Són - 01.01.2007, Page 53
„ALDURHNIGINN FÉLL Á FOLD“ 53
miðri. Kom Gísli Gíslason kaupmaður þá gangandi að henni öðrum
megin en Karl Jónasson hinum megin. Heyrði Jón þá að Karl mælti
af munni fram:
Gísli rífur gleiðan kjaft
og glennir sig á brúnni,
það ætti að setja á ’ann haft
á auðum bás hjá kúnni!
Lauk Karl vísunni í sama mund og þeir félagar mættust.
Öðru sinni sátu þeir Gísli kaupmaður saman að sumbli. Karli of-
bauð þá orðfæri Gísla og varpaði fram þessum fyrriparti:
Gáðu nú að þér, Gísli minn,
Guð lýsir ekki veginn þinn,
illu þú átt að gleyma!
Gísli rak þá botninn í kveðskapinn:
Drekktu úr glasinu, djöfullinn þinn,
dansandi bíður þín andskotinn,
í helvíti áttu heima!
Ljóst er af öllu að Karl hefur verið lífsglaður maður og orðhepp-
inn. Um það vitnar lítil saga sem varðveist hefur. Karl kom þá þar að
sem Jón Þorsteinsson í Firði var að festa húsnúmer á vegg. Jón þessi
var hestamaður góður og í daglegu tali nefnur Mera-Jón. Varð þá
Karli að orði: „Sæll vert þú Nú-Mera-Jón!“
Karl varð snemma virtur fyrir skáldskap sinn eystra og bar með
réttu sæmdarheitið bæjarskáld um áratuga skeið. Á hans tíma var
bundið mál haft í hávegum og ótækt að nokkur samkunda væri
haldin, hvort sem var til gleði, hátíðabrigða eða sorgar, öðruvísi en
kveðskapur væri hafður um hönd. Var Karl liðtækur á öllum þessum
sviðum og eftirsóttur er slík tilefni gáfust. Þá má þess geta að þegar
es. Goðafoss lagðist að bryggju í fyrsta sinn á Seyðisfirði, í júní 1915,
var flutt kvæði eftir Karl við lag Inga T. Lárussonar. Hefst það á þessa
leið:
Kom heill til Íslands hafna
úr hafi, Goðafoss!