Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 38

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 38
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 heilabilun. Í öðru lagi að athuga hvort hægt sé að greina þá einstaklinga sem eru hvað líklegastir til að þróa heila­ bilunarsjúkdóm á næstu árum með taugasálfræðilegum prófum. Í þriðja og síðasta lagi að athuga hvaða þættir vit­ ræns starfs skerðast fyrst þegar einstaklingur þróar með sér Alzheimers­sjúkdóm og þá hvaða taugasálfræðileg próf eru næmust á byrjandi Alzheimers­sjúkdóm. Aðferð Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni skiptust í þrjá hópa: 1) ný­ greinda einstaklinga með Alzheimers­sjúkdóm, 2) systkini þessara Alzheimers­sjúklinga og 3) viðmiðunarhóp. Auk systkinis átti fólk í systkinahóp að minnsta kosti einn ætt­ ingja innan sex meiósuskiptinga1 sem greindur hafði verið með Alzheimers­sjúkdóm. Þátttakendur í viðmiðunarhóp voru makar systkinanna og átti enginn þeirra fyrsta stigs ættingja með heilabilun svo vitað væri2. Mælitæki Íslenskar útgáfur á erlendum taugasálfræðilegum próf­ um sem vitað er að séu næm á byrjandi heilabilun voru notaðar. Lagður var fyrir spurningalisti um heilsufar, þar sem safnað var upplýsingum um hugsanlega þætti sem haft gætu áhrif á frammistöðu í prófunum eins og skóla­ göngu, sjúkdóma og slys. Þátttakendur voru einnig beðnir 1 Sem dæmi um skyldleika þá gætu viðkomandi átt sama langafa og/eða langömmu 2 Fyrsta stigs ættingi er annaðhvort barn eða systkini. um að leggja mat á eigið minni og árið 2005 var lagður fyr­ ir sérstakur Spurningalisti um minnisvandkvæði (Margrét Dóra Ragnarsdóttir og María K. Jónsdóttir, óútgefið). Í töflu 1 má sjá þá þætti hugarstarfs sem talið er að taugasálfræðilegu prófin sem notast var við í þessari rann­ sókn séu að mæla. Sum prófanna mæla fleiri en einn þátt hugarstarfs (Lezak ofl., 2004). Framkvæmd Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Allir þátttakendur fylltu út skriflega yfirlýsingu um samþykki. Í endurprófuninni gátu þátttak­ endur valið um að fá að vita hvort um marktæka afturför hafi verið að ræða frá fyrri prófun sex árum áður eða ekki. Í þeim tilvikum bauð ábyrgðarlæknir rannsóknarinnar viðkomandi að koma í frekari greiningu. Einnig var blóð­ prufum safnað en hér er ekki notast við upplýsingar sem fengust úr blóðgreiningunni. Rannsókn á árunum 1998-2001 Í rannsókn sem spannaði árin 1998 til 2001 voru fjór­ ir hópar þátttakenda prófaðir. Rannsóknarhóparnir voru nýgreindir Alzheimers­sjúklingar, systkini þessara Alz­ heimers­sjúklinga og svo börn Alzheimers­sjúklinganna sem voru 40 ára og eldri. Til þess að hafa samanburð við rannsóknarhópana var viðmiðunarhópur prófaður sem samanstóð að mestu af mökum þátttakenda í rannsókn­ arhópunum, en þessi hópur mátti ekki eiga systkini eða foreldri með þekktan heilabilunarsjúkdóm. Í dag er verið að vinna úr niðurstöðum prófana á börnum Alzheimers­ sjúklinga og einnig er verið að endurprófa hluta þeirra, en nánari umfjöllun um þá rannsókn er hér að neðan. Árið 2001 fór fram tölfræðiúrvinnsla á hinum rannsóknarhóp­ unum og viðmiðunarhópi, en rannsóknin samanstóð af 85 nýgreindum Alzheimers­sjúklingum, 95 systkinum Alzheimers­sjúklinga og 68 viðmiðum. Allir þrír hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kyn og menntun. Alzhei­ mers hópurinn var hinsvegar marktækt eldri en viðmið­ unarhópurinn (sjá töflu 2). Niðurstöður þessarar rannsóknar bentu til að systkini Alzheimers­sjúklinga sem ekki höfðu fengið greiningu um heilabilunarsjúkdóm og höfðu ekki leitað til lækn­ is vegna minnistruflana eða annarra kvilla sem almennt tengjast heilabilun voru skertari á yrtu og óyrtu minni, áttun og athygli, og svo prófi sem metur hugrænan hraða, samanborið við fólk sem átti enga nákomna ættingja með heilabilun. Einnig var frammistaða systkinahóps slakari en viðmiðunarhóps á öðrum taugasálfræðilegum prófum þó svo að munur væri ekki marktækur. Eigið mat á minni þessara hópa var hinsvegar svipað. Þetta voru áhugaverð­ ar niðurstöður og þá lá beinast við að athuga hvort allur systkinahópurinn sem heild sýndi lakari frammistöðu á þessum prófum eða hvort þetta væri einungis bundið við ákveðna einstaklinga. Næsta skref var því að athuga hvernig frammistaða einstaklinga í sjúklinga­, systkina­ og viðmiðunarhóp dreifðist á taugasálfræðilegu prófunum. Sú athugun leiddi í ljós að um 11 systkini (tæp 12%) skor­ uðu eins og Alzheimers­sjúklinga hópurinn á taugasál­ Áttun: Áttun á eigin persónu, stað og stund Yrt og óyrt minni: Sögur, tafarlaust og seinkað minni Kennsl sagna Orðapör, auðveld og erfið Rey mynd, tafarlaust og seinkað minni Kennsl Rey myndar Mál: Orðaleikni Boston nefnipróf Athygli og hugrænn hraði: Slóðarpróf A og B Talnarunur Sjónræn skynjun og úrvinnsla: Litafletir Ófullgerðar myndir Rey mynd, afrit Rökhugsun og stýring: Líkingar Orðaleikni Slóðarpróf B Taugasálfræðileg próf og skipting þeirra á ólíka þætti hugarstarfs Tafla 1. Þættir hugarstarfs sem taugasálfræðileg próf í rannsókninni mæla.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.