Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Side 44

Víkurfréttir - 13.12.2012, Side 44
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR44 JólablaðIð 2012 Knattspyrnumaðurinn Gestur Gylfason fór eins og margir Íslendingar til Noregs eftir að hrunið skall á í leit að atvinnu og betra lífi. Gestur er að vinna við smíðar í Jölster í vestanverðum Noregi en hann fór af landi brott síðla sumars 2010. Marko Tanasic vinur Gests og fyrrum leikmaður Keflvíkinga, er að þjálfa knattspyrnulið bæjarins en hann útvegaði Gesti vinnu svo hann ákvað að slá til. Gestur segir að ekki hafi mikið verið að hafa vinnulega séð heima fyrir og þarna sá hann frábært tækifæri. „Marko vantaði einhvern svona rudda í vörnina og ég var til- valinn í það hlutverk,“ segir Gestur og hlær. Gestur hefur gert garðinn frægan með bæði Keflvík- ingum og Njarðvíkingum en hann á að baki farsælan og langan feril í knattspyrnunni. Ferlinum er þó hvergi nærri lokið. „Ég er fyrirliði hjá liðinu hérna og hef verið síðan ég kom út. Þannig að það þýðir ekkert fyrir mig að hætta þessu núna,“ segir Gestur glettinn. Liðið í bænum heitir Jölster IL og leikur í 4. deildinni í Noregi en þar er liðum skipt upp eftir svæðum í neðri deildum. „Meðan maður meiðist ekki þá er maður í þessu. Ég hef sloppið vel undanfarið og ekkert meiðst síðan ég kom hingað út.“ Auk þess að spila með karla- liðinu þá sér Gestur um að þjálfa kvennalið félagsins og hann er þessa stundina að ná sér í þjálfararéttindi og hyggur jafnvel á frama á þeim vettvangi. Er ekkert á heimleið á næstunni Gestur er mjög sáttur í starfi sínu í en hann segir starf smiðsins vera afar fjölbreytt í Noregi og auk þess eru launin góð. „Ég kvarta ekkert yfir laununum hérna og það er nóg að gera,“ segir Gestur sem býst ekki við því að vera á heimleið á næstunni. „Það þyrfti eitthvað rosalega gott að koma upp ef það ætti að verða,“ en þó kemur Gestur reglulega í heimsókn til Íslands enda fjölskyldan öll þar. Áður hefur Gestur reynt fyrir sér í Noregi en það var árið 1995 þegar hann lék knattspyrnu með Ströms- godset í Drammen í rúmlega ár. Það var því frekar auðveld ákvörðun fyrir hann að taka stökkið núna þegar tækifæri gafst til enda líkaði honum dvölin vel í fyrra skiptið. Gestur fylgist vel með gangi mála heima í Reykjanesbæ en hann er í góðu sambandi við fjölskyldu og vini. Hann heyrir reglulega í fyrrum liðsfélögum úr fótbolt- anum og veit alltaf hvað er um að vera í boltanum. Gestur býr í Skei í Jölster en þar búa um 400 íbúar en í nánasta umhverfi búa um 3000 manns. Gestur býr á neðri hæðinni hjá eldra fólki sem hefur reynst honum afar vel og segir hann að bærinn sé frekar rólegur. „Þetta hentar manni alveg því maður er kominn á þann aldur að maður er ekki að djamma eða neitt slíkt. Svo er verið að æfa mörgum sinnum í viku og nóg að gera í vinnunni,“ en Gestur er hugsanlega að auka við sig og taka að sér aukavinnu fyrir bændur á svæðinu. Annars er venjulegur vinnudagur þannig að byrjað er að vinna um 7:30 eða 8:00 og deginum lýkur um klukkan 15:30. Veðurfar er nokkuð ólíkt því sem Suðurnesjamenn eiga að venjast en Gestur segir nokkuð snjóþungt vera í Jölster á veturna. Þarna rignir líka meira en í Bergen að sögn Gests og þá er nú mikið sagt. Norðmenn lífsglaðari en Íslendingar Að hans mati eru ekki allir svo heppnir að fá svona tækifæri og hafa góða vinnu. Gestur er á því að hann hefði sjálfsagt farið heim aftur hefði ekki gengið svona vel að aðlagast öllu umhverfinu og auk þess finnst honum gott að hafa nóg að gera í vinnunni. Tungu- málið vefst ekki fyrir Gesti en hann byrjaði einfald- lega að tala málið um leið og út var komið og daglega umgengst hann fólk sem hjálpar honum að læra norsk- una. Hann ber Norðmönnum vel söguna. „Ég myndi segja að yfirhöfuð væru Norðmennirnir mun ánægðari en við Íslendingar. Hér upplifi ég allt annað viðhorf gagnvart lífinu og allir eru mjög hressir.“ Ef maður nennir líka að vinna og leggja hart að sér þá taka Norð- menn vel á móti manni, við erum varla útlendingar í þeirra augum.“ Hann segir að fólk hafi það gott á þessum slóðum en stundum blöskrar honum verðlagið í Noregi. Hvað ætlar Gestur annars að vera lengi í boltanum? „Ég tek alveg 1-2 ár til viðbótar ef ég held mér heilum. 45 ára er fínn aldur til að hætta þessu,“ segir Gestur hress að lokum. Hætti 45 ára í boltanum - Gestur Gylfason er enn á fullu og hefur það gott í Noregi Gestur þeysist um hafflötinn á sjóþotu. Knattspyrnuvöllurinn í Jölster.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.