Són - 01.01.2007, Qupperneq 93
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 93
glaumi hversdagsins og hinu dauðlega lífi á „múgsins troðnu strönd“.
Hann vill láta vagga sér þar sem „sálir blárra blóma / brosandi kyssa
dularvaldsins hönd“ og hann vill hverfa í öruggan faðm hins helga
blæs, þar sem hann getur gleymt sorg sinni og óró og hugur hans
öðlast jafnvægi. Hann biður blæinn að hreinsa sál sína og gera hana
„að silfurskærri bylgju, / sóltærri bylgju á eilífðanna hafi.“ Hans æðsti
draumur er að sálin sameinist eilífðinni.
Glóhærða dís — 36
(Tileinkað Þórunni S. Jóhannsdóttur)
Glóhærða dís úr ljúflinganna löndum,
langt að ert komin hér á jarðlífs-söndum,
þaðan sem svella, bundnir engum böndum,
brimskaflar hljóma’ að eilífðanna ströndum. —
Þaðan sem gjörvallt andrúmsloftið ómar,
andvarinn mjúkt í þéttu sefi hljómar, —
himneskar raddir, helgir leyndardómar
hvísla í þeirri dýrð, er allt upp ljómar.
Þaðan þú komst og manst þann undra-ym,
eilífa tónahafsins voldugt brim,
sem endurhljómar æ í þinni sál.
Þaðan þú komst með barnsins birtu’ og yl, —
birtir, að samt er andleg veröld til,
að bak við heimsins reyk er blikskært bál.
Rímform: AAAA/BBBB/ccd/ccd
„Glóhærða dís“ er af öðrum heimi. Hún kemur frá fjarlægum löndum
þar sem eilífðin ríkir. Það heyrist í ólgandi og stjórnlausu briminu sem
skellur á ströndum. Allt er í heilögum samhljómi, sjórinn, andrúms-
loftið og vindblærinn. Himneskar raddir, sem búa yfir helgum leynd-
ardómum og ljóma allt upp, tendra eins konar bál. Dísin kom til
jarðlífsins frá helgum heimi sem mun ávallt „endurhljóma“ í sál henn-
ar, þar sem tónarnir í „voldugu“ og eilífu hafinu óma skært í sam-
36 Jakob Smári (1957:14).