Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 26

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 26
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Upphaf öldrunarfélagsráðgjafar Félagsráðgjöf í þágu aldraðra á Íslandi hófst árið 1962 þegar breytingar urðu á skipulagi Skrifstofu framfærslu­ mála í Reykjavík. Starfseminni var þá skipt í tvær deild­ ir, annaðist önnur þeirra framfærslumál en hin almenna félagsaðstoð. Þá starfaði við skrifstofuna Margrét Steingrímsdóttir félagsráðgjafi, en stór hluti af starfi hennar var að aðstoða aldraða. Árið 1980 var Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi ráðinn til starfa til Ellimáladeildar til að sinna málefnum aldraðra. Fyrsti félagsráðgjafinn sem vann að öldrunarfélagsráð­ gjöf á sjúkrahúsum kom til starfa á öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10b árið 1975. Fyrsta deildin fyrir aldraða var opnuð í B­álmu Borgarspítalans árið 1983. Þá var ráðinn félagsráðgjafi og þar störfuðu þeir við öldrunar­ lækningadeildir til 2004. Þverfaglegt öldrunarteymi tók til starfa á Landspítalanum við Hringbraut 1996. Eftir stofnun Landspítala­háskólasjúkrahúss árið 2001 starfaði teymið á LSH, Fossvogi og Hringbraut. Árið 2004 tók út­ Öldrunarfélagsráðgjafar Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi formaður fagdeildar félags- ráðgjafa í öldrunarþjónustu Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi Hrafnistu skriftar­ og öldrunarteymi til starfa með nýjum áherslum, en það þjónar einnig sjúklingum sem eru yngri en 67 ára. Félagsráðgjafar hafa frá upphafi verið virkir þátttakendur í teymisvinnu á öldrunarlækningadeildum ásamt öðrum starfsstéttum. Árið 1997 voru öldrunarlækningadeildirnar á Sjúkra­ húsi Reykjavíkur og í Hátúni 10b sameinaðar og starf­ semin flutt á Landakot. Nú starfa átta félagsráðgjafar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við þjónustu aldraðra og fjölskyldna þeirra. Viðfangsefni öldrunarfélagsráðgjafa Félagsráðgjafar koma víða að starfi í þágu aldraðra, bæði við ráðgjöf, stjórnun og stefnumótun. Starf félagsráðgjafans er einkum fólgið í að aðstoða aldraða og aðstandendur þeirra við lausn ýmissa félags­ legra vandamála sem upp koma í kjölfar veikinda og heilsubrests. Félagsráðgjafinn veitir einnig upplýsingar og ráðgjöf um ýmis þau réttindi og þjónustu sem aldraðir eiga rétt á. Félagsráðgjafar hafa staðið fyrir margs konar fræðslu eins og að undirbúa og aðlaga aldraða að starfslokum á vegum verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Einnig hafa þeir ver­ ið með fræðslu um ofbeldi gagnvart öldruðum. Þeir hafa verið með stuðningshópa fyrir aðstandendur aldraðra með minnissjúkdóma, stundum í samstarfi við aðrar fagstéttir. Félagsráðgjafar hafa gjarnan frumkvæði að nýjum úr­ ræðum fyrir aldraða og má þar nefna stofnun dagvista og stoðbýlis fyrir aldraða með minnissjúkdóma. Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu Stofnfundur fagdeildar félagsráðgjafa í öldrunarþjón­ ustu innan Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa var hald­ inn á Landakoti 17. nóvember 2006. Helstu markmið fagdeildar eru: • Að stuðla að framhaldsmenntun, símenntun og rann­ sóknum í félagsráðgjöf fyrir aldraða • Að efla samskipti milli félagsráðgjafa í öldrunarþjón­ ustunni • Að fylgjast með nýjungum í félagsráðgjöf aldraðra • Að stuðla að aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í þágu aldraðra • Að vera Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa til ráð­ gjafar í málefnum sem snúa að félagsráðgjöf aldraðra

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.