Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 80
80 Lífsstíll 30. desember 2011 Áramótablað Þ að er er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað tæknifyrirtæki heimsins eiga eftir að bjóða neyt- endum upp á á nýju ári. Það eru þó sumir hlutir sem eru líklegri en aðrir. DV hefur tek- ið saman lista yfir það sem við munum líklega sjá á nýju ári. Flestir eru hlutir sem við þekkj- um hugsanlega til nú þegar en hafa ekki komist í almenna notk- un. Þá má einnig búast við því að fyrirtæki dusti rykið af eldri upp- finningum og blási nýju lífi í þær með þróaðri tækni. Átök á milli fyrirtækja Það eru þó ekki bara tækni- nýjungar sem munu einkenna nýja árið heldur líka átök um tækni sem þegar er til staðar fyrir neytendur. Apple og Sam- sung hafa tekist á fyrir dóm- stólum í marga mánuði og mun sú barátta líklega bara harðna þegar líða tekur á árið. Áhrif þess á neytendur eru þó óljós en mikið fjárhagslegt tjón helstu tæknifyrirtækjanna mun líklega hafa áhrif á hversu miklu þau geta eytt í þróun á nýjum vörum. Hvar verður Ísland í röðinni? Það á líka eftir að koma í ljóst hvar Ísland verður í röðinni þegar kemur að því að inn- leiða tækninýjungar. Við höf- um stundum verið framar- lega þegar kemur að því að fá nýjustu græjur í verslan- ir en við höfum einnig þurft að bíða lengur en nágranna- þjóðir okkar eftir því nýjasta. Apple virðist til að mynda hafa sett Ísland á forgangslistann en nýjustu vörur fyrirtækis- ins hafa jafnan fengist á svip- uðu tíma hér á landi og annars staðar. Þetta mun þó líklega hafa einhver áhrif á að það sem gerist í tækninni á nýju ári kemur ekki endilega hingað til lands fyrr en langt er liðið á árið – eða jafnvel árið 2013. n Hvað gerist í tækniheiminum á nýja árinu? n Þrívídd og enn meiri háskerpa n Samkeppnin á eftir að harðna Tæknispáin fyrir 2012 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Þrívídd og 4K Þrívíddarsjónvörp eru kannski ekki alveg ný af nálinni en þrívíddarsjónvörp sem hægt að er horfa á án þess að nota þar til gerð gleraugu hafa ekki fengist úti í búð hingað til. Það mun þó að öllum líkindum gerast á nýju ári. Þá koma líka fyrstu 4K- sjónvörpin, með 3.840x2.160 upplausn, líklega á almennan markað á árinu. Þrívíddar- prentun Þrívíddarprentun er sérstaklega dýr og flókin. Það verður samt líklega talsvert einfaldara að nálgast þrívíddarprentun á nýju ári. Þegar hafa nokkur fyrirtæki einsett sér að koma með ódýrari lausn fyrir þá sem vilja láta prenta hluti í þrívídd. iPhone 5 Nýr iPhone verður að öllum líkindum kynntur á seinnihluta 2012. Nýr sími hefur verið kynntur til sögunnar nær árlega frá því að fyrsti síminn frá Apple kom á markað. Síðast sendi Apple frá sér S-útgáfu af iPhone 4-símanum sem kom út árið 2010. Hvort núna sé komið að iPhone 5, sem margir bíða spenntir eftir, verður að koma í ljós. Aukin samkeppni Harðnandi samkeppni á snjallsíma- markaði er eitthvað sem neytendur fá líklega að kynnast á nýja árinu. Snjallsímamarkaðurinn er þegar orðinn stór og mikil samkeppni ríkir á honum en fleiri munu án efa koma fram á sjónvarsviðið með samkeppnishæfar vörur á borð við Galaxy frá Samsung og iPhone frá Apple. Intel hefur til að mynda verið með snjallsíma í þróun allt árið 2011 sem verður væntanlega settur á markað árið 2012. OLED OLED-sjónvörp komu fram á sjónvarsviðið fyrir nokkrum árum og lofuðu þá góðu. Það gerðist samt ekki mikið og komu aðeins nokkur tæki á markað frá Sony og LG. Þau voru hins vegar mjög dýr og slógu ekki í gegn hjá neytendum. 2012 gæti hins vegar orðið ár OLED en Samsung og LG hafa þegar gert sig líkleg til að koma með ný OLED-tæki á markað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.