Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 24

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 24
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 mest áberandi eftir sjötugt. Heilabilun sem einkennist af gleymsku og erfiðleikum að tjá sig í orði er ekki eðlileg­ ur hluti ellinnar heldur afleiðing sjúkdóma. Helsta iðja þessara einstaklinga er yfirleitt í sambandi við athafnir daglegs lífs (ADL) og tómstundir. Starf iðjuþjálfa byggist því að miklu leyti á að viðhalda getu einstaklingsins eða að aðlaga umhverfið að getu hans með hjálpartækjum til að auðvelda honum daglegt líf. Sálfélagsleg nálgun er líka stór þáttur í okkar starfi þar sem helstu hindranir í þroska inni á hjúkrunarheimilum eru einmanaleiki, hjálparleysi og leiði. Við erum því að horfa á þætti er varða vilja, vana og framkvæmdagetu. En hvernig nýtist þetta á hjúkrunarheimili? Heilsa er víðtækara hugtak en það eitt að vera án sjúkdóma. Heilsa er sterklega háð því að hafa val og stjórn á eigin dag­ legu iðju. Skjólstæðingar okkar eru með ýmis einkenni sjúkdóma og það er tekið á þeim, en hvaða áhrif hefur sjúkdómurinn haft á þeirra daglega líf? Hvað hefur sam­ fallsbrotið haft í för með sér fyrir utan það að finna til? Til dæmis getur viðkomandi átt erfitt með að standa upp úr rúmi, að setjast og standa upp frá salerni eða stól. Það getur verið erfitt að ganga um eða að teygja sig eftir hlut­ um o.s.frv. Því er mikilvægt að allar fagstéttir innan heil­ brigðiskerfisins vinni vel saman að hag skjólstæðingsins því það er jú hann sem er að leita eftir þjónustunni og það er auk þess samfélagslegur sparnaður að hann geti verið sem mest sjálfbjarga. Það hefur ekki farið fram hjá okkur að lýðfræðin er að breytast og öldruðum fjölgar og nú þegar eru biðlistar eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Iðjuþjálfun á Droplaugarstöðum Á Droplaugarstöðum fer fram bæði einstaklings­ og hópþjálfun. Við reyn­ um að finna út hvað það er sem vek­ ur áhuga íbúanna og í hverju skerð­ ing þeirra liggur. Til þess notum við hin ýmsu matstæki s.s. MMSE (Mini mental state examination), COPM (Canadian occupational performance measure), OSA (Occupational self assessment), Áhugalista og Barthel. Einnig verðum við að hafa í huga hvaða iðja það er sem þessi kynslóð er vön að fást við, auk þess sem við kynn­ um fyrir íbúunum nýja hluti þeim til góðs. Allt er þetta gert til að viðhalda og eða auka hreyfanleika, stuðla að aukinni hamingju, örva minnið, efla lyktar­ og bragðskyn. Eins og sjá má þá er þjálfunin bæði líkamlegs eðlis og sálfélagsleg. Í stórum dráttum þá hafa iðjuþjálfar á Droplaugarstöðum verið að fást við ADL þjálf­ un og vitræna þjálfun. Lestur og umræða úr dagblöðum fer fram alla virka daga og auk þess er framhaldssöguhópur einu sinni í viku. Sulta og marmelaði er búið til reglulega, sumt af því hráefni sem til er notað ræktum við sjálf í gróð­ urhúsinu okkar, sem íbúar hafa síðan á boðstólnum með kaffinu. Boccia, bakstur og söngur fer fram einu sinni í viku. Við höfum verið þess aðnjótandi að hér kemur kona einu sinni í viku í sjálfboðavinnu og spilar á gítar og stjórn­ ar fjöldasöng. Búið er að setja saman hin ýmsu sönghefti og eru íbúar mjög ánægðir með söngstundirnar. Tvisvar í viku er komið saman til að prjóna, hekla og sauma. Íbúar hafa aðgang að bókum frá Gerðubergsbókasafni og hljóð­ snældum frá Blindrabókasafninu. Í samvinnu við Hall­ grímskirkju er boðið uppá guðsþjónustur á tveggja vikna fresti. Á milli leikskólans Sólhlíðar og Droplaugarstaða er í gangi samstarfsverkefni sem Þróunarsjóður menntasviðs Reykjavíkurborgar styrkir. Börn af leikskólanum koma á þriggja vikna fresti og tökum við fyrir hin ýmsu verkefni og vinnum út frá því að miðla hver til annars til skiptis. Til að mynda taka börnin þátt í sláturgerð og fá þannig að kynnast því hvernig matur var búinn til í gamladaga og fræðslu um hvernig hann var geymdur. Börnin hafa svo til dæmis kynnt fyrir íbúum hvernig hægt er að skreyta egg fyrir páskana og sungið lög og verið með leikþátt sem þau sömdu sjálf. Spilamennska er stunduð einu sinni í viku og er þá ýmist spilað á spil, Yat­ zie, Trivial Pursuit, Ludo eða einhver önnur borðspil og er tilgangurinn sá að örva athygli, einbeitingu, úthald, fínhreyfingar og félagslegt samneyti. Auk þess spilum við bingó einu sinni í mánuði. Við gerum líka ýmislegt fyrir utan heimilið s.s. leikhúsferðir tvisvar á ári, safnaferðir, sumarferð, haustlitaferð og jólaljósaferð. Ýmsar uppákomur eru líka haldnar á Drop­ laugarstöðum, má þar nefna tónleika, þrettándagleði, þorrablót, góugleði, sumargleði og litlujól. Árstíðabundið er svo að taka slátur, skera út lauf­ abrauð og baka fyrir jólin. Gróðurhús er á staðnum sem vinsælt er að nota, sérstaklega á sumrin, en íbúar taka virkan þátt í vinnunni í því árið um kring. Af þessu má sjá að það er hægt að gera ýmislegt og um að gera að vera ófeimin við að prófa sig áfram, en til að halda úti svona miklu starfi þurfa starfsstéttirnar inni á hjúkrunarheim­ ilunum að vinna vel saman að hag íbúanna.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.