Són - 01.01.2007, Page 89
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 89
ABCDE 33 16 49
ABCD 18 19 37
ABC 2 3 5
AB 0 11 11
Samtals 64 60 124
Á töflunni sést að Jakob hefur ort um helming allra sinna ítölsku
sonnetta með fimm rímhljómum, eins og hefðin var, en nokkuð stórt
hlutfall þeirra er með fjórum. Þorsteinn Þorsteinsson var fyrsta ís-
lenska skáldið sem fækkaði rímhljómum niður í tvo og þrjá.32 Jakob
fækkar rímhljómum einnig niður í tvo en aðeins í enska sonnettu-
forminu. „Þingvellir“ er dæmi um vel heppnaða sonnettu sem hefur
aðeins tvo rímhljóma í stað sjö. Á töflunni sést að Jakob hefur gert
fleiri tilraunir með ensku sonnettuna en þá ítölsku. Af þeim ensk-
ættuðu hafa 11 sonnettur hans tvo rímhljóma, 19 fjóra og 16 fimm en
aðeins 7 hafa jafn marga rímhljóma og sonnetta Shakespeares.
Kvöld á Reykjum í Ölfusi
Kvöld á Reykjum í Ölfusi33
Í aftanroða glóbjörtum írauð fjöllin ljóma,
en álfareykur læðist um víðlend fenjadrög.
Nú svífur hvera-ýringin upp í loftsins blóma,
en undir, niðri’ í jörðinni, heyrast vatnsins slög.
Af lognsins töfrum reykirnir hvarfla vega-villir
og vita’ ei, hvert skal fara um óraleiðir heims,
en fyrir landi Vestmannaeyjar uppi hillir
sem álfaborg í fjarskanum handan sævargeims.
Hátt uppi fljúga svanir með annarlegu kvaki
í oddfylkingu fram eftir, heiðavatna til,
og það er eins og með sér þeir hálfan hugann taki
í huldulöndin bak við hin gullnu sólskins-þil.
32 Hjörtur Marteinson (1996:39-40).
33 Jakob Smári (1936:20).