Són - 01.01.2007, Page 61
„ALDURHNIGINN FÉLL Á FOLD“ 61
En, bíðum við! Nú bý eg út á sleðann
þá böggla, sem eg þarf að hafa með.
Það ekur enginn heilum vagni héðan
sem hefir illa vaxtað gæsluféð.
Orðaleikur
För á sjóinn firðar draga,
för á skýjum kölluð er,
för í snjóinn fætur laga,
för mun lýja þann sem ber.
Í sendibréfi til P. Jónssonar, Hóli
Og sjálfur er eg eins og steini lostinn
og ekkert skil eg hvernig tíminn líður
en eitt eg veit, að aldrei við hann bíður
og ævistrengur mannsins fljótt er brostinn.
En hví er ekki ævi mannsins lengri
og öldufallið létt á tímans straumi?
Og hví er eins og lífið líkist draumi
og leiðin sumra rýmri, sumra þrengri?
Eg veit það ekki, allt er hér svo dulið
og andi vor er krepptur hér í dróma,
vér skynjum ekki Drottins leyndardóma.
Hans dýrðarráð er sjónum vorum hulið.
Heiðlóan
Þú rómþýða léttfleyga lóa,
er líður um bláhimins geim,
nú ferð þú að búa þig bráðum
til burtfarar suður í heim.
Hið einasta yndi er horfið
sem áður þig gladdi að sjá
því broshýra blómrósin fríða
er bliknuð og hnigin í dá.
Og haustið og hretviðrin stríðu
þig hræða og vísa þér braut