Són - 01.01.2007, Page 80

Són - 01.01.2007, Page 80
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR80 hans er horfið og rósemin tekin við. Hann getur því lifað áhyggjulaus ævina á enda uns hann deyr og fær að njóta fullrar birtu. Ljóðmælandi bíður áfram eftir fullri birtu í fjórtándu sonnettu „sem barn í móður fangi ljósið dreymi“ og móðirin er náttúran. Þögn- in og blómin sem blunda undirstrika kyrrðina sem ríkir. Þögnin safnar „sundurhljómum“ í sólaróð. Væntanlega eru sundurhljómarnir tákn um ósætti manna á milli eða í huga hvers og eins. Þögnin sættir og kyrrir óeirðina. Ljóðmælandi vill sitja úti í náttúrunni „um hljóðar nætur, undir stjarna sveimi“. Í þriðja erindi fer æst blóð hans að still- ast og kyrrlátt unaðsflóð streymir um hugann; „Nálægt hvílir horfin, ófædd tíð“. Eins og áður sagði (sbr. fjórðu sonnettu) er líklegt að ljóðmælandi sé öldungur sem er að hugsa til þess að dauðinn sé að nálgast og hvað muni bíða handan hans. Horfin, ófædd tíð gæti bæði átt við um liðna ævidaga og um nána framtíð hans sem renna saman í tímalausa eilífð. Hann hugsar til horfins tíma, í huga hans ómar liðið bernskumál og hann gleymir ekki þeim yndislegu minningum sem hann á um náttúruna frá æskudögum: Þar ómar ljúfast liðið bernskumál, er landið mitt sér vígði mína sál: Mín fyrsta sjón var heiðin, há og víð. Fimmtánda og síðasta sonnettan hefst á lokalínu næstu sonnettu á undan eins og aðrar og dregur saman efni hinna sem fara á undan. Ljóðmælandinn er bundinn náttúrunni órofa böndum. Sem barn tók hann strax ástfóstri við landið: „Mín fyrsta sjón var heiðin, há og víð“. Hann hugsar til baka: „mig kallar bernskudalsins draumblá tíð“ og þakkar fósturjörðinni: „ég kyssi mjúkt þá moldu, sem mig ól“. Sál hans sameinast náttúrunni: „hið bláa himinfang og síung sól / í sælum draumi drekka mína sál“. Þar finnst honum hann ávallt hafa átt heima og þar líður honum vel. „Æ ljúfast var að vaka, bezt að dreyma“ vísar til þess hversu yndislegt ljóðmælanda fannst að njóta náttúrunnar og láta sig dreyma. Í lokin bíður ljóðmælandi við náttúr- unnar stóra hjarta. Hún er honum til halds og trausts þegar hann er farinn að sjá fyrir dauða sinn. En dauðann óttast hann eigi því hann er fullviss um ljósið í myrkrinu: „ég blikið sé á botni djúpsins svarta“. Hann bíður fullrar birtu án alls óróleika. Sál hans er borgið í náttúr- unni og hann mun sameinast eilífðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.