hvaða leikur er þarna í gangi […] En það virðast sumir, einkum þeir sem helst komu þjóðinni í ógöngur, alltaf þurfa að fara pínulítið á skjön við það sem er eðlilegast og jafnvel skynsamleg­ ast að gera,“ sagði Skúli Jónsson, for­ stöðumaður hjá fyrirtækjaskrá ríkis­ skattstjóra, í tölvupósti til annars skilanefndarmannanna sem stjórn Hersis hafði kosið til að slíta félaginu í ágúst 2010. Í apríl greindi DV einnig frá því að starfsmaður á vegum fjárfestanna Róberts Wessmann og Björgólfs Thors Björgólfssonar, Haukur Harðarson, hefði rætt um það í skýrslu um fast­ eignaverkefni í Murcia á suðaust­ urhluta Spánar í byrjun árs 2005 að múta þyrfti spænskum embættis­ mönnum til að fá byggingarleyfi á tæplega tveggja ferkílómetra land­ svæði sem þeir keyptu með fjár­ festingarbankanum Burðarási. Þetta kom fram í gögnum um við­ skiptin sem DV hafði undir hönd­ um. Greiðslurnar áttu að hraða því að deiliskipulag og byggingarleyfi fengjust fyrir svæðið. Íslensku fjár­ festarnir keyptu landsvæðið fyrir um 114 milljónir evra, rúmlega 9 millj­ arða króna á gengi þess tíma. Mútu­ greiðslurnar, sex milljónir evra, voru innifaldar í kaupverðinu samkvæmt gögnunum um málið. Tilkynnt var um kaupin í íslenskum fjölmiðlum í maí 2005 og að stofnað hefði verið sérstakt eignarhaldsfélag, AB Capital, vegna kaupa Róberts og Björgólfs Thors á svæðinu. Kaupin voru fjármögn­ uð að 2/3 með lánum frá Íslands­ banka, Landsbankanum og Straumi og að 1/3 með eigin fé. Róbert var í persónulegum ábyrgðum fyr­ ir að minnsta kosti 33 milljónum evra vegna þessara lána og Björg­ ólfur Thor var í ábyrgðum fyrir að minnsta kosti 28 milljónum evra. Fjárfestarnir ætluðu að reisa um 2.500 íbúðarhús og íbúðir á svæðinu auk glæsihótels og fleiri mannvirkja, meðal annars golfvalla og annarra útivistarsvæða. Fjárfestarnir sögðu, vegna umrædds fréttaflutnings, að engar slíkar mútur hefðu átt sér stað þó Haukur hefði rætt um þær í skýrslunni. Jón Ólafsson í vanda Maí n DV greindi frá því í maí að Jóni Ólafssyni, athafnamanni og eiganda vatns­ fyrirtækisins Ice­ landic Glacial í Ölfusi, hefði ver­ ið stefnt vegna tæplega 420 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð­ ar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervistone Limited sem skráð er á Bresku Jóm­ frúaeyjum. Landsbankinn stefndi Jóni í málinu og krafði hann um endurgreiðslu á láninu sem hann var í ábyrgð fyrir. Sparisjóðurinn í Keflavík veitti Jervistone Limited lánið árið 2006 en Landsbankinn yfirtók eignir sparisjóðsins á þessu ári. Í stefnunni í málinu kom fram að Jón Ólafsson hefði komið að máli við starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík snemma árs 2006 og óskað eftir því að „sjóðurinn myndi lána félagi í hans eigu allt að 4.500.000 sterlings­ pund (kr. 500.000.000)“. Athygli vek­ ur að Jón kynnti lántökuna þannig að hann ætlaði að nota peningana til að kaupa hlutabréf erlendis en ekki virðist hafa verið tilgreint hvaða hlutabréf um ræddi. Sparisjóðurinn virðist hins vegar hafa sætt sig við að þessi hlutabréf væru til trygging­ ar fyrir láninu og ætlaði upphaflega að veita Jóni lánið án sjálfsskuldar­ ábyrgðar. Jón þurfti þó að ábyrgjast lánið til Jervistone á endanum og var stefnt vegna þess að lánið er ógreitt. Þá var einnig greint frá því að sveitarfélagið Ölfus hefði veitt félagi í eigu Jóns, Icelandic Water Hold­ ings ehf., 100 milljóna króna kúlulán til kaupa á jörðinni Hlíðarenda þar í sveit árið 2006. Jón hefur byggt upp vatnsverksmiðju á Hlíðarenda þar sem hann tappar vatni á flöskur undir merkjum Icelandic Glacial. Ölfus seldi Jóni jörðina sem sagt án þess að fá neitt greitt fyrir hana við kaupin heldur keypti Jón jörðina með láni frá sveitarfélaginu. Jörðin Hlíðarendi er rúmlega 1.540 hekt­ arar að stærð og afsalaði sveitar­ félagið sér einnig vatnsréttindunum á jörðinni við söluna á henni. Jón reisti vatnsverksmiðjuna á jörðinni Baldur dæmdur Í apríl 2011 var Baldur Guðlaugs- son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fyrstur til að vera dæmdur fyrir lögbrot vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Baldur var dæmdur fyrir innherjasvik en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Íslands. Mynd RÓBeRT ReyniSSOn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.