Són - 01.01.2007, Page 78

Són - 01.01.2007, Page 78
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR78 Því jörðin á svo hlýjar, mjúkar mundir, sem mannabarnið rótt og öruggt geyma. Og þar er hægt að sofna sætt og gleyma, að sárnað hafi fætur, logað undir. Í náttúrunni fann hann fyrir alheimsvitundinni: „Þar hef ég fundið fyrst, að ég er liður / í festi lífs, í ætt við grös og orma“. Hann háði aleinn sárt hugarstríð en fjötrar sársaukans losnuðu: Og hjartað varð svo hljótt. Hinn mikli friður í hug og taugum lægði brim og storma við regnþung ský er rökkva tók í hlíð. Í tíundu sonnettu segir ljóðmælandi frá minningum sínum á bernsku- stöðvunum í vetrarhörkum. Þá fannst honum gott að vera á lágum ási og hlusta á furðuhvísl vindsins. Sál hans varð heil og hrein í rigningunni og hann fann fyrir létti. Á kvöldin undir ásnum heima „æ ljúfast var að vaka, best að dreyma.“ Á sömu orðum hefst ellefta sonnetta. Ljóðmælandi heldur áfram að rifja upp sælar minningar við bernskustöðvarnar þegar hann lá „í víðiloðnum hvammi“ og horfði á „gullhvít sumarskýin sveima“. Hann heyrir árnar „syngja sóldag yfir alla heima“, gleðiboðskapinn sem ekkert hjarta getur framar gleymt. Þarna gæti verið átt við tíðindin um eilíft líf. Síðan fylgist hann með lóunni á melnum og þröstum í feluleik við sólsetur. Undir lok sonn- ettunnar hefur hann týnt sjálfum sér í „ást og algleyming“ en fundið sig aftur „hreinni, rórri og betri, / við náttúrunnar stóra, heita hjarta“. Í tólftu sonnettu er brugðið upp myndum sem sýna hvernig sorg og gleði hjaðna við hjarta náttúrunnar. Sólin sýgur „allt særok nautna og böls, er vall í geði“. Það er eins og ofsi hugans stillist og finni jafnvægi. En jörðin heimtar sál hans að veði, ef „brotnir partar“ í honum sjálf- um eiga að geta orðið heilir. Hér er ljóðmælandi táknaður sem „hin bleika jurt, sem hiksins maðkar narta“. Hikið túlkar líklega óvissuna um eilífðina. Greinilegt er að hvörf verða eftir fyrstu tvö erindin. Í upphafi er hugarstríð ljóðmælandans kynnt og efi hans um eilífðina. Í þriðja erindi byrjar úrvinnslan: Að þora að gefa allan sjálfleik sinn, og óttalaus að hverfa í mikla hafið, er fyrsta sporið inn að heimsins hjarta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.