Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 101

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 101
„Mótmælendur gefast upp og þrástöður og tunnubarningur á Austurvelli dettur úr tísku.“ n Þótt stundum hafi verið mótmælt er fjöldinn svipur hjá sjón. „Völvan sér Björk Guðmundsdóttur stíga fram sem kjölfestufjárfesti í nýju fyrirtæki.“ n Fjárfestingarsjóður sem Björk lagði ríflega til var í fréttum á árinu. n Völvan spáði kyrrstöðu og mála- lengingum vegna fyrirhugaðs álvers við Húsavík. Það rættist og Alcoa tilkynnti að ekkert yrði af byggingu álvers við Bakka. „Nýr Icesave-samningur verður í umræðunni í upphafi nýs árs. Með pólitísku baktjaldamakki tekst að afstýra því að hann fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ n Þetta kom nokkuð ná- kvæmlega fram. Ólafur Ragnar skrifaði ekki undir samninginn en ekkert varð af þjóðaratkvæða- greiðslu. „Óttinn við afdrif í kosningum mun áfram tryggja ríkisstjórninni líf og setu á valdastóli þótt stundum verði efast um gildi þess. Eftir mikla naflaskoðun ætla samfylkingar- menn áfram að sigla með Jóhönnu Sigurðardóttur í stafni skútunnar.“ n Þetta gekk eftir. „Völvan sér Birgittu Jónsdóttur í fangelsi vegna mála sem tengjast Wikileaks.“ n Ekki hárnákvæmt en nálægt lagi því Birgitta hefur staðið í mikilli baráttu við amerísk yfirvöld vegna Twitter- skeyta sem tengjast Wikileaks. „Völvan sér Illuga Gunnarsson setjast aftur inn á þing í skugga háværra mótmæla sem koðna fljótlega niður.“ n Í haust tilkynnti Illugi að hann hygðist setjast aftur á þing eftir að hafa fengið lögfræðiálit um málið. „MP banki rær lífróður og á elleftu stundu tekst að safna nægu eigin fé til þess að bankinn fljóti áfram. Völvan sér Margeir Pétursson hverfa úr forystu bankans í tengslum við þetta mál.“ n Skúli Mogensen keypti sig inn í MP banka á árinu og síðan hefur lítið orðið vart við Margeir. „Árni Johnsen lendir í óheppilegri stöðu á nýju ári. Völvan sér hann í kastljósi fjölmiðla þar sem hann er talinn hafa farið offari í dugnaði sínum og stigið óafvitandi yfir strikið milli þess löglega og ólöglega.“ n Þorláksbúð er það eina sem þarf að segja um þennan spádóm. 4 Völvuspá 2012 30. desember 2011 Áramótablað Rættist í fyrra n Völvan sér átakanlegt morðmál koma upp á Suðurnesjum. Það upp- lýsist ekki strax og í nokkra daga fylgist þjóðin með leit lögreglunn- ar. Hún ber árangur og málið teygir anga sína til Reykjavíkur og skipulögð glæpastarfsemi kemur við sögu. n Geirfinnsmálið kemst enn einu sinni í fréttir á árinu. Starfs- hópur sem Ögmund- ur Jónasson skipaði um rannsókn á málinu skilar af sér seint á árinu. Niðurstaða hópsins er sú að ekki sé ástæða eða forsend- ur til endurupptöku málsins. Þetta veldur nokkurri reiði í samfélaginu en sá stormur gengur fljótt nið- ur þegar einn þeirra sem unnu að rannsókn málsins talar í fyrsta skipti opinberlega og vekur athygli þótt yfirlýsingar hans styrki ekki málstað hinna dæmdu. n Völvan sér mikið ha- varí kringum undarlegt mál á miðju ári. Björg- unarsveitir eru kallaðar út til leitar að manni nokkrum sem sagður er horfinn. Leitin vekur mikla athygli, ekki síst þegar í ljós kemur að um er að ræða þjóðþekkt- an einstakling. Maðurinn finnst um síðir heill á húfi í útlöndum en þangað hafði hann brugðið sér lítillega slævður af löglegum vímu- gjöfum en gleymt að láta vita af sér. Völvan sér þjóðina skellihlæja að öllu saman en trúverðugleiki hins týnda bíður nokkurn hnekki. n Völvan sér áframhaldandi fréttaflutning af skipulagðri glæpastarfsemi í Reykjavík og ná- grenni á árinu. Sífellt meiri hörku verður vart í samskiptum glæpamanna sín á milli og gagnvart „viðskiptavinum“ sínum. n Völvan sér því miður hrotta- fengið morð í Reykjavík á nýju ári og það teygir anga sína inn í raðir mótorhjólaklúbb- anna sem verið hafa í sviðsljósinu. Glæpir Viðskiptalífið n Feðgarnir sem eitt