Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 45
er segja ofstjórnin á öllu, þessi persónudýrkun stjórnmálanna og annað slíkt, var mjög aust- urevrópsk. Enda tóku margir eftir því fyrir 30 árum að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins var alltaf eins og sams konar fund- ir í Búkarest, Austur-Berlín eða Moskvu. Mér fannst ég bara skilja Ísland miklu betur, alla þessa markaðsfirringu og þetta ofríki stjórnmálanna, eftir að hafa kynnst ríkjum Austur-Evr- ópu.“ Boðinn velkominn heim í Nígeríu Þorvaldur segir einnig að ýmis ríki í Afríku kveiki hjá honum sams konar kenndir og veki hjá honum heimþrá út af tengsl- unum við neikvæðar hliðar Íslands. „Einnig laðast ég að ríkjum Afríku af sams konar heimþrá. Þegar ég kom einu sinni til Nígeríu sögðu vinir mínir þar við mig, gestgjafar mínir: Velkominn heim! Þeir höfðu verið að lesa um Ísland í Financial Times. Margt af því sem ég sé þar í stjórnmálalíf- inu rímar vel við reynslu mína héðan, þar á meðan spillingin. Menn umgangast ráðuneyti sem þeim er trúað fyrir, til lengri eða skemmri tíma, eins og herfang, menn láta greipar sópa um auðlindir þótt þeir eigi þær ekki heldur þjóðin og svo framvegis.“ Að þessu leyti telur Þorvald- ur að Ísland eigi varla heima í hópi með hinum Norður- landaþjóðunum þó Ísland ætti vissulega að vera þar á með- al: „Þess vegna segi ég stund- um að Ísland sé líkara Ítalíu, Rússlandi og Japan heldur en Danmörku og Svíþjóð. Ísland hefur í reynd verið eins konar boðflenna í norrænu fjölskyld- unni vegna þess að það var svo margt að hjá okkur sem var aldrei að hjá þeim og hafi það verið að einhvern tímann þá var því kippt í lag.“ Þorvaldur vonar þó að í framtíðinni muni Ísland með réttu geta flokkað sig með hin- um Norðurlandaþjóðunum, að minnsta kosti í efnahagslegum skilningi, en hann segir að það muni taka tíma fyrir Íslend- inga að rétta úr kútnum. „Þetta getur tekið 5 til 7 ár eða jafnvel lengri tíma. Hitt má aldrei ger- ast að við verðum varanlegur eftirbátur hinna Norðurlanda- þjóðanna. Ég reisi mína spá á því að stjórnvöld geri meira en bara að fullnægja þeim lágmarkskröfum sem útlend- ingar hafa sett. Með því á ég við að stjórnvöld ráðist í skipu- lagsbreytingar sem búið er að tala um hér áratugum saman en hafa ekki enn náð fram að ganga. Með því að komast aftur á réttan kjöl á ég við að við kom- umst aftur í miðjan hóp Norð- urlanda, mælt í þjóðartekjum á mann í evrum eða dollurum. Núna erum við búin að dragast langt aftur úr þeim og við þurf- um að vaxa hraðar en þau til að komast aftur í miðjan hóp.“ Tjón umheimsins af Íslandi Hrunið hafði því þau áhrif að mati Þorvaldar að ýmis vafa- söm mál og spilling komust upp á yfirborðið og að Íslending- ar geti í kjölfarið farið að kalla hlutina réttum nöfnum og sagt fullum fetum að Ísland sé spillt land. „Núna, eftir hrun þegar rannsóknarnefndarskýrslan liggur fyrir, þá geta menn ekki haldið áfram að halda því fram að Ísland sé óspillt land og að ekkert hafi í skorist. Samt halda menn áfram að þræta og það er óboðlegt. Að vísu stillti ég mig alltaf um að nota orðið spilling um Ísland fyrir hrunið. En svo kom þetta upp á yfirborðið eft- ir hrunið. Margir tala nú um Ís- land sem gerspillt land og það finnst mér einnig óhætt að gera af því að hrunið svipti hulunni af spillingunni.“ Hann segir að Íslendingar skuldi umheiminum hrein- skilni. Eina af ástæðum þess segir Þorvaldur vera þá að er- lendir aðilar hafi tapað svo miklum fjármunum á íslenska hruninu. „Ég skrifaði grein í Fréttablaðið á sínum tíma þar sem ég sagði að mikilvægt væri að horfa í spegil og kalla hlut- ina réttum nöfnum. Æ síðan hef ég bara lýst Íslandi fyrir út- lendingum eins og ég lýsi því fyrir Íslendingum. Fyrir hrun hafði ég hegðað mér svolítið eins og barinn maki sem reynir að leyna barsmíðunum út á við. Eftir hrun þótti mér það ekki lengur eiga við. Hrunið hefur kostað erlenda aðila fjármuni sem nema fimmfaldri lands- framleiðslu Íslands og við bara skuldum þeim það að segja þeim sannleikann og draga ekkert undan.“ Einkavæðinguna þarf að rannsaka Meðal þess sem Þorvaldur staldrar sérstaklega við í um- ræðunni um spillinguna á Ís- landi er einkavæðing Lands- „Ennþá bara þróunarland“ Viðtal 45Áramótablað 30. desember 2011 „Þessi skoð- un mín felur það í sér að jafnvel þótt einhver næði að sannfæra mig um að kostnaðurinn sem fylgir aðild Íslands að Evrópusamband- inu sé meiri en hag- urinn sem við höfum af henni þá myndi ég samt vilja fara þangað inn. Kunna ekki að skammast Þorvaldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn kunni ekki að skammast sín fyrir fortíð sína og aðkomu sína að hruninu. Hann telur flokkana óstjórntæka á meðan ekkert uppgjör hefur átt sér stað í þeim.myNd sigTryggur ari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.