Són - 01.01.2007, Page 34
KRISTJÁN EIRÍKSSON34
sagnasjóð kynslóðanna. Jón Ólafsson úr Grunnavík var samtíða
Hildi, dóttur Arngríms lærða í Víðidalstungu, er hún dvaldi þar hjá
Páli Vídalín, syni sínum. Hildur var í æsku hjá bróður sínum, séra
Þorkeli Arngrímssyni presti í Görðum á Álftanesi, og sagði hún Jóni
frá því er hún var léð til að fylgja Margréti, konu Tómasar Nikulás-
sonar fógeta á Bessastöðum, vestur á Snæfellsnes. Það mun hafa verið
á leið til baka sem þær hittu Hallgrím prest í Saurbæ og segir Jón svo
frá þeim fundi í ritgerð sinni „Um þá lærðu Vídalína“:
Í þeirri ferð komu þær að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og vildi
Margrét hafa þar fylgd inn með firðinum, því þau hjón höfðu
veðjað um, hvort þeirra fljótara skyldi verða að komast áfram,
hann á skipi eður hún á hesti. Reið hún því náttfari og dagfari
sem mest mátti. Þá sá hún síra Hallgrím Pétursson; lét hann ei
fógetakonu vita hver hann var, en lét sem hann skilaði boðun-
um inn í bæinn til prests, þá hann skipaði einhverjum vinnu-
manni sínum að sækja hest og fylgja. Á meðan kallaði hann
Hildi nokkuð afsíðis, þóttist vita hverra manna hún væri, bað
hana vera ei lengi hjá fólki þessu, og kvað annað meira og betra
mundi fyrir henni liggja, og jafnvel þeir einhverjir af henni lifna,
er mannsmót mundi að þykja, og bað vel fyrir henni að skil-
naði. Sagði [hún] hverninn hann hefði verið almúgalegur í yfir-
bragði og snöggklæddur í því sinni. Þá þær voru riðnar af stað
spurði fógetakona hver sá hinn gamli maður hefði verið, sem
við hana talaði. En þá Hildur hafði gert hana þess vísari var hún
leingi að stagast á orðum þessum fram á nóttina: „Var det ikke
skamm, at jeg inte kjænte Præsten?“3
Gísli Konráðsson (1787–1877) hefur safnað fjölda þjóðsagna um
Hallgrím og eru sumar þeirra þær sömu og þegar voru komnar fram
í áðurnefndri ævisögu Hallgríms eftir Vigfús Jónsson. Er greinilegt að
Gísli hefur stuðst við hana. Flestar þjóðsagnir Gísla munu hafa birst
í ársritinu Gesti Vestfirðingi 1855 í þætti sem nefndur er „Saga frá
Hallgrími presti Péturssyni skáldi“.4 – Skal nú hér á eftir stiklað á
stóru um þjóðsögur og sagnir tengdar Hallgrími.
Talið hefur verið að Hallgrímur hafi verið fæddur í Gröf á Höfða-
3 Jón Ólafsson (1897:xxx–xxxi).
4 Höfundar þáttarins er ekki getið en í handritum Gísla má finna þessar sagnir lítt
breyttar.