Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 64
64 30. desember 2011 Áramótablað Sakamál 400 fórnarlömb Reyndar var Luis Alfredo Garavito frá Kólumbíu sakfelldur árið 1999 fyrir „aðeins“ 138 morð, en talið var að hann hefði að minnsta kosti 400 mannslíf á samviskunni. Fórnarlömb Garavitos, sem fékk viðurnefnið „Skepnan“, voru flest götubörn. Garavito var dæmdur til 1.853 ára fangelsisvistar, en í reynd var eingöngu hægt að halda honum í fangelsi í 30 ár og síðar var dómurinn styttur í 22 ár vegna þess hve hann var samvinnufús. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s Á köldu og hráslaga- legu rigningarkvöldi 17. febrúar 1970 svar- aði herlögreglan í Fort Bragg, í Norður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum, neyð- arkalli frá Jeffrey MacDonald herlækni. Þegar herlögreglu- mennirnir komu á heim- ili MacDonalds mætti þeim óhugnanleg sjón. Colette, eig- inkona Jeffreys, hafði verið myrt með hroðalegum hætti og sömu sögu var að segja af dætr- um hjónanna, Kimberley, fimm ára, og Kristen, tveggja ára. Sjálfur var Jeffrey svo illa hald- inn að Kenneth Mica, einn her- lögreglumannanna brá á það ráð að beita munn við munn- aðferðinni á hann. Áverkar á Colette bentu til þess að hún hefði verið barin harkalega og ítrekað og einnig stungin með oddhvössu áhaldi, sem seinna kom í ljós að var ísexi. Sömu sögu var að segja af dætrunum. Jeffrey MacDonald var með áverka á höfði, skurði og mar- bletti á öxlum, bringu og víð- ar um líkamann. Hann hafði verið stunginn í bringuna og annað lunga hans hafði fallið saman. Þegar hann fékk rænu sagðist hann hafa verið sofandi í sófanum þegar hann vaknaði við öskur eiginkonunnar og eldri dótturinnar. Hann hefði séð þrjá menn sem réðust á hann í sófanum – einn svartan íklæddan hermannafötum og tvo hvíta. Einn var með hafna- boltakylfu eða eitthvert álíka áhald, einn var með eggvopn. Að baki þeim sá Jeffrey glitta í ljóshærða konu með tuskuleg- an hatt. „Sýra er æði, drepum svínin,“ sagði konan. Spjótin beinast að Jeffrey Reyndar varð það svo að Mica minntist þess að hafa séð konu sem svaraði til lýsingar Jeffreys. Mica hafði séð hana standandi í rigningunni á götu ekki fjarri heimili Jeffreys þegar hann var á leiðinni þangað. En þeg- ar Mica upplýsti yfirmenn sína um það fannst honum sem hann væri hundsaður og þeir einbeittu sér eingöngu að vitn- isburði Jeffreys. Jeffrey var á sjúkrahúsi vegna áverka sinna til 25. febrú- ar en þá var hann viðstaddur út- för eiginkonu sinnar og dætra. En því fór fjarri að rannsak- endur á vegum hersins væru búnir að missa áhugann á Jeff- rey því hann var kallaður til yfirheyrslu 6. apríl. Yfirheyrsl- an var ítarleg og niðurstað- an var sú að áverkar Jeffreys hefðu verið skeinur og hann hefði sjálfur veitt sér áverkana. Einnig voru bornar brigður á frásögn Jeffreys af atburða- rás kvöldsins örlagaríka, hún sögð uppspuni frá rótum og ætlað að slá ryki í augu þeirra sem fóru með rannsókn máls- ins; Jeffrey hefði í reynd sjálfur myrt eiginkonu sína og tvær dætur. Herinn kærði Jeffrey MacDonald fyrir morð á fjöl- skyldu sinni 1. maí, en fimm mánuðum síðar ákvað Warren Rock ofursti að fallið yrði frá kærunum. Grunur fellur á Jeffrey Jeffrey fékk lausn frá hern- um með fullum sóma í des- ember, flutti til Long Beach í Kaliforníu og hóf störf á St. Mary-heilsugæslustöðinni. Þegar Jeffrey flutti til Kaliforníu runnu tvær grímur á foreldra Colette, Mildred og Freddie Kassab, sem höfðu ávallt talið Jeffrey saklausan af morðun- um, því skömmu áður en Jeff- rey flutti til Kaliforníu hringdi hann í Freddie og fullyrti að hann hefði haft upp á og banað einum þeirra sem hefðu myrt fjölskyldu hans. Í kjölfar símtalsins settu tengdaforeldrar Jeffreys sig í samband við rannsóknarlög- regluna með það fyrir augum að koma lögum yfir hann. En kerfið var of þungt í vöf- um að mati foreldra Colette og í apríl 1974 höfðuðu þeir einkamál. Í ágúst hófust rétt- arhöld yfir Jeffrey sem afsal- aði sér réttindum sínum og var fyrsta vitnið sem leitt var fram. Til að gera langa sögu stutta kom Jeffrey fyrir dóminn í ann- að skipti í janúar 1975. Þremur dögum síðar var hann kærður fyrir þrjú morð, handtekinn og kastað í grjótið. Hann var leyst- ur úr haldi eftir að vinum og vinnufélögum tókst að safna 100.000 dölum sem lagðir voru fram sem trygging. Næstu árin þvældist mál Jeffreys um völundarhús laga og réttar; hann barðist fyrir frelsi sínu og aðrir börðust fyrir því að hann yrði settur bak