Són - 01.01.2007, Page 60
JÓN B. GUÐLAUGSSON60
Minningarljóð6
Jón Lúðvíksson Kemp skósmiður
Ég man það, Jón, frá okkar fyrri árum,
þá „æska“ var að snúa oss baki við
og gamla „elli“, gráum sveipuð hárum,
á grafarinnar þrönga benti svið.
Við sátum þá og saman ortum bögur,
þó sett ei væri neitt af þeim á prent,
og einnig margar góðar gamansögur
við gátum báðir hvor frá öðrum hent.
Við vorum ekki að telja æskuárin
sem opt á tíðum virtust báðum ströng
og ekki heldur kvíða að elli árin
þau okkur myndu fram úr hófi löng.
Nei, okkar gleði ekkert mátti skerða;
við undum best að gleyma rúmi og tíð
en taka síðar því, sem varð að verða,
sem vígfim hetja búin út í stríð.
Þó stóðst þig vel! Í straumi af tímans róti
mér starsýnt varð að horfa á fangbrögð þín
og sjá þig brjótast alltaf upp á móti
og aldrei guggna, dána kempan mín!
Nú þögnin yfir þínu ríki hvílir,
já, þar er sífelld kyrrð og dauðaró,
því kumbli þínu kaldur svörður skýlir.
En kempunafn þitt lifir eftir þó.
Þú stóðst þig vel! En ég á ennþá eftir
þá egg að reyna er tekur „skarið” af,
við stokkinn dauði skaröx sína skeptir
og Skuldar-dómur aldrei frestinn gaf.
6 Sjá Austri, 20. maí 1911.