Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 43

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 43
 ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 www.oldrun.net Fyrirkomulag námsins Námið er að hluta til kennt í fjarnámi, í lotum og fyrir­ lestrum sem settir verða á vefinn. Gert er ráð fyrir að nem­ endur sæki námskeiðin Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta og Áhrifaþættir öldrunar: umhverfi, félagstengsl og heilsufar, en geti síðan valið um önnur námskeið. Hægt er að velja námskeið á meistarastigi sem fjalla um málefni aldraðra og kennd eru við aðrar deildir en Félagsvísinda­ deild Háskóla Íslands. Einnig er hægt að velja námskeið sem kennd eru við samstarfsskóla Háskóla Íslands á sviði öldrunarfræða á Norðurlöndum. Þau námskeið eru ým­ ist kennd í fjarnámi eða í lotum. Samstarfsskólarnir eru Háskólinn í Jyväskylä í Finnlandi, Háskólinn í Jönköping í Svíþjóð og Háskólinn í Lundi, Svíþjóð. Námskeiðin skulu valin í samráði við umsjónarkennara. Í samræmi við stefnu Háskóla Íslands hefur félags­ ráðgjafarskor verið í samstarfi við háskóla á Norðurlönd­ um um að koma á fót sameiginlegu þverfaglegu norrænu meistaranámi í öldrunarfræðum (Nordic Interdisciplinary Master Programme in Gerontology, NordMaG). Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að huga að mennt­ un þeirra sem vinna með öldruðum jafnt og þeim sem yngri eru. Með námi á meistarastigi á sviði öldrunarfræða er Háskóli Íslands að leggja sitt af mörkum til að stuðla að betra umhverfi fyrir aldraða, betri þjónustu og fordóma­ lausum viðhorfum. Umsjón með náminu hefur Sigurveig H. Sigurðar­ dóttir, lektor. Umsóknarfrestur um diplómanámið er til 5. júní, en umsóknarfrestur um MA námið er til 15. apríl og 15. nóvember. Nánari upplýsingar um forkröfur og eins­ tök námskeið er að finna á heimasíðu félagsvísindadeildar www.hi.is/felags og í Kennsluskrá HÍ 2007­2008 á vef Há­ skóla Íslands, www.hi.is.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.