Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 74
74 Lífsstíll 30. desember 2011 Áramótablað Hvers vegna festumst við í sama farinu? n Sjálfsþekking skilar okkur fram á veginn Þ ú hefur fengið frábæra hugmynd. Hún er ný, spennandi og hún mun breyta öllu. Yfirmaður þinn, samstarfsfélagar, mak- inn, vinir: Enginn hlustar. Þú ert ringluð/aður. Og hugsar: Bíddu, af hverju vilja þau ekki prófa þessa nýju, frábæru hugmynd? Þessi hugmynd getur ver- ið allt frá því að prófa nýjan matsölustað eða uppskrift til nýs vinnulags eða annarr- ar leiðar til að halda fundi á skipulegan máta. Hvers vegna skyldi þetta vera? Rannsóknir* sýna að jafnvel þó að fólk haldi að það elski nýjar spennandi hug- myndir þá sé það líklegt til að hafna þeim. Skapandi hug- myndir eru nýjar og allt nýtt og ókunnugt lætur fólki líða óþægilega. Það sem hins veg- ar er reynt, staðfært og prófað fyllir okkur öryggi. Óöryggi í aðstæðum eyk- ur á þessa óöryggistilfinn- ingu og við erum enn líklegri til að hafna góðum og skap- andi hugmyndum eða leið- um, þegar við í reynd erum aðþrengd og í neyð og þurf- um mest á því að halda. Þessi sjálfsþekking ætti að nýtast vel þegar horft er fram á veg- inn. Ertu fastur í sama farinu? * Goncalo et al: Why We crave creativity but reject creative ideaS. Getur þú breyst? E r þetta árið sem þú ætl- ar að lesa Íslendinga- sögurnar, læra ítölsku eða fara í þessa helg- arferð sem þú ert búin að tala um allt liðið ár? Ef þér tekst að ná markmiðum þín- um er líklegt að þú stækkir sem manneskja, verðir víðsýnni og gáfaðri, þroskaðri og fyllri lífs- hamingju. En ertu of klár til að læra eitthvað nýtt? Lærir þú af mis- tökum þínum eða telur þú þig einfaldlega vera of gáfaða manneskju til þess að gera í raun og veru mistök? Fólk sem telur sig meira en meðalgreint á oft erfiðara með að læra nýja hluti. Álit þess á eigin gáfum truflar það og því á það til að staðna í þroska og eftir því sem það eldist lendir það í útistöðum og erjum við annað fólk vegna íhaldssemi og þrjósku í skoðunum og lífs- stíl. Fólk sem trúir því hins veg- ar að greind þeirra sé sveigjan- leg. Að það sé sterkt á einhverj- um sviðum en veikt á öðrum hefur betri möguleika á að þroska gáfur sínar og greind og fara langt fram úr þeim fyrr- nefndu og þrjósku. raunhæf markmið skaða engan Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur telur raunhæf mark- mið ekki skaða neinn. „Nýju ári fylgir ný byrjun og ef fólk vill nota tækifærið og líta yfir farinn veg og hugsa fram á við þá skaðar það engan að setja sér raunhæf markmið,“ segir Kolbrún aðspurð um þá hefð að strengja heit um betri siði um áramót. Kolbrún segir jákvætt ef fólk vilji leggja grunn að einhverju nýju og betra. „Þegar gamla árinu er að ljúka er tilvalið að hugsa aðeins um næsta ár og hvernig við viljum að það verði. Sjálfri finnst mér snið- ugt að strengja heit líkt og það að ætla að verða enn jákvæð- ari. Að stefna að því að verða betri manneskja finnst mér fal- leg hugsun inn í nýja árið. Hins vegar held ég að þeir sem ætli að strengja heit um að hætta að reykja ættu að framkvæma það sem allra fyrst en ekki endilega um þessi tímamót,“ segir hún og bætir við að það sé allt til í þessu. „Sumir strengja heit um áramót sem hafa síðan ítrek- að runnið út í sandinn. Ef það hefur gerst oft ættu þeir ein- staklingar að fara í smá sögu- skoðun, skoða munstrið og at- huga af hverju þeim tekst ekki að standa við heitin. Svo eru aðrir sem hafa enga þörf fyrir að strengja þessi heit og taka frekar sínar ákvarðanir í júní eða júlí. Enn aðrir strengja sín heit og standa svo við þau. Þetta er afar persónubundið,“ segir hún en bætir við að fólk sem að öllu jöfnu fylgir eftir sínum ákvörðunum eða nær sínum markmiðum verði lík- lega svekktara með sjálft sig ef þeim tekst ekki að halda heit- in en þeir sem eru vanir því að renna á rassinn með áramóta- heit sín. Kolbrún mælir með því að þeir sem strengi áramótaheit skjóti ekki langt yfir markið. „Því