Són - 01.01.2007, Page 35
HALLGRÍMUR PÉTURSSON SKÁLD ALÞÝÐUNNAR 35
strönd5 og þjóðsögur telja hann hafa lifað þar sín bernskuár áður en
hann fluttist til Hóla þar sem Pétur faðir hans var hringjari en hann
og Guðbrandur Þorláksson biskup voru að öðrum og þriðja, báðir
komnir út af Barna-Sveinbirni sem sagt var að „hafi átt 50 börn og
alla hálfrefi að auki“6. Í Gröf er sagt að Hallgrími yrði fyrst vísa af
munni er rófan á kettinum kom upp á milli pallfjalanna. Varð svein-
inum þá bilt við og kvað:
Í huganum var eg hikandi,
af hræðslu nærri fallinn:
kattarrófan kvikandi
kom hér upp á pallinn.
Sú sögn er einnig tengd Gröf að Guðbrandur biskup hafi riðið þar um
garð þar sem börnin voru í berjamó. Spurði biskup börnin hvað þau
væru að gera og svaraði Hallgrímur þegar með vísu:
Eg er að tína þúfna-hnot
í þrætukot;
mylur málakvörn
miðlungs hnöttinn hvörn.
Neðanmáls við frásögn þessa í Gesti Vestfirðingi er vitnað til Tómasar
[Tómassonar] lögsagnara á Ásgeirsá (1756–1811) sem „sagði svo frá,
að þegar biskup kom að þeim Hallgrími, væri börnin að þrætast á um
berjaílátin, og vildi hvert eigna sér ílát það er mest voru í berin, og því
kallaði Hallgrímur þau „þrætukot“. „Thómas sagði og, að þá hefði
Hallgrímur verið fullra 8 ára, og ei þekkt staf á bók.“7
Þá segir sagan að biskup hafi viljað prófa hann frekar og ljóðað á
sveininn:
„Hver hefur skapað þig, skepnan mín?
skýr þú mér það núna!
hver þig fyrir þolað pín?
þér hver gefið trúna?
5 Vigfús Jónsson nefnir þó ekki Gröf í ævisögu Hallgríms heldur segir aðeins: „Síra
Hallgrímur er fæddur hér um 1614, hvört heldur á Hólum í Hjaltadal eður annars
staðar er ei greint.“ (Vigfús Jónsson (1947:7)).
6 Sjá Vigfús Jónsson (1947:5) og Gestur Vestfirðingur (1855:37).
7 Gestur Vestfirðingur (1855:43).