Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 94

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 94
Ólýsanleg tilfinning n Simmi í Kastljósi stökk úr þyrlu n Þurfti að passa sig á að öskra ekki Þ etta var alveg ofsalega gaman! Ein magnaðasta upplifun sem ég hef prófað,“ segir fjölmiðla- maðurinn Sigmar Guðmunds- son sem stökk fallhlífarstökk úr þyrlu í Kastljósþætti í vikunni. Sigmar segist áður hafa prófað annars konar stökk en þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi stokkið með fallhlíf. „Fyrir nokkrum árum prófaði ég línustökk en það var ekkert frjálst fall í því. Þetta var meira alvöru,“ segir Sigmar sem viðurkennir að hafa verið með fiðr- ing í maganum þegar hann steig upp í þyrluna. „Ég var ekki beint hræddur þegar kom að því að stökkva en upp- lifði mjög skrítna tilfinningu. Það var svo fáránleg tilhugsunin að vera kom- inn í þessa hæð og ætla að stökkva niður. Hins vegar voru þetta miklir fagmenn og allt mjög traustvekjandi.“ Fallhlífarstökk Sigmars var í tengslum við umfjöllun Kastljóss um Slysavarnafélagið Landsbjörg. „Við ætluðum að gera þetta fyrir nokkrum mánuðum en þurftum að hætta við vegna veðurs. Síðan hefur þetta verið á teikniborðinu og svo létum við verða af því núna milli jóla og nýárs,“ segir Sigmar og bætir við að hann hafi beðið spenntur. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði Þóra [Arnórsdóttir, innsk. blaða- manns] viljað fara en hún er ófrísk. Ég var líka til en ég veit að Þóra hef- ur verið öfundsjúk. Ég var andrenal- ínfíkill þegar ég var yngri og fannst allt svona spennandi en ekki leng- ur. Maður sækir minna í svona hluti þegar maður eldist,“ segir Sigmar en bætir við að hann búist þó við að prófa aftur. „Ég er meira en til í það en ég veit ekki hvort ég hafi þolinmæði í að læra þetta sem slíkt. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning sem er varla hægt að lýsa. Fólk verður bara að prófa,“ segir hann en viðurkenn- ir að hann hafi þurft að passa sig á að öskra ekki á leiðinni niður. „Ég var með vönum manni og hefði verið miklu hræddari ef ég hefði þurft að stökkva einn. Þessir strák- ar voru allir pollrólegir, fóru vel yfir öll atriði og vita greinilega alveg hvað þeir eru að gera,“ segir Sig- mar sem segist bera mikla virðingu fyrir starfi björgunarsveitarmanna. „Algjörlega. Það er frábært að það sé til fólk eins og þeir sem eru til í að stökkva út úr flugvélum í þús- und feta hæð með tug kílóa búnað í brjáluðum veðrum.“ 94 Fólk 30. desember 2011 Áramótablað Kaldur kalkúnn í jólamatinn n Tobba og Kalli eyddu jólunum í Frakklandi n Borðuðu tveimur tímum of seint vegna rafmagnsleysis n Úlpan í jólapakkanum mun koma sér vel Þ etta var alveg ógeðslega gam- an,“ segir fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Tobba Mar- inós sem eyddi jólunum ásamt kærastanum, borgar- fulltrúanum og Baggalútnum Karli Sigurðssyni, og fjölskyldu sinni í Pro- vence í Frakklandi. „Við vorum þarna ég og Kalli, mamma og pabbi, afi og amma og systur mínar. Átta stykki. Við skiptum á húsum þannig við vor- um í afskaplega stóru og fallegu húsi í sveitaþorpi í Provence,“ segir Tobba. Ferðina segir Tobba hafa verið ynd- islega þó ýmislegt hafi komið upp á. Mesta fíaskóið var í kringum jólamat- inn á aðfangadag þegar rafmagnið fór af korter í sex. „Þetta var bara rétt áður en kalkúnninn og allt með honum var tilbúið. Það eru engar búðir í þessu þorpi þannig við þurftum að fara allt annað að versla og panta sérstaklega kalkún hjá slátrara. Rafmagnið var af í rúman klukkutíma þannig kalkún- ninn varð kaldur og kartöflurnar frek- ar klesstar þannig við hlupum út um allt, kveiktum á kertum og reyndum að koma rafmagninu á,“ segir Tobba en lítil hjálp fékkst því eini rafvirkinn í bænum var sjálfur í jólafríi í París. „Við hringdum út um allt og Kalli