Són - 01.01.2007, Page 92
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR92
staða kvæðisins kemur í fjórða erindi. „Allt jarðneskt er sem ímynd
æðri heima, — / er aðeins tákn, sem djúpa merking geyma, — / er
draumur einn, sem oft er sárt að dreyma.“
Sonnetta35
„Hve var heimalegur
Hinn helgi blær,
Er mér galdra gól
Um gullin kvöld“.
(Gísli Brynjúlfsson.)
Þreyttan af dagsins gný og ryksins gráma,
grátinn — með sár, er ollu stritsins bönd —,
sólheiða ró á breiðum úthafs bláma,
ber þú mig inn í helgrar þagnar lönd!
Veit þú mér friðinn handan allra hljóma
hverfulla svipa á múgsins troðnu strönd.
Vagga mér þar, sem sálir blárra blóma
brosandi kyssa dularvaldsins hönd.
Sorg mína faðmur þinn í gleymsku grafi.
Gjörvöll mín óró hverfi við þinn blæ.
Hugsana minna still þú storm og ylgju.
Himninum dýpri, hreinni nýjum snæ,
gjör mína sál — að silfurskærri bylgju,
sóltærri bylgju á eilífðanna hafi.
Rímform: AbAb/AbAb/CdE/dEC
Ljóðmælandi er þreyttur eftir hávaða dagsins og tregar erfitt líf sitt í
gráma hversdagsins. „Sólheið ró“ táknar líklega „helgan blæ“ í kvæð-
inu, því Jakob vitnar í kvæði eftir Gísla Brynjúlfsson á undan sonn-
ettu sinni: „Hve var heimalegur / hinn helgi blær, / er mér galdra gól
/ um gullin kvöld.“ Jakob biður blæinn að bera sig til þöguls handan-
heimsins. Hann óskar sér einskis heitar en að öðlast frið langt frá
35 Jakob Smári (1920:196).