Són - 01.01.2007, Síða 36
KRISTJÁN EIRÍKSSON36
08 Gestur Vestfirðingur (1855:43).
09 Gestur Vestfirðingur (1855:43).
10 Vigfús Jónsson (1947:7).
11 Sjá Jón Ólafsson (1897:xxxi, 1. nmgr. eftir Jón Þorkelsson).
Hallgrímur svaraði þegar:
Guð faðir mig gjörði sinn,
Guðssonur mig leysti,
Guðs fyrir andann gafst mér inn
góður trúarneisti.
Þá er sagt, að eptir það tæki Guðbrandur biskup hann til Hóla.“8 Vísur
þessar höfðu áður en frásögnin birtist í Gesti Vestfirðingi verið prentaðar
undir heitinu „Trúarjátning“ í ljóðabók Jóns Þorlákssonar sem Jón
Sigurðsson gaf út. Því er þess getið neðanmáls í Gesti Vestfirðingi að
vísan „Hver hefur skapað þig, skepnan mín?“ sé „eldri en eptir Jón
prest Þorláksson, því gamlir menn kunnu hana fyrir hans daga“.9
Satt að segja bendir fátt til þess að sagnir þessar af Hallgrími eigi við
rök að styðjast. Vísan „Eg er að tína þúfna-hnot / í þrætukot“ er dæmigerð
gátuvísa þar sem beinast liggur við að líta svo á að „þrætukot“ sé
munnurinn en ekki berjaílát eins og Tómas lögsagnari hefur talið.
Sé það rétt að Hallgrímur hafi ekki komið til Hóla heim fyrr en
átta vetra gamall hefur hann ekki verið lengi samvistum við Guð-
brand heilan heilsu því hann veiktist á hvítasunnudag 1624 og var
karlægur eftir það uns hann dó þrem árum seinna. Eftir veikindi
biskups tekur Halldóra dóttir hans við staðarforráðum en Arngrímur
lærði gegndi störfum biskups. Í ævisögu Hallgríms eftir Vigfús Jóns-
son segir að Hallgrímur hafi að sumra sögn komist „í einhvörja
ólempni fyrir kveðskap eður þesskonar ungæðingshátt hjá fyrirkven-
fólki á stólnum“.10 Lítið er vitað um þennan kveðskap en þó má geta
þess að Jón Þorkelsson tilfærir eftirfarandi vísu neðanmáls í útgáfu
sinni að Vísnakveri Páls Vídalíns sem athugasemd við ritgerð Jóns
Ólafssonar „Um þá lærðu Vídalína“. Vísan er um morgunverk Arn-
gríms lærða:
Sefur, vaknar, sér við snýr,
sest upp, etur, vætir kvið,
hóstar, ræskir, hnerrar, spýr,
hikstar, geispar, rekur við.11