Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Öldrunarlækningar á Íslandi – þróun og framtíðarsýn Aðalsteinn Guðmundsson lyf- og öldrunarlæknir, LSH Formaður FÍÖ Ársæll Jónsson lyf- og öldrunarlæknir, LSH Fyrsti formaður FÍÖ Inngangur Öldrunarlækningar litu fyrst dagsins ljós um miðbik síðustu aldar þegar læknar í Bretlandi og í Bandaríkj­ unum sýndu fram á að hægt væri að koma fólki aftur til sjálfstæðrar tilveru eftir vistun á langlegustofnun á grundvelli hrumleika eða ástands sem var talið óaft­ urkræft. Þessu dæmi var snúið við með heildrænni nálgun, bættri greiningu sjúkdóma, fjölþættri end­ urhæfingu en ekki síst með breytingu á hugarfari. Aldurstengdir sjúkdómar voru betur skilgreindir, meðferð þeirra bætt og komið á verklagi með mats­ skölum, forvörnum og þverfaglegri teymisvinnu. Með árunum hefur þörfin fyrir öldrunarlækningar aukist mikið vegna framfara í læknisfræði, mikillar fjölgunar aldraðra og einstaklinga með fötlun eða færniskerð­ ingu af völdum langvinnra sjúkdóma. Heilbrigðisþjón­ ustan á hinsvegar ennþá talsvert í land með að koma til móts við þessa þróun, enda býr hún við takmörkuð fjár­ ráð, miðstýrt og flókið skipulag sem er fremur sniðið að þörfum yngri hópa með færri og samþættari vandamál. Félög öldrunarlækna Bandaríska öldrunarlæknafélagið (AGS) var stofnað árið 1942, það breska (BGS) stofnað árið 1947 og Félag ís­ lenskra öldrunarlækna (FÍÖ) 26. október árið 1989 og hef­ ur því starfað í 18 ár. Áður hafði sérstök læknanefnd ver­ ið starfandi innan Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ), sem stofnað var árið 1974. Í lögum FÍÖ segir að tilgangur félagsins sé að: • efla þekkingu og rannsóknir á sviði öldrunarlækn­ inga • stuðla að forvörnum, bættri greiningu og meðferð aldraðra • halda uppi samskiptum við hliðstæð félög erlendis • vinna að hagsmunum íslenskra öldrunarlækna • vinna að framgangi öldrunarlækninga á Íslandi í samstarfi við önnur félög og stofnanir • styrkja félagsleg samskipti meðal félagsmanna Stofnfélagar FÍÖ voru 28, en 12 læknar höfðu þá öðlast sérfræðiréttindi í öldrunarlækningum á Íslandi. Félagið er opið öllum læknum sem hafa öldrunarlækningar að áhugasviði. Félagið gaf út fréttablað fyrstu árin og er þar getið um ályktanir og samþykktir, sem það sendi til heil­ brigðismálanefnda og stjórnmálaflokka á Alþingi Íslands (Fréttabréf Félags íslenskra öldrunarlækna 1992;3:8.). Yfir vetrarmánuðina hafa verið haldnir reglubundn­ ir félagsfundir og stundum á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum, sem skoðuð voru í leiðinni. Félagið hefur haldið námskeið og fræðslufundi og fengið til sín fyrirlesara bæði innan félags og utan. Á Íslandi er veiting sérfræðileyfa lækna í höndum stjórnvalda samkvæmt reglugerð um veitingu lækninga­ leyfa og sérfræðileyfa nr 305/1997. Þar eru öldrunarlækn­ ingar taldar undirgrein lyflækninga en einnig má veita sér­ fræðileyfi lækni sem fengið hefur sérfræðileyfi frá löndum þar sem gerðar eru sambærilegar kröfur til bæði mennt­ unar og starfsþjálfunar. Alls hafa 17 sérfræðileyfi verið veitt á Íslandi með öldrunarlækningar sem undirgrein lyflækninga og 3 sérfræðileyfi með öldrunarlækningar

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.