Són - 01.01.2007, Page 51
„ALDURHNIGINN FÉLL Á FOLD“ 51
Þá mælti hinn: „Nú læt ég líf,
fyrst land mitt svo er farið,
börn mín ung og einnig víf
sig örbirgð fá ei varið.“
Hvers virði ég fólk með hungurs hróp,
þá herfrægðarljóminn er týndur?
Sá mun það fæða’ er því fjörið skóp,
í fangelsi keisarinn píndur.
Æ, bróðir, heyr mitt hinsta kvein,
nú hallar að dauðastundu,
til Frakklands vil ég mín flytjist bein
og frakkneskri hyljist grundu.
Mitt heiðursmerki, hárautt band,
við hjartastað mér festu,
lát mér fylgja byssu og brand
og brún þess vel þá hvesstu.
Þó vil ég rólegur vera þar
sem vörður í grafarbergs eyði,
uns heyri ég stórskota hrinurnar
og hófatraðk við mitt leiði.
Að gröf minni fyrstur mun þá frám á jó,
:|: með fríðu liði sjálfur koma þengill :|:
Þá brýst eg með alvæpni’ úr kaldri kró
sem keisarans verndunar engill.
Um Karl Jónasson segir svo í blaðinu Austfirðingi á Seyðisfirði, 2.
apríl 1932:
Karl Jónasson fæddist 28. janúar 18652 á Belgsá í Fnjóskadal.
Voru foreldrar hans Sólveig Benjamínsdóttir og Jónas Indriða-
son. Hann missti foreldra sína á barnsaldri og fór um eða fyrir
fermingu að Espihóli í Eyjafirði og nam þar trésmíði. Hann
kvæntist 1888 Kristjönu Jóhannesdóttur frá Neðri-Dálksstöðum
2 Í öðrum heimildum er Karl sagður fæddur 4. febrúar 1865.