Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 23

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 23
2 ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 www.oldrun.net Iðjuþjálfun sem vísindagrein Iðjuþjálfun er vísindagrein sem byggir á iðjuvísindum, hug­ og félagsvísindum, heilbrigðisvísindum og raunvís­ indum. Fagið er kennt við Háskólann á Akureyri og er fjögurra ára B.Sc. nám. Iðjuþjálfar leggja áherslu á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Einnig leggja þeir áherslu á mikilvægi þess að efla einstaklinginn til að vera virkur og gefa honum þannig tækifæri á að vera þátttakandi í að móta eigið líf. Með því móti eykst trú hans á eigin áhrifa­ mátt. Iðjuþjálfar ganga út frá því að allt sem við tökum okk­ ur fyrir hendur sé iðja, því er mikilvægt að við skilgrein­ um iðju. Margir skilgreina iðju sem eitthvað starfs­ eða atvinnutengt, hins vegar hafa iðjuþjálfar útvíkkað þetta hugtak. Iðja er í rauninni samansafn af athöfnum sem ein­ staklingar taka þátt í þ.e. öll þau verk og athafnir sem fólk tekur þátt í til að annast sjálft sig, njóta lífsins og vera nýtir þjóðfélagsþegnar. Þátttaka í iðju er forsenda mannlegrar tilveru en iðjuþjálfar ganga út frá því að einstaklingar séu í eðli sínu virkir og haldnir athafnaþörf. Iðjuþjálfun og aldraðir Ester Halldórsdóttir iðjuþjálfi Droplaugarstöðum Í þessari grein verður stuttlega fjallað um hvað iðjuþjálfun er, hugmyndafræðin að baki faginu kynnt, fjallað um iðjuþjálfun og aldraða og kynnt það starf sem iðjuþjálfi sinnir á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Tilgangurinn með iðjuþjálfun er að gera fólki kleift að móta og taka virkan þátt í iðju sem er því mikilvæg og stuðlar að auknu sjálfræði og lífsfyllingu. Skjólstæðingar okkar eru því oft einstaklingar eða hópar sem vegna rösk­ unar á þroska, veikinda, áfalla eða öldrunar hafa takmark­ aða möguleika til iðju. Iðjuþjálfar vinna með einstaklingum á öllum aldursskeiðum og á þjónustan við þá að vera í boði bæði innan og utan hefbundinna heilbrigðisstofnana. Iðjuþjálfar vinna út frá svo kallaðri top­down nálgun en ekki bottom­up, þar sem við skoðum fyrst iðjuhlutverk einstaklingsins og hvað tengist hlutverkinu, þá verkin sem tilheyra iðjunni og að lokum athafnirnar/gjörðirnar. Iðjuþjálfar leitast við að hafa eftirfarandi að leiðarljósi í þjónustu sinni: • Virðingu fyrir einstaklingunum og framlagi hans til eflingar á eigin færni við iðju • Heildarsýn á manninum og gildi iðju fyrir þroska hans, aðlögun og lífsfyllingu • Notkun iðju á markvissan hátt til að auka færni og koma í veg fyrir röskun á færni • Þroskahugtakið og tengsl þroska við breytileg við­ fangsefni mismunandi æviskeiða • Samspil einstaklings og umhverfis og mikilvægi þess í mótun hlutverka er fela í sér iðju Iðjuþjálfar leggja mikla áherslu á gagnreynda þjón­ ustu og í siðareglum iðjuþjálfa er lögð áhersla á að þeir auki stöðugt þekkingu sína. Með því móti vilja iðjuþjálfar tryggja að starfið sé byggt á nýjustu, réttmætustu og áreið­ anlegustu gögnum um áhrif þeirrar íhlutunar sem verið er að veita. Er búið að sannreyna að þessi þjónusta beri árangur? Það hefur hamlað að við höfum í gegnum tíðina ekki haft úr svo mörgum rannsóknum að moða en það hef­ ur orðið mikil breyting þar á á undanförnum árum. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Iðjuþjálfar starfa með öldruðum víða í samfélaginu. Má þar nefna innan heilsugæslunnar, með skjólstæðing­ um heimahjúkrunar, á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofn­ unum og hjúkrunarheimilum. Má segja að framboð á iðju­ þjálfum sem hafa áhuga á að starfa með öldruðum hafi verið mun minna en eftirspurnin, en erfiðlega hefur geng­ ið að manna þær stöður sem í boði eru innan öldrunar­ þjónustunnar. Iðjuþjálfun og aldraðir á hjúkrunarheimili Þegar við hugsum um hinn aldraða verðum við að hafa í huga aldurstengdar breytingar sem eiga sér stað í úrlausn á vandamálum, rökhugsun, minni, vinnsluminni og athygli. Hvað allt þetta varðar verða breytingarnar

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.