Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 22

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 22
22 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu Sara Hafsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari LSH í Fossvogi formaður FSÖ Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ) var stofnað 25. janúar 1996. Stofnendur voru 26 sjúkraþjálfarar sem unnu með aldraða einstaklinga á hinum ýmsu stofnunum víðsvegar um landið. Þórunn B. Björnsdóttir var kosin formaður félagsins, aðrir í þessari fyrstu stjórn félagsins voru Sigrún Guðjónsdóttir, Inger Elíasson og Bergþóra Baldursdóttir. Markmið félagsins eru: Fagleg: • Að stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi fyrir aldraða • Að stuðla að framhaldsmenntun og rannsóknum í sjúkraþjálfun aldraðra • Að efla samskipti við hliðstæð félög erlendis Félagsleg: • Að efla samskipti milli sjúkraþjálfara í öldrunarþjón­ ustu víðsvegar um landið Félagið hefur gefið út fræðslubækling og veggspjald um byltur, forvarnir og tillögur að úrbótum. Einnig fræðslurit, bækling og veggspjald um heilabilun. FSÖ hefur staðið að gerð kennsluefnis um byltur og forvarnir annars vegar og mikilvægi hreyfingar hjá öldruðum hins vegar. Þetta efni geta félagsmenn fengið lánað. Bæklingur um líkamshreyf­ ingu og beinþynningu hefur einnig verið gefinn út. Félagsmaður í FSÖ, Þórunn B. Björnsdóttir, var einn höfunda að leikinni fræðslumynd um heilabilun, Hugarhvarf – lífið heldur áfram með heilabilun. Þá hafa félagsmenn þýtt og staðfært nokkra mæli­ kvarða innan öldrunarsjúkraþjálfunar. Má nálgast þá á raf­ rænu formi í mælitækjabanka Félags íslenskra sjúkraþjálf­ ara (www.physio.is). Félagið var með kynningarbás á norrænu þingi sjúkra­ þjálfara og norrænni öldrunarráðsstefnu sem fram fór hér á landi árið 2000. Nokkrir félagar úr FSÖ tóku þátt í 14. heimsþingi sjúkraþjálfara sem haldið var í Barcelona 7.­12. júní 2003. Mikilvægt skref var stigið á þinginu er formlegur stofn­ fundur alþjóðlegs félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu innan heimssamtakanna var haldinn. Hugmyndin að stofn­ un félagsins kviknaði á alþjóðlegu námskeiði í sjúkraþjálf­ un aldraðra sem haldið var á Möltu 1993 á vegum World Confederation for Physical Therapy (WCPT). Skipuð var undirbúningsnefnd sem vann ötullega að framgangi máls­ ins en fylgja þarf ströngum vinnureglum heimssamtaka sjúkraþjálfara til að öðlast viðurkenningu sem formlegt undirfélag innan samtakanna. Erlent heiti félagsins er The International Association of Physical Therapists working with Older People (IPTOP). Ísland var á meðal 14 stofn­ aðildarlanda félagsins og sátu sex íslenskir sjúkraþjálfarar stofnfundinn fyrir hönd FSÖ. Stofnaðildarlöndin eru auk Íslands: Nýja Sjáland, Ástralía, Búlgaría, Finnland, Þýska­ land, Írland, Malta, Svíþjóð, Tyrkland, Bretland, Kanada, Bandaríkin og Chile. Stofnfélagar eru tæplega 7.000. Fleiri lönd hafa sótt um aðild að alþjóðafélaginu. Á meðal meginmarkmiða alþjóðafélagsins er: • Að koma á samvinnu milli sjúkraþjálfara í öldrunar­ þjónustu um allan heim • Að stuðla að auknum gæðum í endurhæfingu aldraðra • Að hvetja til rannsókna og skapa tækifæri til miðlunar þekkingar milli félagsmanna • Að aðstoða aðildarlönd WCPT við að stofna undirfélög sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu í eigin heimalöndum Efnt var til samkeppni um merki IPTOP og er ánægju­ legt að geta þess að merki hannað af Þórunni B. Björns­ dóttur, sjúkraþjálfara á Íslandi, varð fyrir valinu. Frá stofnun alþjóðafélagsins hafa árlega verið haldnar ráðstefnur á vegum þess í hinum mismunandi aðildarlönd­ um. Starf FSÖ yfir vetrartímann er: skipulögð dagskrá með fyrirlestrum og fræðslu fyrir félagsmenn. Farnar eru ferð­ ir á haustin eða vorin til að kynnast starfsemi mismunandi stofnana víðs vegar um landið. Þetta er kjörinn vettvangur til að fræðast og kynnast betur innbyrðis. Nú eru yfir 60 meðlimir í félaginu. Núverandi stjórn FSÖ er þannig skipuð: Formaður: Sara Hafsteinsdóttir, sarahaf@landspitali.is Ritari: Sigrún B. Bergmundsdóttir, sigrunbb@landspitali.is Gjaldkeri: Jón Þ. Brandsson, jonbrand@sjukrathjalfarinn.is Varamaður: Sigrún Guðjónsdóttir, sigrun@skjol.is Löggiltir sjúkraþjálfarar innan Félags íslenskra sjúkra­ þjálfara geta orðið félagar. Áhugasömum er bent á að snúa sér til stjórnar FSÖ.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.