Són - 01.01.2007, Page 41
HALLGRÍMUR PÉTURSSON SKÁLD ALÞÝÐUNNAR 41
nokkuð víst að sé eftir Hallgrím frá árum hans á Hvalsnesi.23 Í kvæð-
inu segir skáldið að Leppalúði hafi komið til sín heldur ófrýnn og
heimtað af sér börn til að brytja í spað handa Grýlu, kerlingu sinni,
sem lægi í bælinu heima, hefði lærbrotnað í aðdráttarför norður í
Skagafjörð til Gvendar á Felli (þ.e. síra Guðmundar skálds Erlends-
sonar). Leppalúði ágirnist öll börn Hallgríms og nefnir fyrst Steinunni
sem hann segir að hríni svo hátt að hún haldi vöku fyrir móður sinni
og sé úr hófi ærslafull. Þá telur hann Eyjólf sem hann langar í en þykir
það ljóður á ráði piltsins að hann liggur stöðugt í bókum og „þrásyng-
ur í kór“ þar sem Gvendur aftur á móti er of latur að læra „og les
heldur tregt“. Skáldið fer í vörn fyrir börn sín og kemst í kirkjuna og
í messuskrúðann og vinnur sigur á Lúða því:
Hann rann til á hellunni
um hálfa fimmtu spönn,
ball hann á kórslána
svo brotnaði úr honum tönn
og hljóp hann síðan grenjandi út og segir skáldið að lokum að
ekki vil eg gestinum
aftur mæta þeim.
Á Hvalsnesi varð Hallgrímur fyrir þeirri sorg að missa Steinunni
dóttur sína á fjórða ári en eftir hana kvað hann sín frægu harmljóð:
„Sælar þær sálir eru“ og „Nú ertu leidd mín ljúfa“ sem tæpast verða
borin saman við nokkurn skáldskap íslenskan annan en „Sonatorrek“
Egils Skalla-Grímssonar og kvæði Stefáns G. eftir Gest son sinn.
Í fyrra kvæðinu kemst Hallgrímur meðal annars svo að orði:
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði eg af þér,
í minni muntu mér;
því mun eg þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
23 Sjá Jón Samsonarson (1996:43–49).