Són - 01.01.2007, Síða 24
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON24
vegar og sérhljóða hins vegar, þ.e. að samhljóðar stuðla aðeins inn-
byrðis en sérhljóðarnir stuðla hver við annan, verður ekki skýrð út
frá málfræðilögmálunum einum. En eins og Kristján Árnason79 hefur
bent á er mikilvægt að halda aðskildum þessum tveimur kerfum, mál-
fræðikerfi og bragfræðikerfi, þó að þau séu vissulega skyld og
hlutverk þeirra skarist oft verulega. Fjórða kenningin, liður d) hér að
ofan, um tóma stuðulinn, styðst að vísu við hljóðfræðileg hugtök en
byggist einnig á lögmálum bragkerfisins. Jakobson80 setti upphaflega
fram hugmynd um að það sem stuðlaði væru ekki sérhljóðarnir sjálf-
ir heldur eins konar tómarúm sem kæmi fram fyrir framan þá.81
Kristján Árnason82 bætir svo um betur og gengur lengra með hug-
myndina. Þar sem myndast hljómunarlágmark í framstöðu orða, þar
greinir bragkerfið á milli jafngildisflokkanna eftir reglum um ljóðstafi,
reglum sem fara sínar eigin leiðir til hliðar við málfræðina. Tómi
stuðullinn nær því að vera hljómunarlágmark og þar með afmarkast
sams konar jafngildisflokkur framan við alla sérhljóðana. Hér má
vissulega sjá að verki ákveðin málfræðilögmál en það sem ákvarðar
stuðlunina, þær reglur sem skapast um jafngildisflokkana, þær eru
bragfræðilegs eðlis og þar nýtast lögmál úr hljóðfræði og hljóðkerfis-
fræði aðeins sem tæki til að ná markmiðunum. Þessi niðurstaða
Kristjáns skýrir betur en annað þá þverstæðu sem hér hefur verið til
umræðu. Kenningin um tóma stuðulinn reynist því, þegar allt hefur
verið dregið saman, sú eina af þeim fjórum sem hér hafa verið raktar
sem kallast getur verulega trúverðug.
HEIMILDIR
Aðalsteinn Davíðsson. 2007. Munnleg heimild.
Björn M. Ólsen. 1884. (ritstj.). Den tredje og fjærde grammatiske afhandling i
Snorres Edda. Köbenhavn. Samfundet til udgivelse af gammel nordisk
litteratur/Fr. G. Knudtzons bogtrykkeri.
79 Kristján Árnason (2007:81–82).
80 Jakobson (1963).
81 Sjá einnig Kiparsky (1978) eins og fyrr var bent á. Kenninguna um tóma stuðulinn
má reyndar sjá víðar. Í bókinni Clavis Metrica eftir Stephen N. Tranter, þar sem
rætt er um stuðlun í fornírskum og íslenskum ljóðum, er þetta orðað þannig: The
alliterating consonant may be zero; that is, any syllable beginning without a con-
sonant may alliterate with any other syllable beginning without a consonant, pro-
vided the remaining metrical conditions (e.g. accent, position) are fulfilled.
Tranter (1997:137).
82 Kristján Árnason (2007).