Són - 01.01.2007, Page 23
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 23
verið til í fornu máli hafi hún verið valfrjáls, víst er að hún hefur ekki
verið fónemísk.72
Það sama á við um næstu tvær kenningar. Sú sem kennd er við
Kock73 og Classen,74 um að upphaflega hafi hver braglína verið
stuðluð með sams konar sérhljóðum, er eins og sú sem nefnd var hér
á undan að því leyti að við fyrstu sýn lítur hún alls ekki illa út. En
þegar betur er að gáð kemur í ljós að á bak við hana eru engin dæmi
úr textum heldur byggist hún á ágiskunum um eitthvað sem höf-
undar hennar telja trúlegt að hefði getað verið. Þótt góður vilji sé fyrir
hendi er tæpast hægt að gefa mikið fyrir slíkar niðurstöður. Þar að
auki hafa bæði Holmérus75 og Jiriczek76 bent á að afar ólíklegt er að
brageyra fólks breytist með svo afgerandi hætti og Hoops77 vitnar í
Snorra Sturluson og spyr hvers vegna stuðlun með ólíkum sérhljóð-
um hafi þá verið í svo miklu uppáhaldi tiltölulega stuttu eftir að slíkt
var óleyfilegt samkvæmt reglunum.78
Kenning Jiriczeks um að þátturinn [+sérhljóðakenndur] hafi sett
alla sérhljóða í sama jafngildisflokkinn er einnig heldur ótrúverðug.
Einn slíkur þáttur hefur ekki áhrif á jafngildisflokkana. Ef sú væri
raunin gætu aðrir þættir líka tekið að leika einleik í stuðluninni, eins
og bent hefur verið á hér að framan, og þá er hætt við að sitthvað færi
sundurlaust borð frá borði svo aftur sé vitnað til Ólafs Þórðarsonar.
Þær þrjár kenningar um sérhljóðastuðlun sem raktar hafa verið hér
að framan eiga það sameiginlegt að þar er leitað að lausn gátunnar í
hljóðfræði eða hljóðkerfisfræði tungumálsins. Í einni er talað um radd-
glufulokun sem tekur á sig mynd samhljóðs, önnur er málsögulegs eðlis
þar sem lausnarinnar er meðal annars leitað í hljóðvörpunum, í þeirri
þriðju er gengið út frá því að einn málhljóðsþáttur feli í sér lausnina.
Sú þverstæða sem skapast í bragfræðinni á milli samhljóða annars
72 Ég þakka Kristjáni Árnasyni prófessor fyrir gagnlegar ábendingar hvað þetta
varðar.
73 Kock (1889–94).
74 Classen (1913).
75 Holmérus (1936).
76 Jiriczek (1896).
77 Hoops (1918–1919).
78 Íslensk rannsókn (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2004) bendir til þess að ekki hafi
orðið breyting á sérhljóðastuðlun í íslenskum kveðskap síðast liðin 1100 ár. Hafi á
forsögulegum tíma verið skylda að stuðla með sams konar sérhljóðum væri hægt
að ímynda sér að skáld sem standa næst þeirri reglu í tímanum hefðu tilhneigingu
til að nota oftar sams konar sérhljóða en þau sem á eftir koma. Sú er þó alls ekki
raunin samkvæmt rannsókninni.