Són - 01.01.2007, Page 40
KRISTJÁN EIRÍKSSON40
við, að einu sinni á alþingi þá síra Arngrímur var að ganga um
gólf eður spatziera fyrir sig alleina þar fyrir neðan á lögréttu-
eyrinni, en síra Hallgrímur skáld Pétursson lá þar fyrir ofan
uppi í hallinum, og var að tala þar við ýmsa menn og gamna sér
við smádreingi og leit síra Arngrím ganga niðri á eyrinni fyrir
sig alleina, skyldi hann kveðið hafa stöku þessa:
Eins og forinn feitur
fénu mögru hjá,
stendur strembileitur
stórri þúfu á;
þegir, og þykist frjáls –
þetta kennir prjáls; –
reigir sig og réttir upp
rófuna til hálfs;
sprettir úr sporunum státe
og sparðar gravitáte.20
Eins og sést af vísunni hafði Hallgrímur næmt auga fyrir hinu spé-
lega og batt það þá gjarnan í rím. Sagt er að einhvern tímann hafi
konur tvær skrafað svo hátt undir messu hjá presti að hann mátti vel
nema. Gerði önnur þeirra mikið úr matarnautn bónda síns er Sum-
arliði hét. En þá er úti var messan kvað Hallgrímur í orðastað hennar:
Eg gaf honum fisk með flautum,
og fergjað skyrið óskammtað,
átján stykki af ýsum blautum,
ellefu hrogn og svilja spað
og sextán merkur af sullugrautum;
hann Sumarliði minn étur það.21
Börn þeirra Hallgríms og Guðríðar þrjú voru öll fædd á Suður-
nesjum: Elstur var Eyjólfur, þá Guðmundur og yngst Steinunn ,sem
mjög frábrugðin að hugvitsgáfu deyði á barnsaldri‘, segir á blöðum
frá síra Þorvarði Auðunarsyni í Saurbæ (um 1705–1775).22 Svo
skemmtilega vill til að varðveist hefur Leppalúðakvæði sem telja má
20 Jón Ólafsson úr Grunnavík (1897:xxi).
21 Gestur Vestfirðingur (1855:66).
22 Í JS 272 4to I, bls. 83.