við lás og slá. Völundarhús laga og réttar Í janúar var öllum ákærum á hendur Jeffrey vísað frá eftir að kröfu hans um að réttarhöldin færu fram sem fyrst var hafn- að. Tveimur árum síðar var úr- skurðinum snúið af hæstarétti sem sagði að krafan um tafar- laus réttarhöld hefði verið rétt- mæt og því yrði að rétta í mál- inu. Í júlí 1979 hófust réttarhöld yfir Jeffrey MacDonald vegna morðanna á Colette og dætr- unum og mánuði síðar var Jeff- rey sakfelldur og sendur í alrík- isfangelsi. Í júlí 1980 felldi sérstakur áfrýjunardómstóll niður all- ar ákærur á hendur Jeffrey og byggði úrskurð sinn á því að honum hefði áður verið neitað um tafarlaus réttarhöld. Jeffrey MacDonald snéri aftur til vinnu sinnar á St. Mary-heilsugæslustöðinni og í mars 1982 trúlofaðist hann samstarfskonu sinni þar. En trúlofunin varð skammlíf því í sama mánuði snéri hæstiréttur úrskurði áfrýjunardómstólsins frá 1980 og Jeffrey var sendur í grjótið aftur. Jeffrey MacDonald átti kost á reynslulausn í mars 1991 en sótti ekki um hana einfaldlega vegna þess að hann neitaði að viðurkenna sök á morðunum á Colette, Kimberley og Krist- en. Hann situr enn í fangelsi, neitar enn sök og á næst kost á reynslulausn árið 2020. Hliðarsnúningur Rithöfundi að nafni Joe McGinnis og Jeffrey varð vel til vina og með þeim tókst samkomulag um að Joe skrif- aði sögu Jeffreys. Joe fékk sök- um samkomulagsins aðgang að öllum gögnum verjanda hans. Vorið 1984 kom út bókin Fatal Vision og seldist grimmt og kannski ekki að undra því Jeffrey birtist lesendum bók- arinnar sem óður fíkill sem myrti fjölskyldu sína. Jeffrey höfðaði mál á hend- ur Joe og náðust sættir án þess að málið færi fyrir dóm. Joe McGinnis greiddi Jeff- rey 325.000 Bandaríkjadali, en Jeffrey reið ekki feitum hesti frá málinu því foreldrar Colette kærðu Jeffrey vegna sáttarinnar; Kassab-hjónin fengu 80.000 Bandaríkjadali, móðir Jeffreys fékk 93.000 dali og lögfræðingar Jeffreys fengu 104.000 dali – eftir- stöðvarnar, 48.000, runnu til Jeffreys. C esar Barone er það sem flestir teldu vera lélegan pappír. Barone er á dauðadeild í Ore- gon en hann var sakfelld- ur fyrir að nauðga þremur konum og myrða þær síðan. Reyndar fékk hann 89 ára fangelsisdóm fyrir fjórða morðið. Í apríl 1991 féll fyrsta þekkta fórnarlambið fyrir hendi Barone þegar hann, þá um tvítugt, nauðgaði Margaret Schmidt, 61 árs gamalli, á heimili hennar og kyrkti hana í kjölfarið. Síðan leið hálft ár áður en Barone lét til skarar skríða á ný. Í október 1992 varð ljósmóðirin Martha Bryant á vegi Barone. Hann lét kúlunum rigna á bifreið hennar þegar hún var á leið heim frá vinnu og var hún illa særð. Barone lét ekki þar við sitja heldur mis- þyrmdi henni kynferðis- lega, dró hana síðan út úr bifreiðinni og banaði henni með einu skoti í höfuðið. Í desember sama ár lenti Chantee Woodman í klón- um á Barone. Chantee, sem var 23 ára, sætti barsmíðum og kynferðislegu ofbeldi af hálfu Barone sem síðan skaut hana í höfuðið og losaði sig við lík hennar við vegkant skammt frá Port- land í Oregon. Cesar Barone virtist kominn á bragðið því í janúar 1993 réðst hann á Betty Williams, 51 árs konu í Portland, á heimili henn- ar. Á meðan Barone mis- þyrmdi henni kynferðislega fékk Betty hjartaáfall sem dró hana til dauða og fékk hann áðurnefndan 89 ára dóm fyrir dauða Betty. Fyrir morðin á hinum þremur konunum fékk hann dauða- dóm. Cesar Barone lá reyndar einnig undir grun um að hafa nauðgað og myrt 71 árs nágrannakonu sína. Hann hafði verið dæmdur til tveggja ára vistar á ung- lingaheimili fyrir að hafa ráðist á hana einhverju áður. Yfirvöld í Oregon höfðu Barone grunaðan um að hafa gengið illilega í skrokk á ömmu sinni um svipað leyti, en hann var sýknaður af því. Ljóst er að það er grunnt á ofbeldinu hjá Cesar Barone því hann réðst á kvenkyns fangavörð eftir að hann var kominn á bak við lás og slá. Dauðadómur og 89 árum betur Lagðist á fullorðnar konur „Einnig voru bornar brigður á frásögn Jeffreys af atburðarás kvöldsins örlagaríka, hún var sögð uppspuni frá rótum og ætlað að slá ryki í augu þeirra sem fóru með rann- sókn málsins. n Læknirinn Jeffrey MacDonald fannst illa haldinn á heimili sínu árið 1970 n Fjölskylda hans hafði verið myrt n Grunur beindist fljótlega að Jeffrey sem hélt fram sakleysi sínu LÆKNIR Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Jeffrey MacDonald Hefur aldrei játað sig sekan og því aldrei fengið reynslulausn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.