meira óraunsæi því lík- legra er að okkur takist ekki að standa við þau loforð sem við gefum okkur. Oft snú- ast einmitt þessi heit um lífs- stílsbreytingu á matarvenjum og hreyfingu því margir hafa borðað mikið yfir hátíðarn- ar. Þá á nú aldeilis að taka sig á í janúar. Ef þetta er tilfellið er mikilvægt að vera með fæt- urna á jörðinni og að afla sér upplýsinga um raunhæf mark- mið þessu tengdu. Annars má búast við hrakförum,“ segir hún og bætir við að hún skilji vel þá sem noti þessi tímamót, áramótin, til að endurskoða líf sitt og hegðun. „Sjálf strengi ég ekki beint heit en ég verð svona meyrari og tilfinninganæmari um áramót. Þá nota ég gjarnan tækifærið og fer með smá bæn með sjálfri mér þar sem ég hugsa jákvætt til barna minna og fjölskyldunnar og vona að þeim farnist vel á komandi ári sem og alltaf.“ Róttækar breytingar eða óbreytt staða? dv setti saman einfalt próf sem lesendur geta spreytt sig á og leiðir í ljós hvort þeir eru tilbúnir til að gera róttækar breytingar á eigin lífi eða ekki. 1. Besta svarið er C: Ef listinn þinn yfir áramótaheit er of langur muntu aldrei komast yfir hann og verða fljótt þreytt á honum. Betra er að velja ákveðin markmið sem hægt er að ná. 2. Besta svarið er C: Þegar þig langar að gera breytingu á lífi þínu er það mikilvægt að hvatningin komi frá þér sjálfum. Læknar og tímarit eiga ekki að þurfa hvetja þig áfram. 3. Besta svarið er A: Það er enginn vafi á því að stundum muntu mis- stíga þig. Þess vegna er mikilvægt að geta fyrirgefið sjálfum sér til að komast aftur af stað. 4. Betra svarið er ósatt: Þetta er týpískt dæmi um bleika fílinn í herberginu sem enginn vill sjá. Því meira sem þú reynir að hugsa ekki um kleinuhringi því meira langar þig í þá. 5. Besta svarið er B: Besta leiðin til að breyta lífi þínu til lengri tíma er að sækjast eftir einhverju frekar en að reyna hlaupa frá einhverju. 6. Besta svarið er A: Þó það hljómi auðveldara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni en að reyna að ná græna beltinu í karate eða missa nokkur kíló er erfiðara að halda því til streitu. 7. Betra svarið er ósatt: Ef þú bíður eftir einhverjum sérstökum tíma til að léttast, skrifa handrit að bíómynd eða flytja til Spánar muntu þurfa bíða lengi. Hárrétt tímasetning er ekki til. 8. Besta svarið er C: Þú ert nú þegar búin að að ná einhverju takmarki sem þú ert stolt af. Þá er auðveldara að hugsa til þess góða sem þú hefur gert en að reyna að finna upp nýjar leiðir. 9. Betra svarið er ósatt: Að breyta lífsvenjum þínum er erfitt og þarfnast fórna af þinni hálfu. Það er því eðlilegt að þú sért á báðum áttum með það. 10. Besta svarið er B: Það er eins og Michael Jordan segir: „Ég hef mis- stigið mig aftur og aftur í mínu lífi. Þess vegna náði ég árangri.“ 1. Á nýársdag er listinn minn yfir áramótaheitin: a) Metnaðarfullur – allt frá megrun upp í að spara fyrir ellinni. b) Raunsær – Ég reyni að vera jákvæðari, betri vinur og gefa meira til góðgerðasamtaka. c) Nákvæmur – Ég ákveð nákvæm- lega hversu margir munu bjóða mér á stefnumót og hversu mörg atvinnuviðtöl ég ætla í. 2. Þegar ég ákveð að breyta ein- hverju í lífi mínu er það vanalega vegna þess að: a) Læknirinn minn hefur gert mig svo hrædda. b) Ég les það í tímariti hversu miklu máli breytingar skipta. c) Mig dreymir dagdrauma um hversu frábært líf ég get átt ef ég breyti lífi mínu til góðs. 3. ef þú vilt venja þig af slæmum sið í fari þínu þarftu að: a) Sætta þig við að stundum muntu misstíga þig. b) Sætta þig við að það verða engar afsakanir. Ef þú ætlar að venja þig af slæmum sið þarftu að fara alla leið í því. c) Verðlauna sjálfa þig alltaf þegar þú gerir vel. 4. Satt eða ósatt: Besta leiðin fyrir þig er að hætta að borða kleinuhringi eða að hætta að hugsa um að borða kleinuhringi. 