Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 86

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 86
86 Fólk 30. desember 2011 Áramótablað Hneykslismál stjarnanna Stjörnurnar eiga sínar slæmu stundir eins og við hin og eiga það til að fara út af sporinu - enda bara mannleg. Þessar stjörnur lentu í bobba árið 2011. Arnold Schwarzenegger Framhjáhald og lausaleiksbarn Hasarleikarinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum, Arnold Schwarzenegger og leikkonan Maria Shriver skildu á árinu. Þau til- kynntu um skilnaðinn í maí og sögðust skilja í góðu. Fljótlega spurðist þó út að ástæðan væri ekki bara deilumál og kulnuð ást. Skilnaðarorsökin ku hafa verið framhjáhald kappans með konu sem hafði starfað fyrir fjölskylduna lengi, Mildred Patriciu Beana. Það var ekki bara meint framhjáhald sem fór með hjónabandið heldur líka ávöxtur framhjáhaldsins, sonur sem í dag er rúmlega 10 ára. Í kjölfarið komu fram fleiri sögur af meintu framhjáhaldi kappans og þurfti hann í kjölfarið að hætta við fyrirhuguð verkefni, meðal annars þáttaröðina Governator. Charlie Sheen Með tígurblóð í æðum Segja má með sanni að árið 2011 hafi ekki beint verið besta árið í lífi leikarans Charlie Sheen. Charlie skráði sjálfan sig í meðferð í enda janúar eftir að hafa verið lagður inn á spítala með alvarlega kviðverki daginn áður. Eftir að hann kom úr meðferðinni mætti hann í fjölda viðtala þar sem hann lét furðulega og talaði illa um framleiðanda þáttanna Two and a Half Men, Chuck Lorre auk þess sem hann lét AA-samtökin, Thomas Jefferson og fyrrverandi eiginkonu sína Brooke Mueller heyra það. Hann kallaði Chuck Lorre meðal annars trúð, heimskan lítinn mann og orm í beinni útsendingu. Hann toppaði þetta svo með því að fara í morgunþáttinn Good Morning America þar sem hann heimtaði hærri laun. Nokkrum dögum eftir viðtalið gafst fjölmiðlafulltrúi Sheen upp og hætti. Hann var ekki sáttur við það, sagði að hann gæti ekki hætt því hann væri rekinn. Í mars sótti fyrr- verandi eiginkona og barnsmóðir Sheen, Brooke Mueller, um nálgunarbann á hann og fékk fullt forræði yfir tvíburasonum þeirra en lögreglan fjarlægði þá af heimili Sheen. Eftir að Sheen var rekinn úr Two and a Half Men þá hóf hann útsend- ingu á sínum eigin þætti frá heimili sínu þar sem hann bjó þá með tveimur konum í einu. Þátturinn bar nafnið Sheeń s Korner og svo var hann líka öflugur á samskiptavefnum Twitter þar sem hann bjó til fræga frasa eins og „Winning“ og „Bi-Winning“ og sagðist vera með tígurblóð. Christina Aguilera Handtekin fyrir að vera drukkin Söngdívan Christina Aguilera var hand- tekin 1. mars fyrir að vera undir áhrifum áfengis á almannafæri og kærastinn hennar var á sama tíma handtekinn fyrir að keyra drukkinn. Ástand söngkonunnar var mjög slæmt þegar hún var handtekin, svo slæmt að hún vissi hvorki í þennan heim né hinn. Reyndar sást æ oftar til Aguilera í þessu ástandi á árinu sem senn er á enda. Hún var til að mynda í mjög slæmu ástandi í fertugsafmæli Jeremy Renner í janúar og hegðun hennar á Super Bowl fyrr á þessu ári þótti nokkuð vafasöm. Hennar nánustu munu vera áhyggjufullir vegna aukinnar drykkju hennar og vilja að hún skrái sig í meðferð. Lindsay Lohan Mikið um að vera Lindsay Lohan komst enn á ný á forsíður blaðanna á árinu. Hún byrjaði árið í meðferð á hinu fræga Betty Ford-meðferðarheimili. Hún gerði allt vitlaust þar, fór í dagsleyfi og þegar hún kom til baka þá neitaði hún að blása í áfengismæli. Hún var einnig sökuð um að hafa stolið síma af hjúkrunarkonu þar og veitt henni áverka um leið. Það olli miklum usla þegar hún var sökuð um að hafa stolið hálsfesti í strandbænum Venice en þjófnaðurinn náðist á myndband. Hún heldur þó fram sakleysi sínu en það hefur ekki enn verið dæmt í málinu. Nicholas Cage Handtekinn eftir rifrildi Leikarinn Nicholas Cage komst í fréttirnar á árinu þegar hann var handtekinn fyrir að ráðast á eiginkonu sína. Leigubílstjóri varð vitni að því þegar Cage og eiginkona hans, Alice, voru að rífast úti á götu í New Orleans. Rifrildið fór úr bönd- unum og leigubílstjórinn hringdi á lögregluna þegar hann sá Cage ýta við eiginkonu sinni. Cage var í kjölfarið handtekinn en á endanum látinn laus gegn hárri tryggingu. Justin Bieber Meintur sonur Biebers Á haustmánuðum sakaði kona að nafni Mariah Yater ungstirnið Justin Bieber um að vera faðir nokkurra mánaða sonar síns og heimtaði að hann færi í faðernispróf. Aðdáendur Biebers fengu áfall enda stjarnan aðeins 17 ára. Ásakanirnar reyndust ekki á rökum reistar og Yater dró þær til baka. Asthon Kutcher Framhjáhald Kutchers Asthon Kutcher tók við Charlie Sheen í þáttunum Two and Half Men á árinu. Skömmu síðar fóru að heyrast sögur af meintu framhjáhaldi hans við unga konu á 6 ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonunnar, Demi Moore. Fyrst um sinn létu hjónin, sem þekkt eru fyrir mikinn aldursmun, eins og ekkert væri en seinna á árinu sendu þau frá sér tilkynningu þess efnis að þau myndu skilja. Sinead O´Connor söng: „Not-hing compares to you“ og nú snúa gárungar laglínunni upp á hana sjálfa því Sinead hefur ekki elst vel og samanburðurinn við yngri árin er allt annað en góður. Söngkonan, sem er nú 44 ára og Íslandsvinur frá því að hún mætti á Iceland Airwaves, hefur vakið athygli fyrir klæðaburð sinn og framkomu. Sérstaklega þótti hún hafa sýnt afburðaslæma tískuvitund á tónleikum á Írlandi fyrr í sumar. Sinead O´Connor Versti saman- burðurinn Á tónleikum Mönnum er brugðið þegar þeir sjá hversu mikið Sinead hefur breyst. Á öllum helstu slúðurmiðlunum eru greinar um leikkonuna Roo-ney Mara. Greinar á borð við: 10 atriði sem þú þarft að vita um Rooney Mara og Hver er Rooney Mara? Rooney landaði einu feitasta hlut- verki ársins og lék „goth“-tölvuhakk- arann Lisbeth Salander í bandarískri endurgerð á kvikmyndinni Karl- mönnum sem hata konur eftir sam- nefndri sögu Stieg Larson. Hún er án efa nýstirni ársins og stimplaði sig rækilega vel inn í Hollywood-brans- ann. Nýstirni ársins Allir vilja þekkja hana Ung og fögur Sinead þegar hún var ung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.