Són - 01.01.2007, Page 91
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 91
sem læðist, er lýst í fyrsta erindi og áhrifin magnast í öðru erindi þeg-
ar Vestmannaeyjar sýnast vera álfaborg. Risið verður hæst í þriðja
erindi þar sem hálfur hugur ljóðmælanda hverfur með flugi svananna
til huldulanda.
Eilífðarkvæði
Kirkjugarðurinn í Reykjavík34
Sjá! Garður dauðans skín í sumarskrúði,
og skærar fuglaraddir hefja söng.
Á grasi liggur daufgrænn daggarúði
hjá dáins-reita lágri, hljóðri þröng.
Og fjólubjarmi ljómar yfir leiðum
sem lífsins bæn í dauðans samastað,
en eilífð svarar ljúft frá himni heiðum
og hjúpar geisladýrð hvert einstakt blað.
Hér ljómi skín af ljósum geislastöfum,
og lífið vex á dauðra manna gröfum
sem tákn frá yzta himni´ og fjærstu höfum.
Allt jarðneskt er sem ímynd æðri heima, —
er aðeins tákn, sem djúpa merking geyma, —
er draumur einn, sem oft er sárt að dreyma.
Rímform: AbAb/CdCd/EEE/FFF
Jakobi er eilífðin hugleikin og hún er aldrei langt undan í sonnettum
hans. „Kirkjugarðurinn í Reykjavík“ fjallar um dauðann, náttúruna
og eilífðina. Kvæðið hefst á fagurri lýsingu á kirkjugarðinum. Garður-
inn er kominn í sumarbúning, fuglarnir syngja og allt er hljótt. „Dagg-
arúði“ liggur á grasi hjá leiðunum og „fjólubjarmi“ ljómar yfir þeim
eins gróðursins bæn til lífsins. Eilífðin bregst síðan við bæninni og
sendir geisla af himnum ofan sem vernda allan gróður. Það ljómar af
geislastöfunum og lífið dafnar á „dauðra manna gröfum“. Gróandi
lífsins á leiðunum er tákn „frá yzta himni og fjærstu höfum“. Niður-
34 Jakob Smári (1936:40).