Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 33

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 33
Rannsóknir benda til að regluleg neysla þeirra hafi verndandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum. Með daglegri neyslu á Probiotic munu gerlarnir í meltingarveginum komast í rétt hlutfall og þar með jafna ástand meltingarvegarins Hvað er probiotic? Probiotic er “góði” eða “vinveitti” gerlagróðurinn sem heldur til í allri þarmaflórunni. Þrátt fyrir að orðið baktería/gerill sé venjulega tengt sýklum og veikindum aðstoðar vinveitti gerlagróðurinn líkamann við að viðhalda heilsunni og berjast gegn veikindum og sjúkdómum. “Slæmu” eða meinvirku gerlarnir geta á hinn bóginn leitt til ójafnvægis í þarmaflórunni og valdið veikindum og sjúkdómum. Af hverju þurfum við Probiotic? Meira en 100 trilljónir gerla, þar af yfir 400 tegundir, búa í þarmaflóru líkamans. Vinveittir og meinvirkir gerlar berjast um yfirráðin í viðkvæmu og síbreytilegu umhverfi meltingarvegarins. Á meðan maðurinn fæðist venjulega með nokkuð heilbrigða þarmaflóru hefur aldurinn, lísstíllinn, umhverfi, aðgerðir á borð við keisaraskurð, lélegt mataræði, drykkja mengaðs vatns, streita, sjúkdómar, notkun sýklalyfja í mat sem og gegn sjúkdómum, bakteríusýkingar, hitabeltissjúkdómar, áfengisneysla og fleira til, gríðarleg áhrif á fækkun vinveittu gerlanna. Þetta veldur því að meinvirku gerlarnir taka völdin og valda vandræðum. Þegar hlutfalli góðu og slæmu bakteríanna er raskað hefjast vandamál eins og andstyggileg loftþemba, niðurgangur, eitrun í þörmum, hægðatregða og lélegt frásog næringarefna. Ef ekkert er að gert gætu einkennin orðið krónísk og veikt ónæmiskerfið sem á endanum getur leitt til alvarlegra sjúkdóma. Heilbrigður ristill ætti að búa yfir að minnsta kosti 85% vinveittu gerlanna til þess að geta verndað það sem fyrir ofan er fyrir örverum á borð við E. coli, salmonellu og fleiru. Þegar fólk eldist verður hlutfall vinveittu Bifidobacteria í þörmunum óhagstætt en aftur á móti fjölgar óvinveittu gerlunum verulega. Þetta gerist um 45 ára aldur. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt fyrir þennan aldurshóp að taka probiotic daglega ekki síður en fjölvítamín eða fitusýrur. Hvað gera Probiotics bætiefnin? Rannsóknir staðfesta hvað eftir annað mikla þörf á bætiefnum með vinveittum gerlagróðri. Þau styrkja ónæmiskerfið, framleiða andoxunarefni, efla niðurbrot næringarefna og frásog vítamína, steinefna og amínósýra, og mynda B-vítamín, sem eru nauðsynleg heilbrigðu taugakerfi. Þau draga úr hægðatregðu og niðurgangi, þar meðal í ungabörnum, og niðurgangi af völdum sýklalyfja og ferðalaga, matareitrana ásamt því að leggja grunninn að því að minnka kólesteról í blóðinu. Þá stuðla vinveittu gerlarnir að blóðsykursjafnvægi, heilbrigðri húð og viðhaldi sterkra beina. Mikið er mælt með Probiotics gegn sveppa- og gersveppasýkingum eins og Candida, því með inntöku þess vex heilbrigðum lífstofni vinveittra gerla ásmegin sem þá nær að keppa við skaðlega sveppi sem sífellt eru að reyna að byggja sér varanlega bústað í meltingarveginum. Probiotics er mikilvægt í meðferðinni gegn þrusku, sveppasýkingu í leggöngum og á íþróttafótum. Góð heilsa er bókstaflega háð vinveittu gerlunum sem þrífast í meltingarveginum. Dagleg neysla á Probiotic blöndunum, sem eru vel unnar samsetningar fyrir mismunandi aldurskeið, lífsstíl og ástand, munu endurlífga meltingarveginn. Regluleg neysla þeirra mun rétta úr gerlagróðrinum og jafna ástand meltingarvegarins og vernda okkur gegn sjúkdómum. Hvenær ættum við að neyta Probiotics? Bestur árangur næst ef Probiotic er neytt reglulega, helst á hverjum degi til þess að skipta út flórunni sem orðið hefur fyrir skaða af völdum lífsstíls og/eða umhverfisþátta. Allar gerlategundirnar í Udo’s Choice Probiotics hafa verið framleiddar og prófaðar með tilliti til ónæmis í maga. Á rannsóknarstofum hefur það verið sannprófað að gerlarnir missa ekki virkni sína eftir þrjár klukkustundir við 37° (líkamshita) og sýrustigin pH 3/ pH 4. Þess vegna er mælt með því að þeirra sé neytt á fullan maga svo gerlarnir í Udo’s Choice Porbiotcs fari í gegnum meltingarveginn á fullri virkni. Það má líka opna hylkin og blanda innihaldinu saman við kalt eða volgt vatn (ekki heitt), eða við mat til þess að líkja eftir því hvernig þeir virka í náttúrunni, en þar situr vinveitti gerlagróðurinn utan á hráu fæði. Veitið því sérstaklega athygli að Udo’s Choice Infant Blend Probiotic Powder ber að blanda saman við barnamat eða þá í drykki sem eru hluti af daglegri næringu ungra barna. Probiotic er gagnlegi, vinveitti gerlagróðurinn sem heldur til í öllu meltingarkerfinu Allt að 30 milljarðar virkra gerla í hverju hylki Probiotic úrræði fyrir alla aldurshópa Vörurnar frá Udo´s Choice fást í apótekum og heilsubúðum. Einnig bendum við á Udo´s 369 olíublönduna og Beyond Green ofurfæðið.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.