5. Ég fyllist metnaði til að breyta lífi mínu þegar: a) Ég átta mig á að líf mitt stendur í stað. b) Ég uppgötva nýjan og spennandi möguleika. c) Ég sé fullt af fólki í kringum mig sem er að breyta lífi sínu til góðs. 6. hvaða áramótaheit muntu síst geta haldið til streitu? a) Ég ætla að eyða meiri tíma með fjölskyldu minni. b) Ég ætla að losna við hálft kíló á viku næstu sex mánuði. c) Ég ætla að fá græna beltið í karate. 7. Satt eða ósatt: Þegar þú vilt gera stóra breytingu á lífi þínu er mikilvægt að þú veljir rétta tímasetningu. 8. Þegar ég hugsa um að reyna að losna við fimm kíló þá: a) Spyr ég vini mína sem hafa náð góðum árangri í megrun um hvað virkaði hjá þeim. b) Les ég hverja einustu grein sem ég kemst í um hvernig eigi að borða betur og stunda æfingar. c) Hugsa ég um hversu vel mér tókst að ná öðru takmarki fyrr á ævinni. 9. Satt eða ósatt: Ef þú ert á báðum áttum með eitthvert markmið er líklegt að þú munir ekki sækjast hart eftir að ná því. 10. Það að misheppnast er: a) Ekki möguleiki. b) Óhjákvæmilegt. c) Ekki í mínum orðaforða. Telur þú þig vera gáfaða manneskju? Kannski er sjálfsálit þitt hindrun í veginum til aukins þroska. Þeir sem trúa því að greind þeirra sé sveigjanleg fremur en föst stærð hafa betri möguleika á að breytast og þroska gáfur sínar. Bestu svörin: 8–10 rétt: Þú ert tilbúin til þess að gera stórar og róttækar breytingar á þínu lífi. 4–7 rétt: Þú ert tilbúin að gera breytingar en það eru nokkrir hlutir sem aftra þér frá því. 0–3 rétt: Þig langar að breytast en þú ert ekki tilbúin núna. Stigagjöfin: ertu sveigjanlegur? Þeir sem hafa of mikið álit á eigin gáfum heltast úr lestinni. Tíu vinsælustu áramótaheitin 1. Komast í form! Í byrjun janúar fyllast allar líkams- ræktarstöðvar af áhugasömu fólki sem hefur fengið sér of mikið af konfekti, laufa- brauði, reyktu kjöti og jólabjór yfir hátíðarn- ar. Þess vegna er janúar oft leiðinlegasti tíminn í ræktinni fyrir þá sem hafa æft síðustu 11 mánuði. Góðu fréttirnar fyrir þá eru að mætingin er oftast nær komin í samt horf um miðjan febrúar. 2. hætta að reykja! Það er enginn tími betri til þess að hætta þeim ósið en einmitt núna. Það eru alls kyns hjálpartæki til að hætta. Finndu réttu leiðina að reykleysi fyrir þig. 3. læra eitthvað nýtt! Langar þig að læra frönsku? Elsk- arðu að glamra á píanó? Hversu frábært væri að kunna að elda austurlenskan mat? Heimurinn er fullur af alls kyns spennandi hlutum. Ekki finna upp afsakanir! Láttu verða af því í ár. 4. Grennast/borða hollari mat! Flestir sem strengja þetta heit setja markiðið of hátt sem verður til þess að þeir gefast upp. Settu þér raunhæf markmið og ekki gefast upp þótt þú svindlir af og til. 5. Koma fjármálunum á rétt ról! Síðasta ár hefur reynst mörgum erfitt fjárhagslega. Settu þér raunhæf markmið. Ef þér tekst að losna við skuldirnar skaltu halda áfram að spara svo þú eigir einhvern varasjóð þegar skórinn kreppir aftur. 6. eyða meiri tíma með fjölskyld- unni! Fjölskyldan er það mikil- vægasta sem þú átt. Notaðu upphaf nýja ársins til að endurnýja kynni við fjölskyldumeðlimi sem þú hefur ekki hitt nýlega. 7. heimsækja nýja staði! Á meðan einhverjir strengja þess heit að upplifa ný ævintýri á nýjum og spennandi stöðum heita aðrir að halda ferðalögum í lágmarki. 8. Minna stress! Það hljómar svo vel að losna við stressið. Að kveikja sem oftast á ilmkertum og leggjast í freyðibað. Raun- veru- leikinn er hins vegar sá að flestir brjóta þetta áramótaheit fyrst allra. Þann 1. janúar gætu hugsanir þínar hljómað eitthvað á þessa leiði: „Vá! Það er komið 2012. Kræst! Það er komið 2012! 2012! Strax! Hvert fór síðasta ár? Hvert fóru síðustu tíu ár?“ 9. hjálparstarf! Það getur verið nýtt ár en sömu gömlu vandamálin eru enn að hrjá okkur mannfólkið. 10. drekka minna! Þann 1. janúar ákveða eflaust margir að hætta að drekka. Enda timburmennirnir að drepa þá. Spurningin er hvort heitið endist hina 364 daga ársins. nóg af nýjum hugmyndum Margir skelfast nýjar hugmyndir og hafna þeim. Við þurfum hins vegar oft á þeim að halda til þess að innleiða breytingar í líf okkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.