sinn voru kenndir við Bónus snúa aftur í smá- sölugeirann og hasla sér völl þar sem ævintýrið byrjaði, í Skútuvogi í húsnæði sem áður hýsti Húsasmiðj- una, beint á móti Bónus. n Margboðuð sam- eining banka verður að veruleika á árinu þegar Arion banki og Íslandsbanki sameinast. Höskuld- ur Ólafsson verður aðalbankastjóri nýs banka. Völvan sér Birnu Einars- dóttur í efstu lögum hins nýja fyrir- tækis en margir missa vinnuna við sameininguna. n Íslandsbanki verð- ur í fréttum á nýja árinu þegar þar verður gerð hús- leit í tengslum við lyfjafyrirtæki. n Völvan sér hatramm- ar deilur milli bænda á nýju ári. Þar kemur hið illræmda fyrirtæki Lífsval við sögu en það er nú í eigu Lands- bankans. Bankinn þykir ganga hart fram í skuldajöfnun og ráðstöfun kvóta sem áður var í eigu Lífsvals og völvan sér bændur skiptast í fylk- ingar vegna þessa máls. n Það vekur nokkra athygli þegar frétt- ist af enn stærri hlut Kaupfélags Skagfirðinga í Ár- vakri sem gefur út Morgunblaðið. Kaup- félagið tvöfaldar hlut sinn frá því sem nú er og gárungar kalla Morgunblaðið Nútímann eftir þessi traustatök Framsóknarveld- isins. n Þegar Arion banki selur 33 prósenta hlut sinn í útgerðarfyr- irtækinu Granda verður snörp en stutt valdabarátta með- al annarra hluthafa. Árni Vil- hjálmsson verður að lokum ofan á með dyggum stuðningi síns litríka tengdasonar, Guðmundar Franklíns Jónssonar. n Iceland Express tekst að forða sér frá algeru gjaldþroti með því að sameinast móð- urfyrirtæki sínu sem er í eigu Pálma Haraldssonar. Völvan sér fyrirtækið í nær samfelldu basli allt árið og ekkert lát á. n Olís verður tekið yfir af kröfuhöfum fyrir- tækisins með þátttöku Landsbankans. Með því lýkur valdatíma af- komenda Óla í Olís í þessu fornfræga fyrirtæki. n Íslenska þjóðkirkjan siglir ekki alveg lygnan sjó á nýju ári. Deilur innan kirkjunnar verða annað veifið í fjölmiðlum og völvan sér Skál- holt í miðju áframhaldandi deilna um byggingu Þorláksbúðar. Kirkjan dregst í auknum mæli inn í þær deilur og sumt af því sem kemur í ljós er henni ekki hagfellt. Völvan sér vígslubiskup í Skálholti í vandræða- legri stöðu. n Manna þarf tvær stöður biskups á nýju ári og verður hvort tveggja talið til umtalsverðra tíðinda. Annars vegar er það staða vígslubiskups á Hólum þar sem völvan sér konu ná kjöri og verða fyrsta kvenna til þess að gegna stöðunni. Þar er á ferð Agnes M. Sigurðardóttir sem tapaði naumlega í kjöri til sams konar emb- ættis í Skálholti sem fram fór á yfir- standandi ári. n Seinni tíðindin eru þau að í fyrsta skipti í þúsund ára sögu kristni á Íslandi verður kona kjörin biskup. Það er Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garða- bæ, sem eftir töluverðar umræður og nokkurn þrýsting ákveður að bjóða sig fram og fær glæsilega kosningu. n Þetta verður talið þjóðkirkjunni mjög til framdráttar eftir þau áföll sem á henni hafa dunið undanfarin ár. Kirkjan öðlast við þetta aukna tiltrú samfélagsins og snýr vörn í sókn. n Jónína Bene- diktsdóttir, de- tox-drottning Ís- lands, lætur verða af hótun sinni og flytur til Póllands á nýja árinu. Þar boðar hún fagnaðaerindi föstu og þarma- skolunar í ákafa og hlýtur betri við- tökur þar en hér heima. Sann- ast þar hið fornkveðna að enginn er sjómaður í sínu föðurlandi eða eitthvað svo- leiðis. Gunnar Þorsteinsson, eiginmaður Jónínu, verður eftir á Íslandi til að sinna hjörð sinni í Krossinum. Þau hjónin verða í mikið auglýstri og umtal- aðri fjarbúð á nýju ári. Opin- skáar lýsingar Jónínu á því hvernig slíku sambandi er háttað eiga eftir að vekja mikla kátínu með þjóð- inni. Kirkjan og trúin Meiri harka Völvan sér átakanlegt morð- mál á Suðurnesjum. Aftur í smásölu Völvan sér Bónus-feðga láta aftur til sín taka í smásölugeirann. Átök Deilur verða áfram innan kirkjunnar og kona verður biskup í fyrsta sinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.