notaði menntaskólafrönskuna sína af stakri snilld en það var enginn sem gat hjálpað okkur. Pabbi og Kalli hlupu því um allt hverfið að leita að einhverj- um rafmagnskassa sem var einhverj- um tveimur götum neðar. En loksins náðum við rafmagninu í gang, einum og hálfum tíma seinna. Þá hituðum við kalkúninn upp og borðuðum að ganga átta. Þetta var samt einhver besti jóla- matur sem ég hef fengið því tilhlökk- unin var svo sjúklega mikil,“ segir Tobba hlæjandi. Tobba segir að hún og Kalli hafi keypt osta fyrir mörg þúsund krónur til þess að gefa vinum og vandamönnum þegar heim væri komið. Það heppn- aðist þó ekki betur en svo að ostunum gleymdu þau í ísskápnum í húsinu. „Svo þegar í tollinn var komið var kona þar ekki sú hressasta því við vorum með smá yfirvigt og gerði hún einn- ig rauðvínið okkar upptækt. Við sem höfðum því farið sérstaka ferð til að kaupa rauðvín og osta til að eiga heima komum á endanum heim með hálf- tómar töskur. En þetta var samt sem áður algjörlega frábært,“ segir Tobba. Það var enginn jólasnjór hjá Tobbu því í Provence yfir jólahátíðina fór hitastigið mest niður undir frostmark en það var upp undir tuttugu stiga hiti á daginn. Snjórinn hér heima setti þó heldur betur strik í reikninginn hjá Tobbu, eins og svo mörgum öðrum, á fimmtudaginn þegar snjórinn var búin að grafa marga bíla inni. „Jesús minn. Eftir að hafa verið í gallabuxum, boms- um og dúnúlpu hér heima undanfarn- ar vikur ákvað ég að fara í kjól og háum hælum í vinnuna og reyna líta út eins og manneskja í vinnunni,“ segir Tobba sem var ekki skynsamleg ákvörðun. „Kalli og tveir nágrannar mínir voru klukkutíma að grafa bílinn minn út með kústum, skóflum og sköfum. Ég komst við illan leik í vinnuna, al- gjörlega ostalaus og gat því ekki boð- ið vinnufélögunum upp á osta og svo voru háu hælarnir gegnsósa og fóru á ofninn um leið og í vinnuna var kom- ið. Til allrar hamingju gáfum við Kalli hvort öðru úlpur í jólagjöf. Það virðist ætla verða sniðugasta jólagjöfin mið- að við þetta veður núna,“ segir Tobba Marinós. Gaman saman Tobba og Kalli í Provence um jólin. Öðruvísi Þorláksmessa Kalli fær sér pastarétt en ekki skötu í sólinni í Frakklandi á Þorláksmessu. Pollrólegir Sigmar ber mikla virðingu fyrir starfi björgunarsveitarmanna eftir þessa upplifun sem hann segir hafa verið magnaða. Kirkjuból eftir- minnilegast Á vefsíðunni bleikt.is lítur Kast- ljósstjarnan og fréttakonan Þóra Arnórsdóttir um hæl og rifjar upp það eftirminnilegasta í hennar lífi á árinu. Það segir hún vera sex vikna dvöl fjölskyldunnar á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önund- arfirði í sumar þar sem þau ráku litla bændagistingu. „Það var púl og puð og óskaplega gaman,“ segir Þóra. Það gerðist þó meira í lífi Þóru á árinu því hún komst að því að hún væri ólétt og myndi því bæta í sína annars stóru og mynd- arlegu fjölskyldu. Semur fyrir stjörnur Söngkonan Hafdís Huld vinnur við að semja tónlist fyrir popp- stjörnur sem tekið hafa þátt í hinum vinsælu þáttum X-Factor. Samhliða því semur hún tón- list fyrir sig. „Ég hef verið að gera þetta aðeins meðfram minni tón- list, að semja popp og mikið radd- aða tónlist sem skvísur geta dillað sér við,“ segir Hafdís í viðtali við Séð og heyrt. Hún segist þó ekki mega greina frá hvaða tónlistar- menn hún sé að semja fyrir en hún er samningi hjá höfundafyrir- tækinu Bucks Music Group. Þakklátur heimsmeistari Heimsmeistarinn í Crossfit, An- nie Mist Þórisdóttir, rakar nú inn viðurkenningunum í lok ársins en hún var kjörin íþróttamaður árs- ins í stórri kosningu útvarpsþátt- arins Reykjavík síðdegis, á íþrótta- vefsíðunni sport.is og einnig í DV. Annie þakkar fyrir sig á Facebook- síðu sinni og segir: „Takk allir sem að tóku þátt í kosningunni. Þið eruð frábær.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.