Són - 01.01.2007, Page 32
KRISTJÁN EIRÍKSSON32
Ónýt er iðrun tæp,
að því skal hyggja,
ef þú í gjörðum glæp
girnist að liggja.
(Úr 12. Passíusálmi)
Ókenndum þér, þó aumur sé,
aldrei legðu háð né spé
(Úr 14. Passíusálmi)
Hvað höfðingjarnir hafast að
hinir meina sér leyfist það.
(Úr 22. Passíusálmi)
Vei þeim dómara er veit og sér
víst hvað um málið réttast er;
vinnur það þó fyrir vinskap manns,
að víkja af götu sannleikans.
(Úr 27. Passíusálmi)
Síðustu tveim ljóðlínunum hefur þjóðin vikið aðeins við og gert að
spakmæli:
Vinn það ei fyrir vinskap manns
að víkja af götu sannleikans.
En það er ekki einungis vegna þessa sem þjóðin hefur lifað sig inn í
kveðskap Hallgríms og ævi heldur vegna þess að hann hafði deilt
kjörum með alþýðunni, þolað með henni súrt og sætt og kunni að
lýsa lífi hennar betur en nokkur annar, allt frá því að vera glaður á
góðri stund til þess að sjá á eftir ,eftirlæti sínu og yndi‘ í gröfina. – Og
þjóðin býr sér til eigin mynd af skáldi sínu sem birtist í sögum og
sögnum úr lífi þess svo hann, sem fyrstur manna var nefndur þjóð-
skáld, verður jafnframt einhver mest þjóðsagnapersóna Íslandssög-
unnar. Sumar þessara sagna varðveita vafalaust talsverðan sannleiks-
kjarna, aðrar minni og fjölmargar þann einn sannleik að spegla við-
horf þjóðarinnar til skálds síns. Þannig eigna þjóðsögur Hallgrími
fjölda kvæða og vísna, sumra trúlega með réttu en einnig fjölda kveð-
linga sem ekki eru eftir hann. En það er reyndar algengt að stór-
skáldum séu eignuð verk minni skálda.