Són - 01.01.2007, Page 80
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR80
hans er horfið og rósemin tekin við. Hann getur því lifað áhyggjulaus
ævina á enda uns hann deyr og fær að njóta fullrar birtu.
Ljóðmælandi bíður áfram eftir fullri birtu í fjórtándu sonnettu
„sem barn í móður fangi ljósið dreymi“ og móðirin er náttúran. Þögn-
in og blómin sem blunda undirstrika kyrrðina sem ríkir. Þögnin
safnar „sundurhljómum“ í sólaróð. Væntanlega eru sundurhljómarnir
tákn um ósætti manna á milli eða í huga hvers og eins. Þögnin sættir
og kyrrir óeirðina. Ljóðmælandi vill sitja úti í náttúrunni „um hljóðar
nætur, undir stjarna sveimi“. Í þriðja erindi fer æst blóð hans að still-
ast og kyrrlátt unaðsflóð streymir um hugann; „Nálægt hvílir horfin,
ófædd tíð“. Eins og áður sagði (sbr. fjórðu sonnettu) er líklegt að
ljóðmælandi sé öldungur sem er að hugsa til þess að dauðinn sé að
nálgast og hvað muni bíða handan hans. Horfin, ófædd tíð gæti bæði
átt við um liðna ævidaga og um nána framtíð hans sem renna saman
í tímalausa eilífð. Hann hugsar til horfins tíma, í huga hans ómar liðið
bernskumál og hann gleymir ekki þeim yndislegu minningum sem
hann á um náttúruna frá æskudögum:
Þar ómar ljúfast liðið bernskumál,
er landið mitt sér vígði mína sál:
Mín fyrsta sjón var heiðin, há og víð.
Fimmtánda og síðasta sonnettan hefst á lokalínu næstu sonnettu á
undan eins og aðrar og dregur saman efni hinna sem fara á undan.
Ljóðmælandinn er bundinn náttúrunni órofa böndum. Sem barn tók
hann strax ástfóstri við landið: „Mín fyrsta sjón var heiðin, há og
víð“. Hann hugsar til baka: „mig kallar bernskudalsins draumblá tíð“
og þakkar fósturjörðinni: „ég kyssi mjúkt þá moldu, sem mig ól“. Sál
hans sameinast náttúrunni: „hið bláa himinfang og síung sól / í sælum
draumi drekka mína sál“. Þar finnst honum hann ávallt hafa átt
heima og þar líður honum vel. „Æ ljúfast var að vaka, bezt að
dreyma“ vísar til þess hversu yndislegt ljóðmælanda fannst að njóta
náttúrunnar og láta sig dreyma. Í lokin bíður ljóðmælandi við náttúr-
unnar stóra hjarta. Hún er honum til halds og trausts þegar hann er
farinn að sjá fyrir dauða sinn. En dauðann óttast hann eigi því hann
er fullviss um ljósið í myrkrinu: „ég blikið sé á botni djúpsins svarta“.
Hann bíður fullrar birtu án alls óróleika. Sál hans er borgið í náttúr-
unni og hann mun sameinast eilífðinni.