Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 68
68 Lífsstíll 30. desember 2011 Áramótablað Þ að gengur þannig fyr­ ir sig að í upphafi hvers árs þá skráir fólk sig í þetta verkefni sem er að ganga á eitt fjall í viku. Þetta er þriðja árið sem þetta er starfrækt,“ segir Páll Ásgeir Jóns­ son hjá Ferðafélagi Íslands. Þar fer senn af stað í þriðja sinn, verkefnið 52 fjöll á einu ári. Þar er gengið á eitt fjall á viku, allt árið. „Þetta er eins og að kaupa kort í ræktinni. Við útvegum þér leiðsögnina og förum með þig á fjöllin og búum til pró­ gramm fyrir fólk en það er svo undir hverjum og einum kom­ ið að mæta,“ segir Páll Ásgeir en tekur fram að fáir heltist úr lestinni. „Heimtur eru ótrúlega góðar. Ég er viss um að við erum með margfalt betri heimtur en nokkur líkamsræktarstöð. Það voru 150 sem skráðu sig í fyrra og lengi framan af ári voru að mæta í kringum 120–130 í hverja göngu. Og ég er sannfærður um að minnsta kosti 80 manns eru með 100 prósenta mætingu.“ Undirbúningur skilar árangri Ásgeir Páll segir það ekki lykil­ atriði að vera í toppformi til þess að geta tekið þátt. „Þetta er byggt þannig upp að fram­ an af þá er verið að ganga á lág og viðráðanleg fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Síðan smá þyng­ ist þetta og nær ákveðnu há­ marki í lok maí þegar við göng­ um á Hvannadalshnjúk. Fólk tekur miklum framförum með­ an á þessu stendur. Margir eru í byrjun árs kannski með lítið þol. Það hefur sýnt sig hjá okk­ ur að þessi undirbúningur skil­ ar góðum árangri því við höfum verið að fara með gríðarstóran hóp upp á Hvannadalshnjúk á hverju ári.“ Gengið um helgar Göngurnar er farnar um helgar þannig að flestir ættu að kom­ ast með. „Það er yfirleitt farið á laugardegi eða sunnudegi, við reynum að skipta því þannig að fólk sé ekki alltaf upptekið ann­ an daginn. Síðan eru nokkrar lengri göngur sem eru farnar yfir helgi og þá í staðinn fær fólk sex vikna frí yfir sumarið,“ segir Ásgeir Páll og tekur fram að góð stemning myndist innan hóps­ ins. „Það er fullt af skemmti­ legu fólki. Þú lærir að vera úti, við göngum allt árið og kenn­ um sjálfkrafa hvernig þú átt að vera í fjallgöngum og hvenær er tímabært að snúa við. Það er líka mikilvægt að kunna,“ segir hann. Ásgeir Páll segir verkefnið vera á viðráðanlegu verði.„Þetta eru 1.000 krónur á fjall, 52 þús­ und fyrir árið. Það má vel miða við líkamsræktarkort. Þetta er góð hreyfing og fólk nær ótrú­ legum árangri.“ viktoria@dv.is Gengið á fjöll Hér má sjá hópinn ganga á eitt af fjöllunum 52. Ganga á 52 fjöll á ári n Gengið á eitt fjall á viku n Fólk tekur miklum framförum n Kostar þúsund krónur á fjall „Það voru 150 sem skráðu sig í fyrra og lengi framan af ári voru að mæta í kringum 120–130 í hverja göngu Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári og þökkum áhugann á árinu sem er að líða. Starfsfólk DV og DV.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.